Fundur 476

  • Bćjarstjórn
  • 27. september 2017

476. fundur Bæjarstjórnar Grindavíkur haldinn í bæjarstjórnarsal, þriðjudaginn 26. september 2017 og hófst hann kl. 17:00.

Fundinn sátu:
Hjálmar Hallgrímsson forseti, Guðmundur L. Pálsson Bæjarfulltrúi, Kristín María Birgisdóttir 1. varaforseti, Páll Jóhann Pálsson aðalmaður, Marta Sigurðardóttir aðalmaður, Jóna Rut Jónsdóttir Bæjarfulltrúi, Ásrún Helga Kristinsdóttir 2. varaforseti, Jón Þórisson sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs og Fannar Jónasson bæjarstjóri.

Fundargerð ritaði: Jón Þórisson, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.

Dagskrá:

1. 1708137 - Deiliskipulag Víkurhóp: Breyting.
Til fundarins var mættur sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs, Ármann Halldórsson, og kynnti hann málið og svaraði fyrirspurnum.

Aðrir sem til máls tóku: Hjálmar, Guðmundur og Páll Jóhann.

Lagt fram erindi frá Grindinni kt. 610192-2389. Í erindinu er óskað eftir að fá að vinna breytingu á deiliskipulagi norðan Hópsbrautar. Tillagan tekur til Víkurhóps 30 og 32. Breytingarnar eru þær að byggingarreitir verði sameinaðir og færðir norður ásamt stækkun á lóð. Erindinu fylgja gögn unnin af JEES arkitektum dagsett 24.8.2017.

Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila Grindinni að hefja breytingu á skipulagi á svæðinu skv.2 mgr. 38 gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða tillögu skipulagsnefndar.

2. 1704025 - Deiliskipulag: Húsatóftir eldisstöð.

Til fundarins var mættur sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs, Ármann Halldórsson, og kynnti hann málið og svaraði fyrirspurnum.

Aðrir sem til máls tóku: Hjálmar og Páll Jóhann

Tekið fyrir deiliskipulag fiskeldis á Húsatóftum á uppdrætti með greinargerð dagsett 24.10.2016 unnið af Tækniþjónustu SÁ. Á lóðinni sem deiliskipulagið nær til hefur verið stafrækt fiskeldisstöð um árabil sbr. aðalskipulag Grindavíkurbæjar 2010-2030. Fiskeldið í Húsatóftum er eigu Matorku en landeigandi er ríkissjóður Íslands. Langtímaleigusamningur er um lóðina milli ríkissjóðs og Matorku. Næsta nágrenni norðan við Nesveg, á svæði i5 í aðalskipulagi, verður Matorka með samskonar starfsemi.
Á uppdrætti eru byggingarreitir skilgreindur. Núverandi byggingar eru innan byggingarreits. Nýir byggingarreitir eru skilgreindir fyrir mögulega stækkun á fiskeldi og uppbyggingu á tengdri starfsemi.

Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði samþykkt skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og skipulagsfulltrúa falið að auglýsa tillöguna og leita umsagna.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða tillögu skipulagsnefndar.

3. 1709077 - Umsókn um byggingarleyfi: Staðarsund 3

Til máls tók: Hjálmar

Til fundarins var mættur sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs, Ármann Halldórsson.


Erindi frá HH. Smíði lagt fram. Í erindinu er óskað eftir byggingarleyfi fyrir 774,2 fermetra iðnaðarhúsnæði. Erindinu fylgja teikningar unnar af Verkfræðistofu Suðurnesja dagsettar 8.8.2017.

Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að samþykkja veitingu leyfisins.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða tillögu skipulagsnefndar.

4. 1709002 - Ægisgata 3: Breytt notkun á matshluta
Til fundarins var mættur sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs, Ármann Halldórsson, og kynnti hann málið og svaraði fyrirspurnum.

Aðrir sem til máls tóku: Hjálmar, Páll Jóhann, Jóna Rut og Kristín María

Erindi frá Óla Baldri Bjarnasyni og Hirti Pálssyni lagt fram. Í erindinu er óskað eftir því að breyta hluta af Ægisgötu 3 í íþróttasal. Hafnarstjórn hefur tekið málið fyrir og gerir ekki athugasemdir. Erindið hefur líka farið fyrir Skipulagsnefnd og gerir nefndin ekki athugasemdir.

Bæjarstjórn samþykkir erindið samhljóða.

5. 1709116 - Íþróttamannvirki: Niðurrif og jarðvinna
Til fundarins var mættur sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs, Ármann Halldórsson, og kynnti hann málið og svaraði fyrirspurnum.

