Rennandi blaut markasúpa á Grindavíkurvelli

  • Knattspyrna
  • 18. september 2017
Rennandi blaut markasúpa á Grindavíkurvelli

Grindavík landaði þremur dýrmætum stigum í Pepsi-deild karla í gær þegar liðið sigraði Breiðaleik í miklum markaleik, 4-3. Aðstæður til knattspyrnuiðkunnr á Grindavíkurvelli voru ekki upp á marga fiska en völlurinn var mjög blautur og stífur vindur á annað markið í ofanálag. Grindvíkingur léku undan vindi í fyrrihálfleik en það voru Blikar sem settu fyrsta markið strax í upphafi leiks og lentu okkar menn undir í 11. leiknum í röð.

Þeir létu markið þó ekki slá sig útaf laginu. Fyrirliðinn Gunnar Þorsteinsson jafnaði leikinn um 10 mínútum seinna og markamaskínan Andri Rúnar bætti tveimur mörkum við áður en flautað var til hálfleiks. Andri er því kominn með 18 mörk í deildinni í sumar og vantar aðeins 1 mark til jafna markametið í efstu deild, þegar tvær umferðir eru eftir af mótinu.

Blikar nýttu sér vindinn í seinni hálfleik og héldu mikilli pressu á Grindavík. Þeir minnkuðu muninn fljótlega en gekk illa að klára færin og á 89. mínútu skoruðu Blikar sjálfmark og má segja að þar með hafi sigurinn verið í höfn þrátt fyrir Blikar hafi náð að setja einn mark til, lokatölur 4-3.

Eftir þennan leik er Grindavík í 5. sæti með 28 stig og endanlega sloppið við fall, og rúmlega það.

Umfjöllun Fótbolta.net um leikinn

Myndaveisla frá Benóný Þórhallssyni

Viðtal við Óla Stefán:

Viðtal við Andra Rúnar:

Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Íţróttafréttir / 25. september 2018

Atvinna - Vallarstjóri (starfmađur viđ íţróttamiđstöđ)

Íţróttafréttir / 25. september 2018

Grindavík tapađi á Akureyri í 7 marka leik

Fréttir / 24. september 2018

Meistarar meistaranna keppa í Útsvari í vetur

Fréttir / 21. september 2018

Framkvćmdir hafnar á Grindavíkurvegi

Tónlistaskólafréttir / 21. september 2018

Hljóđfćragerđ fyrir nemendur í 5. og 6. bekk

Grunnskólafréttir / 18. september 2018

1. bekkur í heimsókn á Ásabraut

Fréttir / 18. september 2018

Vilt ţú eiga forsíđumynd Járngerđar?

Grunnskólafréttir / 16. september 2018

Pysja kemur í heimsókn

Bókasafnsfréttir / 14. september 2018

Stormfuglar Einars Kárasonar - kynning á bókmenntaarfinum

Fréttir / 12. september 2018

Dagur lćsis á Króki

Fréttir / 12. september 2018

KK band á Fish house á laugardaginn

Lautafréttir / 12. september 2018

Foreldrafundur ţriđjudaginn 18. september í Lautinni