Fimmtánda svćđisţing tónlistarskóla á Suđurlandi og Suđurnesjum

  • Tónlistarskólinn
  • 13.10.2017
Fimmtánda svćđisţing tónlistarskóla á Suđurlandi og Suđurnesjum

Þann 5. október sl. fóru kennarar Tónlistarskólans í Grindavík í heimsókn á Selfoss. Tilefni heimsóknarinnar var svæðisþing sem haldið var í Tónlistarskóla Árnesinga. 

Snorri Heimisson, skólastjóri Skólahljómsveitar Árbæjar og Breiðholts og Elvar Bragi Kristjánsson, trompetkennari við Skólahljómsveit Árbæjar og Breiðholts kynntu m.a. fyrir kennurum skemmtilega notkun MIDI (Musical Instrument Digital Interface) skráa og kafla inn í heima iReal Pro og forScore undir yfirskriftinni tækni og tónlistarkennsla. Sú kynning var mjög fróðleg og hafa kennarar Tónlistarskólans í Grindavík nú dýpkað skilning sinn á því sviði, en skólinn okkar er mjög tæknivæddur fyrir. Eiríkur G. Stephensen, skólastjóri Tónlistarskóla Eyjafjarðar flutti einnig erindi byggt á meistaraverkefni hans frá Háskólanum á Bifröst sem ber yfirskriftina ,,Tónlistarkennska á 21. öld - Hvernig hafa kennarar breytt starfsháttum sínum á nýjum tímum?" Eftir þá kynningu leiddi Eiríkur umræður þar sem hann lagði út frá þeim ályktunum sem af rannsókninni leiddi. Í útdrætti ritgerðarinnar segir:

,,Markmið þessarar rannsóknar er að kanna hvernig tónlistarskólakennarar breyttu starfsháttum sínum samfara tækni- og þjóðfélagsbreytingum síðustu ára. Leitast er við að kanna með hvaða hætti kennarar hafa brugðist við nýjum tímum."

Fyrir áhugasama viljum við benda á að ritgerð Eiríks er opin og er hana að finna á Skemmunni. Þetta fimmtánda svæðisþing tónlistarskólanna var áhugavert og lærdómsríkt. Við í Tónlistarskólanum í Grindavík höldum ótrauð áfram og verðum áfram opin fyrir öllum tækninýjungum. Tæknin hefur reynst okkur vel og eru kennarar og nemendur ánægðir með þá þróun sem er að eiga sér stað í tónlistarkennslu.

Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 19. júlí 2018

Atvinna - Félagsmiđstöđin Ţruman

Íţróttafréttir / 12. júlí 2018

Rilany Da Silva til Atletico Madrid

Fréttir / 6. júlí 2018

Matseđill nćstu viku í Víđihlíđ

Íţróttafréttir / 5. júlí 2018

Grindavíkurkonur á taplausri braut

Fréttir / 3. júlí 2018

Víkurhóp - nýjar lóđir

Íţróttafréttir / 3. júlí 2018

Vinningaskrá Nafnalukka meistaraflokks kvenna

Fréttir / 2. júlí 2018

Atvinna - Bćjarstjóri Grindavíkurbćjar

Íţróttafréttir / 2. júlí 2018

Fýluferđ til Vestmannaeyja

Sjóarinn síkáti / 29. júní 2018

Dregiđ í söguratleiknum