Aðrir sem til máls tóku: Hjálmar, Marta, Páll Jóhann, Kristín María, Ásrún og Guðmundur

Óskað er eftir heimild til að bjóða verkið út á grunni útboðsgagna.

Breytingartillaga
Í ljósi þess að ekki verður hægt að hefja byggingu á íþróttamannvirkinu strax í ársbyrjun 2018 eins og gert var ráð fyrir í tillögu þeirri sem afgreidd var í bæjarráði og samþykkt þann 7. júní síðastliðinn, leggja fulltrúar B lista til að útboð um jarðvinnu og rif á svokölluðum kálfi verði felld inn í útboð byggingarinnar eins og gert var ráð fyrir í upphafi.
Fulltrúar B-lista

Tillaga B-lista er felld með 4 atkvæðum gegn 3.

Bæjarstjórn samþykkir með 4 atkvæðum gegn 3 að heimila sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs að bjóða verkið út.

Fundarhlé gert kl. 18:00 - 18:15

Bókun
Fulltrúar minnihluta B og S lista gagnrýna að nú hafi verið samþykkt að hefja framkvæmdir við byggingu sem ekki hefur verið samþykkt í bæjarstjórn þar sem að lokahönnun og kostnaðaráætlun liggur ekki fyrir. Ekki liggja frammi nein gögn sem styðja það að með þessu sé verið að fara hagkvæmari leið að uppbyggingu mannvirkisins. Með þessu eru fulltrúar minnihlutans ekki að draga úr mikilvægi þess að byggð sé upp viðunandi aðstaða til íþróttaiðkunar í Grindavík heldur einungis að fara fram á að fagleg vinnubrögð séu höfð að leiðarljósi.
Fulltrúar B og S lista.

6. 1709068 - Staður: Fyrirspurn um smáhýsi
Til fundarins var mættur sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs, Ármann Halldórsson, og kynnti hann málið og svaraði fyrirspurnum.

Aðrir sem til máls tóku: Hjálmar, Guðmundur og Páll Jóhann

Fyrirspurn frá GlámaKím í samvinnu við Norsku arkitektana Jensen & Skodvin Architects. í erindinu er óskað eftir heimild til að hefja deiliskipulagsvinnu vegna gistismáhýsa á nesinu við Stað.
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila GlámaKím að hefja skipulag á svæðinu skv. 2. mgr. 38. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagsnefnd bendir á að Grindavíkurbær er ekki landeigandi og þarf vinnan að vera í samráði við landeiganda.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða tillögu skipulagsnefndar.

7. 1703062 - Húsnæðisáætlanir: Undirbúningur og gerð
Til fundarins var mættur sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs, Ármann Halldórsson og svaraði hann fyrirspurnum.

Til máls tóku: Hjálmar, Kristín María, Marta og Guðmundur

Drög að Húsnæðisáætlun Grindavíkurbæjar lögð fram.

8. 1709105 - Fjármálaráðstefna sveitarfélaga 2017
Til máls tók: Hjálmar

Fjármálaráðstefna sveitarfélaga verður haldin 5. og 6. október næstkomandi.

9. 1702014 - Fundargerðir: Samband íslenskra sveitarfélaga 2017
Til máls tóku: Hjálmar, Kristín María, Jóna Rut, Ásrún, Páll Jóhann, bæjarstjóri, Guðmundur og Marta

Fundargerð 852. fundar, dags. 1. sept. 2017, er lögð fram.

10. 1701066 - Fundargerðir: Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum 2017
Til máls tóku: Hjálmar, Guðmundur, Kristín María, Marta, bæjarstjóri, Páll Jóhann og Jóna Rut

Fundargerðir 718. fundar og 719. fundar, dags. 29. ágúst 2017 og 13. sept. 2017, eru lagðar fram.

11. 1701058 - Fundargerðir: Sorpeyðingarstöð Suðurnesja 2017
Til máls tóku: Hjálmar, Kristín María, Marta, Jóna Rut, Páll Jóhann, Guðmundur, Ásrún og bæjarstjóri

Fundargerðir 483. fundar og 484. fundar, dags. 10. ágúst 2017 og 14. sept. 2017, eru lagðar fram.

12. 1702015 - Fundargerðir: Reykjanes Geopark 2017
Til máls tóku: Hjálmar, bæjarstjóri, Kristín María og Páll Jóhann

Fundargerð 37. fundar, dags. 25. ágúst 2017, er lögð fram.

