Fundur 32

  • Skipulagsnefnd
  • 19. september 2017

null

32. fundur skipulagsnefndar haldinn í bæjarstjórnarsal, mánudaginn 18. september 2017 og hófst hann kl. 17:00.


Fundinn sátu:

Sigurður Guðjón Gíslason formaður, Þórir Sigfússon aðalmaður, Marta Sigurðardóttir aðalmaður, Örn Sigurðsson varamaður, Anton Kristinn Guðmundsson varamaður og Ármann Halldórsson sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs.

Fundargerð ritaði: Ármann Halldórsson, sviðsstjóri skipulags- og umhverfissvis.

Dagskrá:

1. 1709068 - Staður: Fyrirspurn um smáhýsi
Forsvarsmenn arkitekta GlámaKím mættu á fundinn og kynntu áætlanir sínar með smáhýsi á Stað, vestan Grindavíkur. Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila GlámaKím að hefja skipulag á svæðinu skv. 2. mgr. 38. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagsnefnd bendir á að Grindavíkurbær er ekki landeigandi og þarf vinnan að vera í samráði við hann.

2. 1708137 - Deiliskipulag Víkurhóp: Breyting.
Erindi frá Grindinni kt. 610192-2389. Í erindinu er óskað eftir að fá að vinna breytingu á deiliskipulagi norðan Hópsbrautar. Tillagan tekur til Víkurhóps 30 og 32. Breytingarnar eru þær að byggingarreitir verði sameinaðir og færðir norður ásamt stækkun á lóð. Erindinu fylgja gögn unnin af JEES arkitektum dagsett 24.8.2017. Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila Grindinni að hefja breytingu á skipulagi á svæðinu skv.2 mgr. 38 gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

3. 1706105 - Vindmælingar: Vindorka í landi Staðar
Erindi frá HS Orku kt. 680475-0169 í erindinu er óskað er eftir heimild til að reisa allt að 80 metra hátt mastur til að styðja við frekari vindorkurannsóknir á svæðinu í landi Staðar. Skipulagsnefnd bendir á að ekki er búið að marka stefnu um vindmyllur í Grindavík. Unnið er að stefnumörkuninni í yfirstandandi endurskoðun aðalskipulags. Erindinu er hafnað.

4. 1607018 - Skilti í Grindavíkurbæ: Reglugerð
Drög að reglugerð um skilti fyrir Grindavík ásamt verkteikningum af nýrri skiltaborg við innkomuna í þéttbýlið í Grindavík um Grindavíkurveg. Skipulagsnefnd vísar málinu til umhverfis- og ferðamálanefndar.

5. 1708148 - Lóðaleigusamningar : Eftirfylgni
Málinu frestað.

6. 1709002 - Ægisgata 3: Breytt notkun á matshluta
Erindi frá Ólafi Baldri Bjarnasyni og Hirti Pálssyni. Í Erindinu er óskað eftir því að breyta hluta af Ægisgötu 3 í íþróttasal. Hafnarstjórn hefur tekið málið fyrir og gerir ekki athugasemdir. Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd.

7. 1704025 - Deiliskipulag: Húsatóftir eldisstöð.
Tekið fyrir deiliskipulag Fiskeldis á Húsatóftum á uppdrætti með Greinargerð dagsett 24.10.2017 unnið af Tækniþjónustu SÁ . Á lóðinni sem deiliskipulagið nær til hefur verið stafrækt fiskeldisstöð um árabil sbr. aðalskipulag Grindavíkurbæjar 2010-2030. Fiskeldið í Húsatóftum er eigu Matorku en landeigandi er ríkissjóður Íslands. Langtímaleigusamningur er um lóðina milli ríkissjóðs og Matorku. Næsta nágrenni norðan við Nesveg, á svæði i5 í aðalskipulagi, verður Matorka með samskonar starfsemi.
Á uppdrætti eru byggingarreitir skilgreindur. Núverandi byggingar eru innan byggingarreits.
Nýir byggingarreitir eru skilgreindir fyrir mögulega stækkun á fiskeldi og uppbyggingu á
tengdri starfsemi.

Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði samþykkt skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og skipulagsfulltrúa falið að auglýsa tillöguna og leita umsagna.

8. 1501154 - Samþykkt um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa
Tillaga: Málinu frestað samþykkt með 3. atkvæðum. Fulltrúar S og B lista sitja hjá.

