Fundur 477

  • Bćjarstjórn
  • 1. nóvember 2017

477. fundur Bæjarstjórnar Grindavíkur haldinn í bæjarstjórnarsal, þriðjudaginn 31. október 2017 og hófst hann kl. 17:00.


Fundinn sátu:

Hjálmar Hallgrímsson forseti, Guðmundur L. Pálsson bæjarfulltrúi, Kristín María Birgisdóttir 1. varaforseti, Páll Jóhann Pálsson aðalmaður, Marta Sigurðardóttir aðalmaður, Jóna Rut Jónsdóttir bæjarfulltrúi, Ásrún Helga Kristinsdóttir 2. varaforseti, Jón Þórisson sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs og Fannar Jónasson bæjarstjóri.

Fundargerð ritaði: Jón Þórisson, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.

Í upphafi fundar vill bæjarstjórn minnast þeirra Dagbjarts Garðars Einarssonar sem lést þann þann 18. október síðastliðinn 81 að aldri og Magnúsar Andra Hjaltasonar sem lést þann 23. október síðastliðinn einungis 59 ára að aldri.
Dagbjartur sat í bæjarstjórn Grindavíkur í tólf ár frá árinu 1970 til ársins 1982 fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Þá sat hann í hinu ýmsu nefndum á vegum bæjarins og var dyggur stuðningsmaður bæði körfuknattleiksdeildar og knattspyrnudeildar.
Magnús Andri hefur setið bæði bæjarráðs og bæjarstjórnarfundi frá árinu 2014 en hann hefur verið varabæjarfulltrúi frá þeim tíma fyrir Samfylkinguna. Þá hefur Magnús setið í hinum ýmsu nefndum á vegum bæjarins. Þá má segja að Magnús Andri hafi unnið ómetanlegt starf fyrir Körfuknattleiksdeild Grindavíkur.
Bæjarstjórn sendir aðstandendum þeirra dýpstu samúðarkveðjur og jafnframt innilegar þakkir fyrir störf þeirra í þágu Grindavíkurbæjar.

Bæjarfulltrúar minntust þeirra Dagbjarts og Magnúsar Andra með því að rísa úr sætum.


Í upphafi fundar óskaði forseti eftir að taka inn með afbrigðum mál: Íþróttamannvirki: Niðurrif og jarðvinna - 1709116 sem 4. mál á dagskrá, aðrir liðir hliðrast til sem því nemur.

Samþykkt samhljóða

Dagskrá:

1. 1703054 - Breyting á aðalskipulagi: Miðbær


Til fundarins var mættur sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs og kynnti hann málið og svaraði fyrirspurnum.

Aðrir sem til máls tóku: Hjálmar, Marta, Páll Jóhann, Guðmundur, Kristín María og Ásrún

Tekin fyrir breyting á aðalskipulagi Grindavíkur 2010-2030 vegna miðbæjar ásamt greinargerð með endanlegri áætlun og umhverfisskýrslu skv. lögum um umhverfismat áætlana nr. 105/2006. Tillagan var auglýst með athugasemdafrest frá 8. maí til 26. júní. Óskað var eftir umsögnum frá Heilbrigðiseftirliti Suðurnesja, Umhverfisstofnun og Vegagerðinni. Umsagnir bárust frá Umhverfisstofnun og Vegagerðinni. Í umsögn Umhverfisstofnunar er minnt reglugerð um fráveitur og skólp nr. 789/1999. Í umsögn Vegagerðar eru sett skilyrði þegar kemur að gatnahönnun ásamt ósk um að þegar kemur að framkvæmd verði hönnunargögn send Vegagerðinni til umsagnar. Engar athugasemdir bárust frá hagsmunaðilum eða almenningi.

Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að skipulagsfulltrúa verði falið að svara umsögnum í samræmi við fyrirliggjandi drög að svörum og skipulagsfulltrúa falin tillagan til fullnaðarafgreiðslu skv. 2 mgr. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Tillaga frá meirihluta
Tillaga meirihluta skipulagsnefndar frá 18. september var að fela sviðsstjóra að leggja fram tillögu að skiptingu svæðisins í samræmi við umræður á fundinum og leggur meirihluti bæjarstjórnar til að farið verði eftir þessari tillögu skipulagsnefndar.

Fundarhlé tekið kl. 17:35-17:50

Breytingartillaga
Fulltrúar minnihluta B og S lista leggja til að fyrri tillaga skipulagsnefndar verði samþykkt. En hún hljóðar svo: Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að skipulagsfulltrúa verði falið að svara umsögnum í samræmi við fyrirliggjandi drög að svörum og skipulagsfulltrúa falin tillagan til fullnaðarafgreiðslu skv. 2 mgr. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Tillaga frá meirihluta er samþykkt með 4 atkvæðum gegn 3 atkvæðum minnihluta.

Bókun
Fulltrúar minnihluta B og S lista lýsa vanþóknun á vinnubrögðum meirihluta sem hefur dregið málið áfram allt kjörtímabilið. Fyrir löngu var það ljóst að meirihlutinn ætlaði ekki að samþykkja skipulagið óbreytt en í stað þess að koma fram með breytingartillögu hefur málinu ítrekað verið frestað og stungið undir borð.

Fundarhlé tekið kl. 18:00-18:05

Bókun
Fulltrúar meirihluta vísa á bug ásökunum um að málinu hafi verið stungið undir borð og vísvitandi frestað. Bent hefur verið á að unnið sé að skipulagi til framtíðar og því eðlilegt að slík vinna taki tíma. Að öllum líkindum verður ekki farið framkvæmdir við gatnamót Víkurbrautar ? Ránargötu á næstu 5-15 árum og því er ekki verið að tefja það verk. Við ítrekum mikilvægi þess að ná sem víðtækastri sátt um þessi stóru og fjölförnu gagnamót sem staðsett eru í hjarta bæjarins.
Fulltrúar D og G lista

2. 1501208 - Deiliskipulag miðbæjarkjarna Grindavíkur.

Til máls tóku: Hjálmar, Marta

Tillaga frá meirihluta
Tillaga meirihluta skipulagsnefndar frá 18. september var að fela sviðsstjóra að leggja fram tillögu að skiptingu svæðisins í samræmi við umræður á fundinum og leggur meirihluti bæjarstjórnar til að farið verði eftir þessari tillögu skipulagsnefndar.

Bókun
Fulltrúar minnihluta B og S lista lýsa vanþóknun á vinnubrögðum meirihluta sem hefur dregið málið áfram allt kjörtímabilið. Fyrir löngu var það ljóst að meirihlutinn ætlaði ekki að samþykkja skipulagið óbreytt en í stað þess að koma fram með breytingartillögu hefur málinu ítrekað verið frestað og stungið undir borð.

Tillaga frá meirihluta er samþykkt með 4 atkvæðum gegn 3 atkvæðum minnihluta.

3. 1710061 - Austurvegur 1: Umsókn um byggingarleyfi

Til fundarins var mættur sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs og kynnti hann málið og svaraði fyrirspurnum.

Aðrir sem til máls tóku: Hjálmar, Páll Jóhann, Marta og Guðmundur

Erindi frá Grindavíkurbæ er lagt fram. Í erindinu er óskað eftir byggingarleyfi fyrir 2109,5 m² viðbyggingu við Austurveg 1 og rif á núverandi kálfi. Erindinu fylgja teikningar unnar af Batteríinu arkitektum.

Fundarhlé er tekið kl. 18:35-18:40

Bæjarstjórn samþykkir byggingaáformin með 4 atkvæðum og felur byggingafulltrúa að gefa út byggingaleyfi þegar tilskyldum gögnum hefur verið skilað. Fulltrúar minnihluta sitja hjá.

