Framsókn fundar í Salthúsinu í kvöld

  • Fréttir
  • 23. október 2017

Frambjóðendur Framsóknar í Suðurkjördæmi verða á ferð í Grindavík mánudaginn 23. október. Þeir heimsækja fyrirtæki og um kvöldið er boðað til opins fundar með kjósendum í Grindavík. Fundað verður á Salthúsinu í Grindavík mánudaginn 23. október kl. 20:00. Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins verður með framsögu en einnig taka til máls Silja Dögg Gunnarsdóttir, alþingiskona og frambjóðendurnir Jóhann Friðrik Friðriksson og Sæbjörg Erlingsdóttir.

Að sjálfsögðu verður hún Sæbjörg okkar búin að baka köku fyrir fundinn sem hægt er að gæða sér á með rjúkandi kaffibolla.

Allir velkomnir og hlökkum til að hitta ykkur, Frambjóðendur Framsóknar í Suðurkjördæmi.

 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir