Fundur 1460

  • Bćjarráđ
  • 18. október 2017

1460. fundur Bæjarráðs Grindavíkur haldinn í bæjarstjórnarsal, þriðjudaginn 17. október 2017 og hófst hann kl. 17:00.


Fundinn sátu:
Kristín María Birgisdóttir formaður, Hjálmar Hallgrímsson varaformaður, Ásrún Helga Kristinsdóttir aðalmaður, Magnús Andri Hjaltason varam. áheyrnarfulltrúa, Jón Þórisson sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs og Fannar Jónasson bæjarstjóri.

Fundargerð ritaði: Jón Þórisson, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.

Í upphafi fundar óskaði formaður eftir að taka á dagskrá með afbrigðum eftirfarandi mál sem síðasta lið dagskrár.

1710020 Beiðni um umsögn: Nýtingarleyfi á sjóblönduðu vatni í landi Grindavíkurbæjar.
Samþykkt samhljóða

Dagskrá:

1. 1708147 - Fjárhagsáætlun 2018-2021: Grindavíkurbær og stofnanir


Málinu er frestað til næsta fundar.

2. 1710050 - Kosningar: Alþingiskosningar 2017

Kjörskrárstofn vegna alþingiskosninga 28. október lagður fram.

Með vísan til 33. gr. Samþykktar um stjórn og fundarsköp Grindavíkurbæjar samþykkir bæjarstjórn að fela bæjarstjóra að semja kjörskrá fyrir alþingiskosningar þann 28. október næstkomandi. Jafnframt er bæjarstjóra veitt fullnaðarheimild til að fjalla um athugasemdir, gera nauðsynlegar leiðréttingar og úrskurða um ágreiningsmál sem kunna að koma fram að kjördegi vegna alþingiskosninga 28. október nk. í samræmi við 27. gr. laga um kosningar til Alþingis.

3. 1710057 - Beiðni um stuðning

Óskað er eftir stöðugildi við stuðning í Laut vegna barns með alvarlega frávik í þroska sem tekið var inn í haust og þarf mikla þjálfun.Stöðugildi stuðnings í dag eru fullnýtt í skólanum vegna fjölda barna með frávik.

Bæjarráð samþykkir ráðningu á stuðningsfulltrúa í 100% starf.

Jafnframt leggur bæjarráð til við bæjarstjórn að samþykkja viðauka við fjárhagsáætlun 2017 að fjárhæð 750.000 kr. sem fjármagnaður verði með lækkun á handbæru fé.

4. 1708093 - Bæjarfélagið Uniejów í Póllandi: Gagnkvæmar heimsóknir

Bæjarstjóri Uniejow í Póllandi býður fulltrúum Grindavíkurbæjar í heimsókn í mars 2018.

Bæjarráð þakkar kærlega heimboðið og felur bæjarstjóra að vinna málið áfram.

5. 1710069 - Ábendingar frá bæjarbúum: Mykjudreifing í Bótinni

Lögð fram ábending um mykjudreifingu í Bótinni.

Málinu er vísað til umhverfisnefndar.

6. 1710047 - Málefni foreldra: Heimgreiðslur

Minnisblað um mögulegan kostnað við heimgreiðslur til foreldra lagt fram.

7. 1610065 - Hádegismatur eldri borgara: Beiðni um niðurgreiðslur

Sviðsstjóri félagsþjónustu- og fræðslusviðs mætti á fundinn og gerði grein fyrir stöðu málsins.

Bæjarráð samþykkir tillögu sviðsstjóra um ráðningu matráðs í Miðgarði.

8. 1710020 - Beiðni um umsögn: Nýtingarleyfi á sjóblönduðu vatni í landi Grindavíkurbæjar.


Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina.






Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:10.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FUNDARGERĐIR

Bćjarstjórn / 17. apríl 2024

Fundur 564

Skipulagsnefnd / 10. apríl 2024

Fundur 131

Bćjarstjórn / 4. apríl 2024

Fundur 562

Bćjarstjórn / 10. apríl 2024

Fundur 563

Bćjarstjórn / 26. mars 2024

Fundur 561

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Skipulagsnefnd / 21. febrúar 2024

Fundur 129

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Bćjarstjórn / 19. mars 2024

Fundur 560

Bćjarstjórn / 12. mars 2024

Fundur 559

Bćjarstjórn / 5. mars 2024

Bćjarstjórn / 20. febrúar 2024

Fundur 556

Bćjarstjórn / 13. febrúar 2024

Fundur 555

Bćjarstjórn / 8. febrúar 2024

Fundur 554

Bćjarstjórn / 30. janúar 2024

Fundur 553

Bćjarstjórn / 23. janúar 2024

Fundur 552

Bćjarstjórn / 16. janúar 2024

Fundur 551

Bćjarstjórn / 9. janúar 2024

Fundur bćjarstjórnar nr. 550

Bćjarstjórn / 29. desember 2023

Fundur bćjarstjórnar nr. 549

Bćjarstjórn / 27. desember 2023

Fundur bćjarstjórnar nr. 548

Bćjarráđ / 5. desember 2023

Fundur 1659

Bćjarstjórn / 28. nóvember 2023

Fundur 547

Bćjarráđ / 7. nóvember 2023

Fundur 1658

Bćjarstjórn / 31. október 2023

Fundur 544

Afgreiđslunefnd byggingamála / 17. október 2023

Fundur 78

Skipulagsnefnd / 16. október 2023

Fundur 127

Frćđslunefnd / 12. október 2023

Fundur 136

Frćđslunefnd / 21. september 2023

Fundur 135