Fundur 1458

  • Bćjarráđ
  • 4. október 2017

1458. fundur Bæjarráðs Grindavíkur haldinn í bæjarstjórnarsal, þriðjudaginn 3. október 2017 og hófst hann kl. 17:00.

Fundinn sátu:
Kristín María Birgisdóttir formaður, Hjálmar Hallgrímsson varaformaður, Ásrún Helga Kristinsdóttir aðalmaður, Marta Sigurðardóttir áheyrnarfulltrúi, Jón Þórisson sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs og Fannar Jónasson bæjarstjóri.

Fundargerð ritaði: Jón Þórisson, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.

Dagskrá:

1. 1708132 - Framtíðarsýn um aukna húsnæðisþörf leik- og grunnskóla: Bæjarfulltrúar Framsóknarflokksins óska eftir umræðu
Sviðsstjóri félagsþjónustu- og fræðslusviðs mætti á fundinn og gerði grein fyrir málinu.

Bæjarráð þakkar sviðsstjóra fyrir þá vinnu sem hann hefur lagt í málið.
Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar.

2. 1709097 - Endurskoðuð skólastefna Grindavíkurbæjar 2017

Sviðsstjóri félagsþjónustu- og fræðslusviðs mætti á fundinn og gerði grein fyrir málinu.

Fræðslunefnd leggur til við bæjarráð að vinnuhópur um endurskoðun skólastefnunnar verði stofnaður þar sem fulltrúar frá skólastofnunum, fræðslunefnd, foreldrum og skólaskrifstofu verði í hópnum. Gera þarf ráð fyrir fjármagni í vinnu hópsins í fjárhagsáætlun 2018.

Bæjarráð samþykkir að stofnaður verði vinnuhópur um endurskoðun skólastefnunnar. Í hópnum verði fulltrúi frá fræðslunefnd, leikskólum, grunnskóla, tónlistarskóla, skólaskrifstofu og foreldraráði leikskólanna og frá foreldrafélagi grunnskólans.
Málinu er vísað til fjárhagsáætlunargerðar fyrir árið 2018.

3. 1708147 - Fjárhagsáætlun 2018-2021: Grindavíkurbær og stofnanir
Fjárhagsáætlunargögn sviðsstjóra og forstöðumanna lögð fram.

4. 1709013 - Grindavíkurvegur: Vegrið og fláar
Áætlanir Vegagerðarinnar um framkvæmdir við Grindavíkurveg árið 2017 lagðar fram. Framkvæmdir snúa að auknu umferðaröryggi með auknum fláum, víravegriði á köflum og að fjarlægja grjót í vegköntum.

5. 1702062 - Umferðaröryggi á Grindavíkurvegi: Samráðsfundir
Fundargerð Samráðshóps um bættan Grindavíkurveg lögð fram.

Bæjarráð tekur undir athugasemdir Samráðshóps um bættan Grindavíkurveg, um að ekki sé nóg að horfa eingöngu til umferðarþunga þegar kemur að því að forgangsraða umbótum vega. Þótt umferðarþungi kunni að vera meiri á öðrum vegum þá er slysatíðni á Grindavíkurvegi veruleg. Vegurinn er auk þess með mjög varasama kafla þar sem auðveldlega myndast hálka án fyrirvara yfir vetrartímann.
Reykjanesið er orðið mjög stórt atvinnusvæði sem fer ört vaxandi. Má þar nefna uppbyggingu við Flugstöð Leifs Eiríkssonar og Bláa lónið sem nemur mörgum milljörðum króna. Miklir þungaflutningar fara auk þess um veginn, annars vegar flutningur sjávarafurða og hins vegar miklir fólksflutningar með rútum sem leið eiga í Bláa lónið. Mikið er um að ungt fólk fari um veginn til að sækja skóla, bæði í Reykjanesbæ og til höfuðborgarsvæðisins. Auk þess er mikil aukning á umferð erlendra ferðamanna á bílaleigubílum. Umferð um Grindavíkurveg er því bæði fjölbreytt og flókin.
Bæjarráð tekur auk þess undir hugmyndir Samráðshópsins um að hefja strax undirbúning samkvæmt tillögu 2 frá Vegagerðinni. Hafist verði handa við hönnun og skipulag svo það verði klárt þegar vegurinn fer inn á Samgönguáætlun. Það er mat bæjarráðs Grindavíkur að m.v. fjölgun umferðar á veginum þoli framkvæmdin enga bið. Þá tekur bæjarráð undir með hópnum, um að framkvæmdum á 2 + 1 vegi með aðskildum akstursstefnum, sem kostar m.v. útreikning Vegagerðarinnar, 1400 milljónir, verði áfangaskipt og jafnvel tekin í tveimur eða þremur áföngum. Hættulegustu kaflarnir verði teknir fyrst.

