Sigur og tap gegn Ţórsurum um helgina

  • Körfubolti
  • 30. október 2017
Sigur og tap gegn Ţórsurum um helgina

Grindavík og Þór mættust tvívegis um helgina í 1. deild kvenna, en alls eiga liðin eftir að mætast fjórum sinnum í vetur. Grindavík vann fyrri leikinn að þessu sinni, 62-59, en seinni leikurinn tapaðist, 89-91. Lið Grindavíkur var ansi þunnskipað í seinni leiknum þar sem margir leikmenn liðsins voru einnig að leika með yngri flokkum um helgina og voru aðeins 8 leikmenn á skýrslu á sunnudeginum.

Ólöf Rún Óladóttir var stigahæst Grindavíkurkvenna í fyrri leiknum með 20 stig og 12 fráköst og næst á eftir kom Embla Kristínardóttir með 20 stig og 13 fráköst.

Í seinni leiknum meiddist Ólöf svo í 1. leikhluta og lék ekki meir og voru þá aðeins 7 leikmenn eftir á skýrslu. Embla dró vagninn í þeim leik með 40 stig, 11 fráköst og 7 stoðsendingar, en grípa þurfti til framlengingar, sem Þórsarar unnu með 2 stigum.

Leikmenn liðanna borguðu sig inn á leikina um helgina, en allur ágóði af leikjum sem og af leik Grindavíkur og Tindastóls, rennur óskiptur til fjölskyldu Magnúsar Andra Hjaltasonar, sem féll frá á dögunum.

Umfjöllun karfan.is um fyrri leikinn

Myndasafn úr fyrri leiknum

Viðtal við Angelu Rodriguez, þjálfara liðsins:

Viðtal við Emblu Kristínardóttur:

 

Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Íţróttafréttir / 25. september 2018

Atvinna - Vallarstjóri (starfmađur viđ íţróttamiđstöđ)

Íţróttafréttir / 25. september 2018

Grindavík tapađi á Akureyri í 7 marka leik

Fréttir / 24. september 2018

Meistarar meistaranna keppa í Útsvari í vetur

Fréttir / 21. september 2018

Framkvćmdir hafnar á Grindavíkurvegi

Tónlistaskólafréttir / 21. september 2018

Hljóđfćragerđ fyrir nemendur í 5. og 6. bekk

Grunnskólafréttir / 18. september 2018

1. bekkur í heimsókn á Ásabraut

Fréttir / 18. september 2018

Vilt ţú eiga forsíđumynd Járngerđar?

Grunnskólafréttir / 16. september 2018

Pysja kemur í heimsókn

Bókasafnsfréttir / 14. september 2018

Stormfuglar Einars Kárasonar - kynning á bókmenntaarfinum

Fréttir / 12. september 2018

Dagur lćsis á Króki

Fréttir / 12. september 2018

KK band á Fish house á laugardaginn

Lautafréttir / 12. september 2018

Foreldrafundur ţriđjudaginn 18. september í Lautinni