Forvarnardagurinn í 9. bekk

  • Grunnskólinn
  • 5. október 2017

Í dag var forvarnadagurinn haldinn hjá 9. bekk í Grunnskóla Grindavíkur. Dagurinn er helgaður nokkrum heillaráðum sem geta forðað börnum og unglingum frá fíkniefnum.

Björg Erlingsdóttir sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs Grindavíkurbæjar setti daginn og þá kom Sigurður Bergmann lögregluþjónn í heimsókn og ræddi við nemendur. Einnig var horft á ávarp Guðna Th. Jóhannessonar forseta Íslands.

Nemendur unnu verkefni í hópum um íþrótta- og æskulýðsstarf, samveru fjölskyldunnar og að hvert ár skiptir máli í baráttunni gegn fíkniefnum.

Að lokum kynntu nemendur verkefni sín fyrir hvort öðru. Kennarar voru að sjálfsögðu með í umræðum auk þeirra Jóa og Etnu frá Þrumunni.

Hér fyrir neðan má sjá myndir frá því í morgun. Inni á forvarnardagur.is má sjá frekari upplýsingar um daginn.

 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 10. apríl 2024

NIE ZAPOMINAJMY O OKAZJACH DO RADOSCI

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir

Fréttir / 3. apríl 2024

Höfum gleđina međ!