Platorđ og flćkjusögur

  • Grunnskólinn
  • 2. nóvember 2017

Rithöfundarnir Davíð Stefánsson og Margrét Tryggvadóttir heimsóttu 3. bekk á sal Hópsskóla í dag. Þau komu á vegum bókmenntaverkefnisins Skáld í skólum með erindi sem þau kalla Platorð og flækjusögur.

Margrét og Davíð fjölluðu í skemmtilegri dagskrá um leyndardómsfullar sögur og flókin, óþekk og jafnvel óþreyjufull orð. Geta sögur platað okkur? Hvað þýða orðin? Af hverju getur sama orðið haft fleiri en eina merkingu? Er hægt að segja margar sögur á sama tíma? Hvers vegna elska allir góða sögu? 

Davíð Stefánsson hefur sent frá sér ljóð, smásögur og námsefni í íslensku og ritun fyrir börn og unglinga og hefur um árabil haldið námskeið í skapandi skrifum. 
Margrét Tryggvadóttir hefur skrifað fjórar barnabækur og er annar höfundur Íslandsbókar barnanna. Hún vinnur nú að barnabók um listmálarann Jóhannes S. Kjarval.
Hér má lesa meira um bókmenntaverkefnið Skáld í skólum.

 

 

 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir