Fundur 1463

  • Bćjarráđ
  • 15. nóvember 2017

1463. fundur Bæjarráðs Grindavíkur haldinn í bæjarstjórnarsal, þriðjudaginn 14. nóvember 2017 og hófst hann kl. 17:00.


Fundinn sátu:

Kristín María Birgisdóttir formaður, Hjálmar Hallgrímsson varaformaður, Marta Sigurðardóttir áheyrnarfulltrúi, Páll Jóhann Pálsson varamaður, Jón Þórisson sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs og Fannar Jónasson bæjarstjóri.

Fundargerð ritaði: Jón Þórisson, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.

 

Dagskrá:

1. 1711028 - Starfsmenn bæjarskrifstofunnar: Beiðni um fund með bæjarráði
Fulltrúar starfsmanna á bæjarskrifstofum mættu til fundar við bæjarráð.

2. 1703059 - Melhólsnáma: Vinnsluáætlun
Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs mætti á fundinn og kynnti málið.

Forvalsgögn lögð fram.

Bæjarráð vísar málinu til skipulagsnefndar.

3. 1711034 - Ósk um undanþágu frá lögreglusamþykkt: Leyfi til hrossateymingar innanbæjar

Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs mætti á fundinn og kynnti málið.

Erindi frá Ernu Pálrúnu Árnadóttur lagt fram. Í erindinu er óskað eftir heimild að teyma hross í gegnum bæinn leiðina frá Laut, Seljabót, Eyjasund og Austurveg að hesthúsum þann 16. nóvember milli kl. 11:00-15:00.

Bæjarráð samþykkir erindið en gerir þá kröfu að hreinsað verði upp eftir hrossin.

4. 1709001 - Suðurnesjalína 2: Kynning á verkefninu
Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs mætti á fundinn og kynnti málið.

Lögð fram bókun bæjarstjórnar Reykjanesbæjar frá 7. nóvember 2017.

Bæjarráð Grindavíkur tekjur heilshugar undir brýna nauðsyn þess að rafmagnsöryggi á Suðurnesjum verði tryggt með Suðurnesjalínu 2. Það er brýnt hagsmunamál íbúa og atvinnulífs á Reykjanesi að flutningskerfi raforku verði styrkt sem fyrst.

5. 1711024 - Knattspyrnudeild UMFG: beiðni um framlengingu samnings um verktöku við umsjón mannvirkja 2018
Knattspyrnudeild UMFG óskar eftir framlengingu á umsýslusamningi sem rennur út 31.12.2017.

Bæjarráð samþykkir að framlengja samninginn til 31.12.2018 á sömu forsendum og gildandi samningur.

6. 1711033 - Félag eldri borgara í Grindavík: Aðstaða vegna félagsstarfa
Beiðni félags eldri borgara í Grindavík, um félagsaðstöðu í Kvikunni, er lögð fram.

Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og vísar því til stjórnar Kvikunnar.

7. 1710107 - Tjaldsvæði: Gjaldskrá 2018
Umhverfis- og ferðamálanefnd leggur til að samningur um Útilegukortið verði ekki endurnýjaður fyrir árið 2018.

Bæjarráð samþykkir að endurnýja ekki samning við Útilegukortið.

8. 1711026 - Upplýsingamiðstöð fyrir ferðamenn: áskorun frá Grindavík Experience
Áskorun frá Grindavík Experience, um að hafa upplýsingamiðstöð fyrir ferðamenn opna allt árið, er lögð fram.

Bæjarráð tekur undir með Grindavík Experience varðandi mikilvægi þess að ferðamenn geti nálgast upplýsingar og býður fulltrúum Grindavík Experience til næsta fundar stjórnar Kvikunnar.

9. 1711025 - Fjáreigendafélag Grindavík: Ósk um styrk
Fjáreigendafélag Grindavíkur óskar eftir styrk til áburðarkaupa til uppgræðslu í beitarhólfi í landi Krísuvíkur.

Bæjarráð samþykkir að styrkja Fjáreigendafélagið um 100.000 kr. til uppgræðslu í beitarhólfinu.


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:25.

 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FUNDARGERĐIR

Bćjarstjórn / 17. apríl 2024

Fundur 564

Skipulagsnefnd / 10. apríl 2024

Fundur 131

Bćjarstjórn / 4. apríl 2024

Fundur 562

Bćjarstjórn / 10. apríl 2024

Fundur 563

Bćjarstjórn / 26. mars 2024

Fundur 561

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Skipulagsnefnd / 21. febrúar 2024

Fundur 129

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Bćjarstjórn / 19. mars 2024

Fundur 560

Bćjarstjórn / 12. mars 2024

Fundur 559

Bćjarstjórn / 5. mars 2024

Bćjarstjórn / 20. febrúar 2024

Fundur 556

Bćjarstjórn / 13. febrúar 2024

Fundur 555

Bćjarstjórn / 8. febrúar 2024

Fundur 554

Bćjarstjórn / 30. janúar 2024

Fundur 553

Bćjarstjórn / 23. janúar 2024

Fundur 552

Bćjarstjórn / 16. janúar 2024

Fundur 551

Bćjarstjórn / 9. janúar 2024

Fundur bćjarstjórnar nr. 550

Bćjarstjórn / 29. desember 2023

Fundur bćjarstjórnar nr. 549

Bćjarstjórn / 27. desember 2023

Fundur bćjarstjórnar nr. 548

Bćjarráđ / 5. desember 2023

Fundur 1659

Bćjarstjórn / 28. nóvember 2023

Fundur 547

Bćjarráđ / 7. nóvember 2023

Fundur 1658

Bćjarstjórn / 31. október 2023

Fundur 544

Afgreiđslunefnd byggingamála / 17. október 2023

Fundur 78

Skipulagsnefnd / 16. október 2023

Fundur 127

Frćđslunefnd / 12. október 2023

Fundur 136

Frćđslunefnd / 21. september 2023

Fundur 135