Grindavíkurkonur einar á toppnum eftir sigur á ÍR
Grindavíkurkonur einar á toppnum eftir sigur á ÍR

Grindavíkurkonur eru enn með fullt hús stiga eftir góðan sigur á ÍR í Breiðholtinu á laugardaginn, 67-72. Um fyrsta heimaleik ÍR í 12 ár var að ræða og ljóst að þær ætluðu sér sigur í þessum leik. Það mátti ekki miklu muna undir lokin, sérstaklega þegar Embla Kristínardóttir fór meidd af velli. Hún harkaði þó af sér síðustu mínúturnar og skoraði 7 síðustu stig liðsins, öll úr vítum.

Karfan.is var á staðnum:

Kvennalið ÍR lék í dag sinn fyrsta heimaleik á Íslandsmóti í 12 ár. Þær tóku á móti Grindvíkingum sem höfðu unnið sína fyrstu tvo leiki á meðan að Breiðhyltingar áttu enn eftir að sækja sér fyrsta sigur sinn. Ghetto Hooligans mættu á svæðið til að styðja sínar en allt kom fyrir ekki. Grindavík vann leikinn 67-72.

Leikurinn var frá upphafi fram og til baka og liðin skiptust á forystunni fjórum sinnum á fyrstu tíu mínútum. Grindavíkurstelpur náðu hins vegar að setja í fluggírinn í öðrum leikhluta með aðstoð Emblu Kristjánsdóttur, en hún skoraði 9 stig í röð á 90 sekúndum án þess að ÍR gæti svarað fyrir sig. Gestirnir héldu muninum í ca. 10 stigum allt fram til hálfleiks og liðin héldu inn í búningsklefana sína í stöðunni 39-48.

ÍR-ingar mættu reiðubúnar í seinni hálfleik og hófu að minnka muninn hægt og örugglega. Hanna Þráinsdóttir leiddi áhlaupið með 7 stig, 5 fráköst og eina stoðsendingu og einn stolinn bolta í þriðja leikhluta og heimastúlkur virtust í allt öðrum gír eftir hálfleikinn. Grindavík skoraði einungis 10 stig gegn 16 stigum ÍR-stelpnanna og staðan í lok leikhlutans var því aðeins 55-58, gestunum í vil.

Lokafjórðungurinn hófst á slysi sem gerði næstum út af við leikinn. Embla lenti undir ÍR-ingi eftir baráttu um boltann í fyrstu sókn leikhlutans og þurfti að fara út af vegna snúins ökkla. Heimastelpurnar gengu þá á lagið og náðu forystunni aftur 2 mínútum seinna. Liðin hófu að skiptast á körfum en ÍR var yfir með 4 stigum þegar rúmar fjórar mínútur voru af leiknum, 66-62. Þá harkaði fyrirliði Grindavíkur af sér og var skipt aftur inn á. ÍR skoraði á seinustu fjórum mínútunum aðeins 1 stig og Grindavík tryggði sér sigur á vítalínunni undir lokin með 6 vítum í röð frá Emblu Kristjánsdóttur.

Þáttaskil
Þáttaskilin voru á lokasekúndum leiksins, en reynsluleysi ungu stúlknanna í ÍR varð þeim því miður að falli. Í stöðunni 66-67 tóku Grindvíkingar varnarfrákast með u.þ.b. 15 sekúndur eftir á leikklukkunni. ÍR-ingar virtust ekki gera sér grein fyrir hvað tími væri eftir og voru allt of seinar að brjóta á Grindvíkingum til að stöðva klukkuna. Til að bæta gráu ofan á svart varð villan, sem kom ekki fyrr en 5 sekúndur voru eftir af klukkunni, of harkaleg og dómarar leiksins dæmdu réttilega óíþróttamannslega villu. Leikmenn Grindavíkur fengu því boltann aftur eftir tvö víti (sem fóru bæði niður) og það eina sem ÍR gat gert var að brjóta aftur. Eins og áður sagði kláraði Embla leikinn með því að setja tvö víti í viðbót og sigur Grindavíkur því staðreynd.

