Kórar Íslands - lokaţáttur í kvöld

  • Menningarfréttir
  • 12. nóvember 2017

Úrslita- og lokaþáttur Kóra Íslands er á dagskrá Stöðvar 2 í kvöld kl. 19:10 og eiga Grindvíkingar fulltrúa í tveimur kórum. Í Vox Felix eru það þau Atli Geir Júlíusson og Gígja Eyjólfsdóttir og í kórnum Spectrum eru þær Guðrún Björk Guðsteinsdóttir og Margrét Pálsdóttir.

Við gerum auðvitað ekki upp á milli Grindavíkurtengdra kóra í keppninni en vekjum að sjálfsögðu athygli á báðum og hvetjum Grindvíkinga til að styðja við bakið á okkar fólki.

Vox Felix er fyrstur á svið í kvöld og verða með númerið 900-9001 og Spectrum er fjórði kór á svið og verða með númerið 900-9004. Símakosning hefst í upphafi þáttarins. Kórinn sem fer með sigur af hólmi vinnur fjórar milljónir.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir