Söngskóli Emilíu kemur til Grindavíkur

  • Fréttir
  • 14. nóvember 2017

Í janúar 2018 mun Söngskóli Emilíu vera með 10 vikna námskeið í Grindavík. Námskeiðið er haldið í samvinnu við og stuðningi frá Menningarviku Grindavíkur. Börn og unglingar í 1 - 10 bekk eru velkomnir. Allir sem hafa gaman af söng og tónlist mega skrá sig á songskoliemiliu@gmail.com og á Facebook-síðunni Söngskóli Emilíu.

Jákvætt og uppbyggjandi námskeið þar sem hver og einn fær að njóta sín.

Áhersla er lög á gleðina og ánægjuna sem söngur færir okkur og um leið farið í tæknileg atriði og unnið með að styrkja sjálfstraust hvers og eins. Þá æfum við framkomu, túlkun, tjáningu, míkrafonatækni og margt margt fleira.

Í lok hvers námskeið bjóða nemendur fjölskyldum og vinum á tónleika og eru tónleikarnir hluti af dagskrá Menningarviku Grindavíkur í mars 2018. Á lokatónleikum syngur hver nemandi einsöngslög og svo syngur hópurinn eitt hóplag.

Ath.
Verð er 19.900 fyrir 1-7 bekk og 22.900 fyrir 8-10 bekk
Takmarkaður fjöldi kemst að.

 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 10. apríl 2024

NIE ZAPOMINAJMY O OKAZJACH DO RADOSCI

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir

Fréttir / 3. apríl 2024

Höfum gleđina međ!