9. 1502001 - Skipulagsnefnd: Samþykkt
Tillaga: Málinu frestað samþykkt með 3. atkvæðum. Fulltrúar S og B lista sitja hjá.

10. 1703054 - Breyting á aðalskipulagi: Miðbær
Tekin fyrir tillaga formanns um að skipulagssvæðið verði minnkað. Sviðsstjóra er falið að leggja fram tillögu að skiptingu svæðisins í samræmi við umræður á fundinum. Samþykkt með þremur atkvæðum gegn einu atkvæði fulltrúa S lista, fulltrúi B lista situr hjá.

11. 1501210 - Deiliskipulag miðbæjarkjarna Grindavíkur.
Tekin fyrir tillaga formanns um að skipulagssvæðið verði minnkað. Sviðsstjóra er falið að leggja fram tillögu að skiptingu svæðisins í samræmi við umræður á fundinum. Samþykkt með þremur atkvæðum gegn einu atkvæði fulltrúa S lista, fulltrúi B lista situr hjá.

12. 1709076 - Byggingarleyfi: Leiðbeiningar
Nefndin ræddi um hvort leiðbeiningar um byggingarleyfi séu meira íþyngjandi hér en í nágrannasveitarfélögum. Sviðsstjóra falið að óska eftir mati Mannvirkjastofnunnar á því hvort greinagerð hönnuða sé ófrávíkjanleg regla og ef svo er hvernig er eftirliti háttað með að sveitarfélög séu að framfylgja því.

13. 1709077 - Umsókn um byggingarleyfi: Staðarsund 3
Erindi frá HH. Smíði. Í erindinu er óskað eftir byggingarleyfi fyrir 774,2 fermetra iðnaðarhúsnæði. Erindinu fylgja teikningar unnar af Verkfræðistofu Suðurnesja dagsettar 8.8.2017. Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að samþykkja veitingu byggingarleyfis.

14. 1709013 - Grindavíkurvegur: Vegrið og fláar
Lagt fyrir áætlanir Vegagerðarinnar um framkvæmdir við Grindavíkurveg árið 2017. Framkvæmdir snúa að auknu umferðaröryggi með auknum fláum, víravegriði á köflum og fjarlægja grjót í vegköntum. Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir.

 

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 20:00.

 

Deildu ţessari frétt

AĐRAR FUNDARGERĐIR

Afgreiđslunefnd byggingamála / 21. febrúar 2018

Fundur 25

Bćjarráđ / 20. febrúar 2018

Fundur 1472

Skipulagsnefnd / 19. febrúar 2018

Fundur 38

Umhverfis- og ferđamálanefnd / 14. febrúar 2018

Fundur 26

Bćjarráđ / 13. febrúar 2018

Fundur 1471

Bćjarráđ / 7. febrúar 2018

Fundur 1470

Bćjarstjórn / 31. janúar 2018

Fundur 480

Bćjarráđ / 24. janúar 2018

Fundur 1469

Afgreiđslunefnd byggingamála / 23. janúar 2018

Fundur 37

Afgreiđslunefnd byggingamála / 22. janúar 2018

Fundur 23

Bćjarráđ / 17. janúar 2018

Fundur 1468

Frćđslunefnd / 11. janúar 2018

Fundur 71

Bćjarráđ / 3. janúar 2018

Fundur 1467

Bćjarstjórn / 20. desember 2017

Fundur 479

Bćjarráđ / 13. desember 2017

Fundur 1466

Afgreiđslunefnd byggingamála / 12. desember 2017

Fundur 22

Skipulagsnefnd / 12. desember 2017

Fundur 36

Frístunda- og menningarnefnd / 11. desember 2017

Fundur 68

Frístunda- og menningarnefnd / 11. desember 2017

Fundur 67

Frćđslunefnd / 5. desember 2017

Fundur 70

Bćjarstjórn / 29. nóvember 2017

Fundur 478

Bćjarráđ / 22. nóvember 2017

Fundur 1464

Skipulagsnefnd / 21. nóvember 2017

Fundur 35

Afgreiđslunefnd byggingamála / 16. nóvember 2017

Fundur 21

Bćjarráđ / 15. nóvember 2017

Fundur 1463

Frćđslunefnd / 14. nóvember 2017

Fundur 69

Umhverfis- og ferđamálanefnd / 9. nóvember 2017

Fundur 25

Bćjarráđ / 8. nóvember 2017

Fundur 1462

Bćjarstjórn / 1. nóvember 2017

Fundur 477

Skipulagsnefnd / 27. október 2017

Fundur 34