Vel heppnađ námsmaraţon

  • Grunnskólinn
  • 29. október 2017

Vel heppnað námsmaraþon fór fram hjá nemendum 10. bekkjar síðastliðinn föstudag þar sem nemendur eyddu samtals 18 klukkustundum við lærdóm.

Nemendur unnu verkefni í ensku, íslensku og stærðfræði og stóðu sig með prýði. Þau voru búin að safna áheitum fyrir maraþonið en árgangurinn er að safna í sjóð fyrir skólaferðalag í vor.

Eins og áður segir var samfelldur lærdómur í 18 klukkustundir, frá föstudegi og fram á laugardag. Í kvöldmatarpásunni var körfuboltaleiknum hjá Grindavík varpað upp á skjá og nemendur pöntuðu sér mat yfir leiknum.

Hér fyrir neðan má sjá nokkrar myndir frá þessum skemmtilega viðburði.

 

 

 

 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir