Ungmennaráđ fundađi međ bćjarstjórninni

 • Fréttir
 • 14. nóvember 2017
Ungmennaráđ fundađi međ bćjarstjórninni

Mánudaginn 13. nóvember bauð ungmennaráð Grindavíkur bæjarstjórninni á fund með sér og var hann haldinn á bæjarskrifstofum Grindavíkurbæjar. Kolbrún var fundarstjóri og voru nokkur mál á dagskrá.

Karín Óla, nýkjörinn formaður ráðsins, flutti tillögu ungmennaráðs um að halda Ungmennaþing hér í Grindavíkurbæ í lok febrúar. Ráðinu langar að bjóða ungmennaráðum úr öllu Suðurkjördæmi á þingið og er þemað umferðaröryggi ungs fólks.

Ingi Steinn flutti tillögu ungmennaráðs um að hafa opið hús fyrir ungt fólk á aldrinum 16-25 ára. En slíkt starf hefur ekki gengið upp áður í bæjarfélaginu en ráðið er tilbúið að leiða það í upphafi. Ungmennaráð Grindavíkur hefur góða trú á að ungmennahús í Grindavík gæti gengið upp og er viljinn svo sannarlega til hendi.

Gunnlaugur Gylfi flutti tillögu um lagfæringu á skemmdum á Víkurbrautinni. En þær eru aðallega við strætóskýlið við GEO-hótel og að hringtorginu.

Viktor Örn flutti tillögu um að bæta þyrfti aðstöðu fyrir hjólabrettaáhugamenn við Hópsskóla. Slík aðstaða er í boði en að mikil ásókn er í svæðið. Auk þess þarf að bæta við aðstöðu fyrir ennþá lengra komna, því hjólabrettamenn væru ekki alltaf byrjendur.

Birta María spurði bæjarstjórnina hver staðan væri á tillögu ráðsins sem send var á bæjarstjórn í október síðastliðinn. En þá lagði ungmennaráðið fram tillögu um að setja upp hoppubelg/ærslabelg í ungmennagarðinn. Slíkur belgur átti þá að koma í staðinn fyrir trampólínkörfuboltavöll sem var upprunaleg hugmynd ráðsins en sú tillaga var felld af bæjarstjórn í lok 2016.

Fundurinn var mjög málefnalegur og voru bæjarfulltrúar duglegir að lýsa yfir ánægjum sínum yfir störfum ungmennaráðsins. Bæjarfulltrúar báru upp tillögur á móti hvort betra væri að nýta Kvennó undir ungmennahús og sögðu frá því að Vegagerðin sjái um Víkurbrautina og að eina sem hægt er að gera er að ýta á eftir framkvæmdum og úrbótum. Auk þess fékk ungmennaráðið þær fréttir að tillagan um hoppubelginn hefði verið felld niður og að engar framkvæmdir væru fyrirhugaðar í ungmennagarðinum árið 2018. Bæjarfulltrúar vildu finna betri staðsetningu fyrir hoppubelginn og fannst ungmennagarðurinn e.t.v. ekki rétta staðsetningin fyrir slíkan belg. Ungmennaráðið fékk líka að vita að áætlað hefur verið 1.000.000 kr í að bæta aðstoðu hjólabrettaáhugamanna árið 2018 og að svo færu 2.500.000 kr í það árið 2019.

Að lokum er gamn að segja frá því að mæðgin sátu fundinn í gær, en það voru þau Jóna Rut bæjarfulltrúi og Viktor Örn sonur hennar.

 

Fundargerðir ungmennaráðs má nálgast hér á síðunni.

Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Grunnskólafréttir / 14. desember 2018

Hátíđlegt í jólamat

Grunnskólafréttir / 13. desember 2018

Jólalegt í morgunsöng

Tónlistaskólafréttir / 13. desember 2018

Til nemenda Tónlistarskóla Grindavíkur, foreldra og forráđamanna

Grunnskólafréttir / 11. desember 2018

Undanúrslitum spurningakeppninnar lokiđ

Fréttir / 11. desember 2018

Auglýst eftir dagforeldri

Tónlistaskólafréttir / 10. desember 2018

Nemendur tónlistarskólans komu fram viđ tendrun jólatrés

Grunnskólafréttir / 7. desember 2018

Snjókarlagerđ í núvitund

Grunnskólafréttir / 6. desember 2018

Vilhjálmur Árnason rćddi orkumál viđ nemendur

Fréttir / 5. desember 2018

Jólatónleikar kórs Grindavíkurkirkju

Fréttir / 3. desember 2018

Búningaafhending yngri flokka í körfunni

Fréttir / 30. nóvember 2018

Matseđill nćstu viku í Víđihlíđ

Fréttir / 30. nóvember 2018

Fyrsta helgi í ađventu í Grindavík

Grunnskólafréttir / 28. nóvember 2018

4. bekkur í Norrćna húsinu

Fréttir / 28. nóvember 2018

Krossljósastund á sunnudaginn

Nýjustu fréttir 11

Óvćnt heimsókn í fyrsta bekk

 • Grunnskólafréttir
 • 14. desember 2018

Matseđill nćstu viku í Víđihlíđ

 • Fréttir
 • 13. desember 2018

Sungiđ fyrir krakkana á Laut

 • Grunnskólafréttir
 • 12. desember 2018

Fyrsti bekkur heimsćkir bókasafniđ

 • Bókasafnsfréttir
 • 11. desember 2018

Matseđill nćstu viku í Víđihlíđ

 • Fréttir
 • 7. desember 2018

Jólatónleikar Tónlistarskólans

 • Tónlistaskólafréttir
 • 7. desember 2018

8. bekkur las fyrir 2. bekk

 • Grunnskólafréttir
 • 6. desember 2018

Ađventustund í kirkjunni

 • Fréttir
 • 5. desember 2018