6. 1706063 - Breyting á lögreglusamþykkt: Ályktun um gistingar á sérmerktum svæðum
Erindi frá bæjarstjóra Reykjanesbæjar lagt fram. Þar er viðruð sú hugmynd að skipa sameiginlegan starfshóp allra sveitarfélaga á Suðurnesjum til þess að vinna lögreglusamþykkt fyrir svæðið í heild.

Bæjarráð tekur vel í hugmyndina og felur bæjarstjóra að vinna málið áfram.

7. 1709141 - Reykjanes Geopark: Afstaða sveitarfélaga til mögulegrar gjaldtöku á áningarstöðum fyrir ferðamenn
Bréf, dags. 28. september 2017, frá Reykjanes Geopark lagt fram.

Bæjarráð lítur svo á að gjaldtaka á áningarstöðum komi til álita ef ekki er hægt að fjármagna uppbyggingu og viðhald ferðamannastaða með öðru móti eða takmarki aðra fjármögnunarmöguleika.

8. 1709127 - Neytendasamtökin: Beiðni um styrk
Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:50.

 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FUNDARGERĐIR

Bćjarstjórn / 17. apríl 2024

Fundur 564

Skipulagsnefnd / 10. apríl 2024

Fundur 131

Bćjarstjórn / 4. apríl 2024

Fundur 562

Bćjarstjórn / 10. apríl 2024

Fundur 563

Bćjarstjórn / 26. mars 2024

Fundur 561

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Skipulagsnefnd / 21. febrúar 2024

Fundur 129

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Bćjarstjórn / 19. mars 2024

Fundur 560

Bćjarstjórn / 12. mars 2024

Fundur 559

Bćjarstjórn / 5. mars 2024

Bćjarstjórn / 20. febrúar 2024

Fundur 556

Bćjarstjórn / 13. febrúar 2024

Fundur 555

Bćjarstjórn / 8. febrúar 2024

Fundur 554

Bćjarstjórn / 30. janúar 2024

Fundur 553

Bćjarstjórn / 23. janúar 2024

Fundur 552

Bćjarstjórn / 16. janúar 2024

Fundur 551

Bćjarstjórn / 9. janúar 2024

Fundur bćjarstjórnar nr. 550

Bćjarstjórn / 29. desember 2023

Fundur bćjarstjórnar nr. 549

Bćjarstjórn / 27. desember 2023

Fundur bćjarstjórnar nr. 548

Bćjarráđ / 5. desember 2023

Fundur 1659

Bćjarstjórn / 28. nóvember 2023

Fundur 547

Bćjarráđ / 7. nóvember 2023

Fundur 1658

Bćjarstjórn / 31. október 2023

Fundur 544

Afgreiđslunefnd byggingamála / 17. október 2023

Fundur 78

Skipulagsnefnd / 16. október 2023

Fundur 127

Frćđslunefnd / 12. október 2023

Fundur 136

Frćđslunefnd / 21. september 2023

Fundur 135