Bókun
Fulltrúar minnihluta B og S lista sitja hjá við afgreiðslu málsins og munu gera svo í málum tengdum uppbyggingu íþróttahúss þar til bæjarstjórn hefur fengið lokateikningar íþróttahússins og kostnaðaráætlun til afgreiðslu.

4. 1709116 - Íþróttamannvirki: Niðurrif og jarðvinna


Til máls tóku: Hjálmar, Marta, Guðmundur, Páll Jóhann og Kristín María

Óskað er eftir viðauka við fjárhagsáætlun 2017 að fjárhæð 8.000.000 kr., til að rífa kálfinn við íþróttahúsið og vinna jarðvinnu undir nýtt íþróttahús, sem fjármagnaður verði með lækkun á handbæru fé.

Bæjarstjórn samþykkir viðaukann með 4 atkvæðum, fulltrúar minnihluta sitja hjá.

Bókun
Fulltrúar minnihluta B og S lista sitja hjá við afgreiðslu málsins og munu gera svo í málum tengdum uppbyggingu íþróttahúss þar til bæjarstjórn hefur fengið lokateikningar íþróttahússins og kostnaðaráætlun til afgreiðslu.

5. 1710064 - Hafnargata 20: Umsókn um byggingarleyfi

Til fundarins var mættur sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs og kynnti hann málið og svaraði fyrirspurnum.

Aðrir sem til máls tóku:

Erindi frá Þorbirni hf. kt. 420369-0429 er lagt fram. Í erindinu er óskað eftir byggingarleyfi fyrir innanhúsbreytingum við Hafnargötu 20-22.

Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að samþykkja byggingaráformin og vísa málinu til byggingarfulltrúa að veita byggingarleyfi þegar fullnægjandi hönnunargögn hafa borist. Skipulagsnefnd minnir á að afla þarf leyfis hjá Heilbrigðiseftirliti og Vinnueftirliti fyrir rekstri gistiheimilis.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða tillögu Skipulagsnefndar.

6. 1709103 - Umsókn um lóð: Norðurhóp 62

Erindi tekið fyrir undir máli 12 Norðurhóp 62: lóðaúthlutun - 1710110.

7. 1709131 - Norðurhóp 62: Umsókn um lóð

Erindi tekið fyrir undir máli 12 Norðurhóp 62: lóðaúthlutun - 1710110.

8. 1710058 - Norðurhóp 62: Umsókn um lóð

Erindi tekið fyrir undir máli 12 Norðurhóp 62: lóðaúthlutun - 1710110.

9. 1710059 - Noðurhóp 62: Umsókn um lóð


Erindi tekið fyrir undir máli 12 Norðurhóp 62: lóðaúthlutun - 1710110.

10. 1710060 - Norðurhóp 62: Umsókn um lóð

Erindi tekið fyrir undir máli 12 Norðurhóp 62: lóðaúthlutun - 1710110.

11. 1710066 - Norðurhóp 62: Umsókn um lóð


Erindi tekið fyrir undir máli 12 Norðurhóp 62: lóðaúthlutun - 1710110.

12. 1710110 - Norðurhóp 62: lóðaúthlutun

Til fundarins var mættur sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs og kynnti hann málið og svaraði fyrirspurnum.

Aðrir sem til máls tóku: Hjálmar.

Bæjarstjórn staðfestir samhljóða afgreiðslu skipulagsnefndar

13. 1710019 - Hafnargata 6: Stækkun á byggingarreit

Til fundarins var mættur sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs og kynnti hann málið og svaraði fyrirspurnum.

Aðrir sem til máls tóku: Hjálmar

Kári Guðmundsson óskar eftir stækkun á byggingarreit að Hafnargötu 6. Stækkun verður til suðurs um 3 metra. Meðfylgjandi er rissað inn á teikningu. Skipulagsnefnd telur að hagsmunir nágranna skerðist í engu hvað varðar landnotkun, útsýni, skuggavarp eða innsýn.

Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að erindið verði samþykkt með fyrirvara um samþykki annarra eigenda Hafnargötu 6 og 4. Þá verði sviðstjóra falið að vinna breytingu á lóðablaði og taka fyrir aftur í nefndinni.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða tillögu skipulagsnefndar.

14. 1709002 - Ægisgata 3: Breytt notkun á matshluta

Til fundarins var mættur sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs og kynnti hann málið og svaraði fyrirspurnum.

Aðrir sem til máls tóku: Hjálmar

Erindi frá Óla Baldri Bjarnasyni lagt fram. Í erindinu er óskað eftir byggingarleyfi fyrir innanhúsbreytingum við Ægisgötu 3. Erindinu fylgja teikningar unnar af T.ark arkitektum dagsettar 12.10.2017.

Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að byggingaráformin verði samþykkt.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða tillögu skipulagsnefndar.

15. 1710100 - Matorka á I5: viðauki við lóðaleigusamning

Til fundarins var mættur sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs og kynnti hann málið og svaraði fyrirspurnum.

Aðrir sem til máls tóku: Hjálmar, Páll Jóhann

Við gerð lóðarleigusamnings misfórst að tilgreina rétt lóðarhafa til vatnsöflunar á lóð félagsins. Það hefur ávallt verið sameiginlegur skilningur milli aðila að félaginu væri heimilt að afla vatns á og við lóð félagsins fyrir starfsemi þess sbr. viljayfirlýsingu aðila undirritaða 5. nóvember 2012.

Viðaukinn verður því eftirfarandi:
Matorku ehf. kt. 500412-0540 er heimilt að afla sjóblandaðs vatns á og við lóð félagsins til fiskeldis og tengdrar starfsemi að undangengu lögformlegu ferli varðandi leyfisöflun hjá þar til gerðum stofnunum. Viðauki þessi gildir til jafns við lóðarleigusamning.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða viðaukann við lóðarleigusamninginn.

16. 1501196 - Umsókn Landsnets hf. um framkvæmdaleyfi vegna Suðurnesjalínu 2

Til fundarins var mættur sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs og kynnti hann málið og svaraði fyrirspurnum.

Aðrir sem til máls tóku: Hjálmar

Óskað er eftir tilnefningu Grindavíkurbæjar í verkefnaráð.

Bæjarstjórn tilnefnir Mörtu Sigurðardóttur og Ármann Halldórsson í verkefnaráðið.

17. 1703062 - Húsnæðisáætlanir: Undirbúningur og gerð

Til máls tóku: Hjálmar, Kristín María, Guðmundur og Marta

Bæjarstjórn vísar skýrslunni til skipulagsnefndar, félagsmálanefndar og fræðslunefndar.

18. 1708147 - Fjárhagsáætlun 2018-2021: Grindavíkurbær og stofnanir

Bæjarstjóri fór yfir helstu atriði áætlunarinnar.

Aðrir sem til máls tóku: Hjálmar, Marta, Páll Jóhann, Kristín María og Guðmundur

Forseti leggur til að áætluninni verði vísað til síðari umræðu í bæjarstjórn þann 28. nóvember næstkomandi.

Samþykkt samhljóða

19. 1710044 - Reglur um sí- og endurmenntun: Breyting á 16. tölulið

Til máls tóku: Hjálmar, bæjarstjóri

Lögð fram tillaga um breytingar á hlutföllum í B- og C-lið 16. greinar. B-liður er nú 12% og lagt er til að hann verði 20%. C-liður er nú 18% og lagt er til að hann verði 10%.

Bæjarráð samþykkir tillöguna og leggur til við bæjarstjórn að samþykkja breytinguna.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða breytingu á 16. grein.

