Grindavík rúllađi yfir nýliđana á Egilsstöđum
Grindavík rúllađi yfir nýliđana á Egilsstöđum

Grindavík gerði góða ferð austur á Egilsstaði í gær þar sem nýliðar Hattar tóku á móti þeim. Skemmst er frá því að segja að leikurinn varð aldrei spennandi og einstefna frá fyrstu mínútu, lokatölur 70-100, Grindavík í vil. Eftir þennan leik er Grindavík í 4. sæti deildarinnar með 3 sigra og 2 töp.

Karfan.is var á staðnum:

Hattarmenn kjöldregnir af Grindvíkingum á Egilsstöðum

Hörkuleikur í Brauð og Co. Höllinni í gærkvöld þar sem Grindavík tók á móti Hetti í 5. umferð Domino‘s Deild karla. Höttur neðstir í deildinni án sigurs á meðan Grindavík situr í áttunda sæti með 4 stig eftir 4 umferðir.

Þáttaskil
Mætti segja að Hattarmenn hafi ekki mætt nógu gíraðir í þennan leik þar sem þeir litu út fyrir að vera flatir og orkulausir. Eftir fyrri hálfleik var staðan 32-56 og gríðarlegur munur var á liðunum. Grindvíkingar spiluðu virkilega vel, biðu eftir réttu skotfærunum og nýttu þau, á sama tíma sintu þeir varnarvinnu sinni 100% og spiluðu hápressuvörn á Hött sem kom þeim í mikil vandræði þegar kom að því að finna sér leið að körfunni.

Tölfræðin lýgur ekki
Höttur var með 38% skotanýtingu í leiknum og hittu þeir aðeins 28 af 72 skotum sínum, gekk þeim ósköp illa frá fyrsta leikhluta að nýta skotfæri sín. Voru bæði lið með 72% nýtingu af vítalínunni en Grindavík var með 21 af 29 á meðan Höttur hitti aðeins 8 af 11 vítaskotum sínum, en það eru jafn mörg vítaskot og Rashad leikmaður Grindavíkur fékk og setti niður.

Hetjan
Rashad Whack var hetja leiksins að okkar mati en hann var með 27 stig 3 fráköst og 1 stoðsendingu. Hann setti niður 5 af 7 þristum sínum með 71% nýtingu og 72% nýtingu af vítalínunni með 8 af 11 vítaskotum. Rashad átti ekki í erfiðleikum með að skora fyrir utan 3ja stiga línuna þrátt fyrir góða „dekkun" á sér, oft var það ótrúlegt að skotin skuli hafa farið niður. Hann var einnig duglegur að keyra að körfunni og ná sér í vítaskot.

Kjarninn
Leikurinn var í höndum Grindavíkur allan tímann, alveg frá fyrstu mínútu. Mættu þeir með kraft og vilja til sigurs í kvöld og leit Grindavík út fyrir að vera manni fleiri allan leikinn. Eftir þennan leik skríða Grindvíkingar í 4. sæti með 6 stig á meðan Hattarmenn sitja enn eftir neðstir með 0 stig.

Tölfræði leiks


Umfjöllun / Hemmert Þór Baldursson

Viðtöl:

Nýlegar fréttir

miđ. 22. nóv. 2017    Grindavíkurbćr auglýsir eftir ađilum til ađ sinna daggćslu barna í heimahúsi
miđ. 22. nóv. 2017    Jólagjöf starfsmanna Grindavíkurbćjar 2017 - er ţitt fyrirtćki međ?
miđ. 22. nóv. 2017    Uppskeruhátíđ ferđaţjónustunnar á Reykjanesi
ţri. 21. nóv. 2017    Mikiđ stuđ og glćsilegir vinningar á jólabingó Kvenfélagsins
ţri. 21. nóv. 2017    Viktor Örn nćldi í 2. sćtiđ í Rímnaflćđi
ţri. 21. nóv. 2017    Jóhann Helgi og Orri Freyr í Grindavík
ţri. 21. nóv. 2017    Heimir ţjálfar GG
ţri. 21. nóv. 2017    Sigríđur Etna gefur út barnabók - útgáfuhóf í dag
mán. 20. nóv. 2017    Björn Lúkas tók silfriđ á heimsmeistaramóti áhugamanna í MMA
mán. 20. nóv. 2017    Matseđill nćstu viku í Víđihlíđ
mán. 20. nóv. 2017    Grindvíkingar standa sig almennt vel ţegar öryggi barna í bíl er kannađ
mán. 20. nóv. 2017    Samningar viđ stćrstu bakhjarla körfuknattleiksdeildarinnar endurnýjađir
mán. 20. nóv. 2017    Grindavíkurkonur völtuđu yfir Ármann
mán. 20. nóv. 2017    Tvö slćm töp hjá strákunum um helgina
mán. 20. nóv. 2017    Vel heppnađir nemendatónleikar í tónlistarskólanum s.l. ţriđjudag
sun. 19. nóv. 2017    Skáld í skólum á miđstigi
fös. 17. nóv. 2017    Nágrannaslagur í Ljónagryfjunni í kvöld kl. 20:00
fös. 17. nóv. 2017    Jólabingó Kvenfélagsins á sunnudaginn
fös. 17. nóv. 2017    Dagur íslenskrar tungu
fös. 17. nóv. 2017    Dagur Kár í viđtali hjá Víkurfréttum
fös. 17. nóv. 2017    Nemendur tónlistarskólans heimsóttu Hópsskóla
fös. 17. nóv. 2017    Lionsklúbbur Grindavíkur býđur uppá fríar blóđsykursmćlingar í dag
fim. 16. nóv. 2017    Fundur í skólaráđi
fim. 16. nóv. 2017    Björn Lúkas í úrslit
fim. 16. nóv. 2017    Gjafir til tónlistarskólans: Ţegar draumarnir rćtast - Saga Kammersveitar Reykjavíkur
Grindavík.is fótur