Hetjan
Þáttur Emblu Kristjánsdóttur í þessum leik var stór, en lið hennar vann 47-63 meðan að hún var inn á vellinum. Þegar hún sat á bekknum töpuðu þau 20-9 fyrir heimamönnum. Embla lauk leik með 31 stig, 13 fráköst, 4 stoðsendingar og 5 stolna bolta. Þar að auki tryggði hún sigur á lokamínútunum með því að skora 7 seinustu stig liðsins hennar, öll úr vítaskotum.

Tölfræðin segir sitt
Skotnýting beggja liða í tveggja og þriggja stig skotum var nokkuð jöfn en það reyndist vera villurnar og vítanýtingin sem töldu mest. Heimastelpurnar nýttu einungis 12 af 23 vítaskotum sínum (52%) á móti 28 af 38 vítaskotum gestanna frá Grindavík (74%) rötuðu niður. Misræmi upp á 15 vítaskot milli liða er nokkuð mikið og reyndist ÍR dýrkeypt.

Kjarninn
Í kvöld skipti máli að besti leikmaður gestanna kláraði leikinn á reynslunni og örygginu meðan að heimamenn sýndu aðeins reynsluleysið undir lokin. Þær læra þá bara af þessum leik og bæta þetta fyrir næsta leik. Grindvíkingar eru efstar í deildinni með 3 sigra á meðan að ÍR leitar enn að fyrsta sigrinum. Margar ungar og efnilegar eru í liði Breiðhyltinga og það er ábyggilega stutt í að þær vinni leik.

Grindavík á næst leik við Þór Akureyri í Mustad-höllinni á meðan að ÍR fær KR í heimsókn í sannkölluðum slag um Reykjavík!

 

Nýlegar fréttir

miđ. 22. nóv. 2017    Grindavíkurbćr auglýsir eftir ađilum til ađ sinna daggćslu barna í heimahúsi
miđ. 22. nóv. 2017    Jólagjöf starfsmanna Grindavíkurbćjar 2017 - er ţitt fyrirtćki međ?
miđ. 22. nóv. 2017    Uppskeruhátíđ ferđaţjónustunnar á Reykjanesi
ţri. 21. nóv. 2017    Mikiđ stuđ og glćsilegir vinningar á jólabingó Kvenfélagsins
ţri. 21. nóv. 2017    Viktor Örn nćldi í 2. sćtiđ í Rímnaflćđi
ţri. 21. nóv. 2017    Jóhann Helgi og Orri Freyr í Grindavík
ţri. 21. nóv. 2017    Heimir ţjálfar GG
ţri. 21. nóv. 2017    Sigríđur Etna gefur út barnabók - útgáfuhóf í dag
mán. 20. nóv. 2017    Björn Lúkas tók silfriđ á heimsmeistaramóti áhugamanna í MMA
mán. 20. nóv. 2017    Matseđill nćstu viku í Víđihlíđ
mán. 20. nóv. 2017    Grindvíkingar standa sig almennt vel ţegar öryggi barna í bíl er kannađ
mán. 20. nóv. 2017    Samningar viđ stćrstu bakhjarla körfuknattleiksdeildarinnar endurnýjađir
mán. 20. nóv. 2017    Grindavíkurkonur völtuđu yfir Ármann
mán. 20. nóv. 2017    Tvö slćm töp hjá strákunum um helgina
mán. 20. nóv. 2017    Vel heppnađir nemendatónleikar í tónlistarskólanum s.l. ţriđjudag
sun. 19. nóv. 2017    Skáld í skólum á miđstigi
fös. 17. nóv. 2017    Nágrannaslagur í Ljónagryfjunni í kvöld kl. 20:00
fös. 17. nóv. 2017    Jólabingó Kvenfélagsins á sunnudaginn
fös. 17. nóv. 2017    Dagur íslenskrar tungu
fös. 17. nóv. 2017    Dagur Kár í viđtali hjá Víkurfréttum
fös. 17. nóv. 2017    Nemendur tónlistarskólans heimsóttu Hópsskóla
fös. 17. nóv. 2017    Lionsklúbbur Grindavíkur býđur uppá fríar blóđsykursmćlingar í dag
fim. 16. nóv. 2017    Fundur í skólaráđi
fim. 16. nóv. 2017    Björn Lúkas í úrslit
fim. 16. nóv. 2017    Gjafir til tónlistarskólans: Ţegar draumarnir rćtast - Saga Kammersveitar Reykjavíkur
Grindavík.is fótur