Verndarsvæði í byggð - íbúafundur 15. nóvember

  • Stjórnsýsla
  • 7. nóvember 2017

Grindavíkurbær boðar til íbúafundar miðvikudaginn 15. nóvember til að kynna fyrir bæjarbúum verkefnið um verndarsvæði í byggð, en hafin er vinna við gerð verndaráætlunar fyrir Þórkötlustaðarhverfið. Samráð við íbúa er mikilvægur liður til að tryggja samstöðu um gerð verndaráætlunar. Því vill Grindavíkurbær boða til samráðsfundar þann 15. nóvember kl: 19-20 í Kvikunni. Á fundinum verður farið yfir hvað verndaráætlun er og hver er tilgangurinn með henni. Með fundinum er einnig verið að óska eftir samtali við íbúa Grindavíkur um svæðið.

Árið 2015 tóku í gildi lög um verndarsvæði í byggð nr. 87/2015 og gefa þau sveitarfélögum tækifæri á að sækja um styrki til Minjastofnunar Íslands til að vinna tillögu að verndarsvæði. Markmið með lögunum er að stuðla að vernd og varðveislu byggðar sem hefur sögulegt gildi.

Í ágúst 2016 sótti Grindavíkurbær um styrk til að vinna tillögu að verndarsvæði í byggð fyrir Þórkötlustaðahverfi. Minjastofnun Íslands veitti Grindavíkurbæ styrk til að vinna verkefnið. Í kjölfarið óskaði Grindavíkurbær eftir því að EFLA verkfræðistofa verkstýrði verkefninu fyrir hönd bæjarins. Þá fékk Grindavíkurbær Elínu Ósk Hreiðarsdóttur fornleifafræðing hjá Fornleifastofnun Íslands og Hjörleifur Stefánsson arkitekt til að vinna fornleifa- og húsakönnun fyrir svæðið.

Þórkötlustaðahverfi hefur mikla sögulega tengingu við upphaf þéttbýlis í Grindavík og er í dag dreifbýlt hverfi innan Grindavíkur. Grindavíkurbær hefur ríka sögu af sjómennsku og var ein af fyrstu bryggjum þorpsins á Þórkötlustaðanesi.

Byrjað hefur verið á því að afla grunngagna, s.s. sögulegra heimilda og hafin er vinna við uppmælingu minja og úttekt á húsum á svæðinu. Hvort tveggja miðast að því að fá góða mynd af einkennum svæðisins, hvernig hverfið var og hvernig það hefur þróast.

 


Deildu þessari frétt

AÐRAR TILKYNNINGAR

Fréttir / 29. september 2023

Útboð vegna verkfræðihönnunar sundlaugar

Fréttir / 2. ágúst 2023

Starfsfólk óskast í heimaþjónustu

Fréttir / 15. júní 2023

Umferðaröryggistefna í kynningu

Skipulagssvið / 24. nóvember 2022

Deiliskipulag við Þorbjörn - auglýsing

Skipulagssvið / 31. maí 2022

Nýjar reglur um lóðarúthlutanir

Skipulagssvið / 13. maí 2022

Deiliskipulag fyrir Laut – auglýsing

Skipulagssvið / 2. mars 2022

Skyndilokun á köldu vatni

Fréttir / 16. febrúar 2022

Útboð: Útdraganlegir áhorfendabekkir

Fréttir / 2. desember 2021

Auglýsing um aðalskipulagsbreytingar

Höfnin / 8. nóvember 2021

Beðið eftir varahlutum