13. 1703013 - Fundargerðir: Heklan 2017
Til máls tóku: Hjálmar, Guðmundur, bæjarstjóri, Kristín María, Marta, Jóna Rut, Páll Jóhann og Ásrún

Fundargerð 58. fundar, dags. 25. ágúst 2017, er lögð fram.

14. 1709003F - Bæjarráð Grindavíkur - 1455
Til máls tóku: Hjálmar, Kristín María, Guðmundur, Jóna Rut, Ásrún, bæjarstjóri og Páll Jóhann

Fundargerðin er lögð fram.

15. 1709008F - Bæjarráð Grindavíkur - 1456
Til máls tóku: Hjálmar, Kristín María, Marta, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs, Jóna Rut, Guðmundur og Páll Jóhann

Fundargerðin er lögð fram.

16. 1709011F - Bæjarráð Grindavíkur - 1457
Til máls tóku: Hjálmar, bæjarstjóri, Jóna Rut, Páll Jóhann og Ásrún

Fundargerðin er lögð fram.

17. 1708011F - Skipulagsnefnd - 32
Til máls tóku: Hjálmar, Jóna Rut, Kristín María, Páll Jóhann, Guðmundur, Marta og bæjarstjóri

Fundargerðin er lögð fram.

18. 1709013F - Afgreiðslunefnd byggingamála - 20
Til máls tóku: Hjálmar, Jóna Rut, Kristín María og Guðmundur

Fundargerðin er lögð fram.

19. 1709004F - Frístunda- og menningarnefnd - 65.
Til máls tóku: Hjálmar, Jóna Rut, Kristín María, Ásrún, Páll Jóhann, Guðmundur, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs, Marta og bæjarstjóri

Fundargerðin er lögð fram.

20. 1708010F - Fræðslunefnd - 66
Til máls tók: Hjálmar

Afgreiðslu frestað.

21. 1709005F - Fræðslunefnd - 67
Til máls tóku: Hjálmar, Guðmundur, Kristín María, Jóna Rut, Páll Jóhann og Ásrún

Fundargerðin er lögð fram.

22. 1709007F - Hafnarstjórn Grindavíkur - 452
Til máls tók: Hjálmar

Afgreiðslu frestað.

23. 1709009F - Félagsmálanefnd - 82
Til máls tók: Hjálmar

Afgreiðslu frestað.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 20:10.

 

Deildu ţessari frétt

AĐRAR FUNDARGERĐIR

Bćjarráđ / 16. janúar 2019

Fundur 1504

Frístunda- og menningarnefnd / 10. janúar 2019

Fundur 79.

Bćjarráđ / 9. janúar 2019

Fundur 1503

Frćđslunefnd / 6. desember 2018

Fundur 82

Frćđslunefnd / 7. nóvember 2018

Fundur 81

Bćjarstjórn / 18. desember 2018

Fundur 491

Skipulagsnefnd / 10. desember 2018

Fundur 49

Skipulagsnefnd / 3. desember 2018

Fundur 48

Frístunda- og menningarnefnd / 5. desember 2018

Fundur 78.

Bćjarráđ / 11. desember 2018

Fundur 1502

Bćjarráđ / 4. desember 2018

Fundur 1501

Bćjarstjórn / 30. nóvember 2018

Fundur 490

Afgreiđslunefnd byggingamála / 25. september 2018

Fundur 31

Afgreiđslunefnd byggingamála / 17. ágúst 2018

Fundur 29

Afgreiđslunefnd byggingamála / 22. nóvember 2018

Fundur 32

Umhverfis- og ferđamálanefnd / 21. nóvember 2018

Fundur 32

Skipulagsnefnd / 19. nóvember 2018

Fundur 47

Bćjarráđ / 20. nóvember 2018

Fundur 1500

Frístunda- og menningarnefnd / 19. nóvember 2018

Fundur 77

Bćjarráđ / 13. nóvember 2018

Fundur 1499

Bćjarráđ / 7. nóvember 2018

Fundur nr. 1498

Bćjarstjórn / 30. október 2018

Fundur 489

Bćjarráđ / 23. október 2018

Fundur 1497

Skipulagsnefnd / 22. október 2018

Fundur 46

Afgreiđslunefnd byggingamála / 18. október 2018

Fundur 31

Skipulagsnefnd / 1. október 2018

Fundur 45

Umhverfis- og ferđamálanefnd / 10. október 2018

Fundur 31

Hafnarstjórn / 8. október 2018

Fundur 461

Frístunda- og menningarnefnd / 3. október 2018

Fundur 76

Frístunda- og menningarnefnd / 5. september 2018

Fundur 75