20. 1710104 - Ungmennaráð Grindavíkurbæjar: Beiðni um fund með bæjarstjórn

Til máls tók: Hjálmar

Ungmennaráð Grindavíkurbæjar óskar eftir fundi með bæjarstjórn Grindavíkurbæjar þann 13.nóvember kl. 18:00 í fundarsal Grindavíkurbæjar.

Bæjarstjórn samþykkir fundardagsetningu samhljóða.

21. 1710111 - Hafnarstjórn: Nýr varamaður í stjórn

Til máls tóku: Hjálmar og Ásrún

Framsókn óskar eftir breytingu á varamanni í Hafnarstjórn. Pétur Hafsteinn Pálsson komi í stað Andrésar Óskarssonar.

Samþykkt samhljóða

22. 1703074 - Fundargerðir: Brunavarnir Suðurnesja 2017

Til máls tók: Hjálmar

Fundargerð 21. fundar, dags 12. júní sl., fundargerð 22. fundar, dags. 8. september sl. og fundargerð 23. fundar, dags. 9. október sl. eru lagðar fram.

23. 1704044 - Fundargerðir: Heilbrigðiseftirlit Suðurnesja 2017

Til máls tóku: Hjálmar, Kristín María, Páll Jóhann, Marta og Guðmundur

Fundargerð 263. fundar, dags 6. september sl. og fundargerð 264. fundar, dags. 4. október sl. eru lagðar fram.

24. 1703013 - Fundargerðir: Heklan 2017


Til máls tóku: Hjálmar, bæjarstjóri, Kristín María, Marta, Jóna Rut, Ásrún, Guðmundur og Páll Jóhann

Fundargerð 59. fundar, dags 25. september sl., fundargerð 60. fundar, dags. 20. október sl. eru lagðar fram.

25. 1702015 - Fundargerðir: Reykjanes Geopark 2017

Til máls tóku: Hjálmar, Guðmundur, bæjarstjóri og Jóna Rut

Fundargerð aðalfundar, dags. 25. september sl., 38. fundargerð stjórnar, dags. 25. september og 39. fundargerð stjórnar, dags. 20. október sl. lagðar fram.

26. 1701066 - Fundargerðir: Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum 2017

Til máls tóku: Hjálmar, Kristín María, Jóna Rut, Guðmundur og Páll Jóhann

Fundargerð 720. fundar, dags. 11. október sl. og fundargerð 41. aðalfundar, dags. 29. september sl. eru lagðar fram.

27. 1701058 - Fundargerðir: Sorpeyðingarstöð Suðurnesja 2017

Til máls tóku: Hjálmar, Jóna Rut, Kristín María, Páll Jóhann og Guðmundur

Fundargerð 485. fundar, dags. 10. október sl. er lögð fram.

28. 1510040 - Fundargerðir: Þekkingarsetur Suðurnesja

Til máls tóku: Hjálmar, Jóna Rut, Kristín María, Guðmundur og Ásrún

Fundargerð 23. fundar, dags. 27. september er lögð fram.

29. 1710001F - Bæjarráð Grindavíkur - 1458

Til máls tóku: Hjálmar, Guðmundur, Jóna Rut og bæjarstjóri,

Fundargerðin er lögð fram.

30. 1710004F - Bæjarráð Grindavíkur - 1459

Til máls tók: Hjálmar

Fundargerðin er lögð fram.

31. 1710011F - Bæjarráð Grindavíkur - 1460

Til máls tóku: Hjálmar, Kristín María, Jóna Rut, Guðmundur, bæjarstjóri, Ásrún og Marta

Fundargerðin er lögð fram.

32. 1710015F - Bæjarráð Grindavíkur - 1461

Til máls tóku: Hjálmar, Guðmundur, bæjarstjóri, Jóna Rut og Páll Jóhann

Fundargerðin er lögð fram.

33. 1710007F - Skipulagsnefnd - 33

Til máls tóku: Hjálmar, Marta og Guðmundur

Fundargerðin er lögð fram.

