Fundur 66

  • Frístunda- og menningarnefnd
  • 5. október 2017

null

66. fundur Frístunda- og menningarnefndar haldinn í bæjarstjórnarsal, miðvikudaginn 4. október 2017 og hófst hann kl. 17:00.


Fundinn sátu:

Sigurður Enoksson aðalmaður, Þórunn Alda Gylfadóttir formaður, Anita Björk Sveinsdóttir aðalmaður, Björg Erlingsdóttir sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs og Bjarni Már Svavarsson áheyrnarfulltrúi.

Fundargerð ritaði: Björg Erlingsdóttir, Sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs.

 

Dagskrá:

1. 1509096 - Frístunda- og menningarsvið: Fjárhagsáætlun 2016-2019
Sagt frá vinnu vegna fjárhagsáætlunar.

2. 1511094 - Anna Eyjólfsdóttir: Þríeind 339
Staða verkefnisins kynnt

3. 1709004 - Ungmennaráð: 2017
Kosið hefur verið í ráðið. Nefndarmenn lýsa ánægju með verkefnið og að ungmennin hafi áhuga á að taka þátt.

4. 1710021 - Skáknefnd UMFG: ósk um styrk 2017

Nefndin tekur vel í umsókn skáknefndar og vísar umsókninni til bæjarráðs. Nefndin leggur til að hugað verði að iðkunargjaldi þegar skáknefndin fær aðild að UMFG.

5. 1710022 - Aðalstjórn UMFG: Samstarfssamningur 2019-2021
Samningurinn rennur út á næsta ári og huga þarf að nýjum samningi. Sviðsstjóra falið að hefja vinnu að endurnýjun. Ákveðið að halda málþing um íþróttaiðkun barna og unglinga, þjálfun og álag og að málþingið verði haldið á menningarvikunni 2018.

6. 1703069 - Fundargerðir: Kvikan 2017
Málinu er frestað þar til stjórn Kvikunnar hefur náð að funda

7. 1502076 - Fjölmenningarstefna: vinna verkefnishóps
Sagt frá verkefninu

8. 1710023 - Gjafir til Grindavíkurbæjar: munir sem boðnir eru til gjafar
Nefndin þakkar sýndan hlýhug og þiggur gjöfina. Sviðsstjóra falið að finna stað fyrir gripinn.

9. 1503143 - Hestamannafélagið Brimfaxi: Barna- og unglingastarf
Sviðsstjóra falið að kalla eftir skýrslu frá Brimfaxa og ráðstöfun styrksins

10. 1709116 - Íþróttamannvirki: Niðurrif og jarðvinna
Nefndin fagnar því að hafist sé handa við uppbyggingu á íþróttamannvirkinu en leggur áherslu á að gengið sé frá teikingum og áætlanum fyrir áfanga 3.

11. 1602027 - íþróttamannvirki: Áfangi 3, hönnun
Nefndin leggur áherslu á að lýsing í kringum íþróttamannvirki verði bætt og vel hugað að lýsingu mannvirkja í fyrirhuguðum framkvæmdum. Nefndin bendir á íbúar í Suðurhópi kvarti undan því að lýsing á fótboltavelli lýsi upp hýbýli þeirra. Þessum athugasemdum er vísað til umhverfis- og ferðamálanefndar.

12. 1709137 - Starfsmannamál: Bókasafn 2017

Sagt frá óskum bókasafns um aukningu stöðugilda og stöðu mála.

13. 1710024 - Afrekssjóður: Knattspyrnudeild
Samþykkt að málið sé tekið fyrir með afbrigðum. Samþykkt með þeim fyrirvara að sótt sé um með réttum hætti og réttu eyðublaði skilað inn samkvæmt reglum sjóðsins í ljósi þess að yfirþjálfari er að sækja sér meiri menntun. Reglur verða yfirfarnar á næsta fundi nefndarinnar.

 

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:30.

 

Deildu ţessari frétt

AĐRAR FUNDARGERĐIR

Afgreiđslunefnd byggingamála / 21. febrúar 2018

Fundur 25

Bćjarráđ / 20. febrúar 2018

Fundur 1472

Skipulagsnefnd / 19. febrúar 2018

Fundur 38

Umhverfis- og ferđamálanefnd / 14. febrúar 2018

Fundur 26

Bćjarráđ / 13. febrúar 2018

Fundur 1471

Bćjarráđ / 7. febrúar 2018

Fundur 1470

Bćjarstjórn / 31. janúar 2018

Fundur 480

Bćjarráđ / 24. janúar 2018

Fundur 1469

Afgreiđslunefnd byggingamála / 23. janúar 2018

Fundur 37

Afgreiđslunefnd byggingamála / 22. janúar 2018

Fundur 23

Bćjarráđ / 17. janúar 2018

Fundur 1468

Frćđslunefnd / 11. janúar 2018

Fundur 71

Bćjarráđ / 3. janúar 2018

Fundur 1467

Bćjarstjórn / 20. desember 2017

Fundur 479

Bćjarráđ / 13. desember 2017

Fundur 1466

Afgreiđslunefnd byggingamála / 12. desember 2017

Fundur 22

Skipulagsnefnd / 12. desember 2017

Fundur 36

Frístunda- og menningarnefnd / 11. desember 2017

Fundur 68

Frístunda- og menningarnefnd / 11. desember 2017

Fundur 67

Frćđslunefnd / 5. desember 2017

Fundur 70

Bćjarstjórn / 29. nóvember 2017

Fundur 478

Bćjarráđ / 22. nóvember 2017

Fundur 1464

Skipulagsnefnd / 21. nóvember 2017

Fundur 35

Afgreiđslunefnd byggingamála / 16. nóvember 2017

Fundur 21

Bćjarráđ / 15. nóvember 2017

Fundur 1463

Frćđslunefnd / 14. nóvember 2017

Fundur 69

Umhverfis- og ferđamálanefnd / 9. nóvember 2017

Fundur 25

Bćjarráđ / 8. nóvember 2017

Fundur 1462

Bćjarstjórn / 1. nóvember 2017

Fundur 477

Skipulagsnefnd / 27. október 2017

Fundur 34