34. 1710012F - Skipulagsnefnd - 34

Til máls tóku: Hjálmar, Kristín María, Páll Jóhann, Marta og bæjarstjóri

Fundargerðin er lögð fram.

35. 1709016F - Fræðslunefnd - 68

Til máls tóku: Hjálmar, Páll Jóhann, Ásrún, Jóna Rut, Guðmundur, Marta og Kristín María

Fundargerðin er lögð fram.

36. 1709009F - Félagsmálanefnd - 82

Til máls tók: Hjálmar

Fundargerðin er lögð fram.

37. 1710005F - Félagsmálanefnd - 83

Til máls tók: Hjálmar

Fundargerðin er lögð fram.

38. 1710002F - Frístunda- og menningarnefnd - 66.

Til máls tóku: Hjálmar, Páll Jóhann, Jóna Rut, Guðmundur, Kristín María og Ásrún

Fundargerðin er lögð fram.

39. 1709007F - Hafnarstjórn Grindavíkur - 452

Til máls tóku: Hjálmar, Páll Jóhann, Jóna Rut, Guðmundur, Kristín María og Marta

Fundargerðin er lögð fram.

40. 1710010F - Hafnarstjórn Grindavíkur - 453

Til máls tóku: Hjálmar, Páll Jóhann, Kristín María, Guðmundur og Marta

Fundargerðin er lögð fram.

41. 1710013F - Umhverfis- og ferðamálanefnd - 24

Til máls tóku: Hjálmar, Ásrún, Kristín María, Guðmundur, Jóna Rut, Páll Jóhann og bæjarstjóri

Fundargerðin er lögð fram.


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 21:30.

Deildu ţessari frétt

AĐRAR FUNDARGERĐIR

Bćjarráđ / 16. janúar 2019

Fundur 1504

Frístunda- og menningarnefnd / 10. janúar 2019

Fundur 79.

Bćjarráđ / 9. janúar 2019

Fundur 1503

Frćđslunefnd / 6. desember 2018

Fundur 82

Frćđslunefnd / 7. nóvember 2018

Fundur 81

Bćjarstjórn / 18. desember 2018

Fundur 491

Skipulagsnefnd / 10. desember 2018

Fundur 49

Skipulagsnefnd / 3. desember 2018

Fundur 48

Frístunda- og menningarnefnd / 5. desember 2018

Fundur 78.

Bćjarráđ / 11. desember 2018

Fundur 1502

Bćjarráđ / 4. desember 2018

Fundur 1501

Bćjarstjórn / 30. nóvember 2018

Fundur 490

Afgreiđslunefnd byggingamála / 25. september 2018

Fundur 31

Afgreiđslunefnd byggingamála / 17. ágúst 2018

Fundur 29

Afgreiđslunefnd byggingamála / 22. nóvember 2018

Fundur 32

Umhverfis- og ferđamálanefnd / 21. nóvember 2018

Fundur 32

Skipulagsnefnd / 19. nóvember 2018

Fundur 47

Bćjarráđ / 20. nóvember 2018

Fundur 1500

Frístunda- og menningarnefnd / 19. nóvember 2018

Fundur 77

Bćjarráđ / 13. nóvember 2018

Fundur 1499

Bćjarráđ / 7. nóvember 2018

Fundur nr. 1498

Bćjarstjórn / 30. október 2018

Fundur 489

Bćjarráđ / 23. október 2018

Fundur 1497

Skipulagsnefnd / 22. október 2018

Fundur 46

Afgreiđslunefnd byggingamála / 18. október 2018

Fundur 31

Skipulagsnefnd / 1. október 2018

Fundur 45

Umhverfis- og ferđamálanefnd / 10. október 2018

Fundur 31

Hafnarstjórn / 8. október 2018

Fundur 461

Frístunda- og menningarnefnd / 3. október 2018

Fundur 76

Frístunda- og menningarnefnd / 5. september 2018

Fundur 75