Breyting á ađalskipulagi Hafnargata 4

  • Fréttir
  • 6. september 2017

Í samræmi við ákvæði 2. mgr. 36 gr. skipulagslaga nr. 123 frá 2010 auglýsir Grindavíkurbær niðurstöðu bæjarstjórnar vegna breytingar á aðalskipulagi Grindavíkur 2010-2030 vegna Hafnargötu 4. Breytingin felur í sér að skilgreining á reitnum hafnargötu 4 breytist úr svæði fyrir þjónustustofnanir í verslun- og þjónustu.

Fyrirhugað er að reka gistiheimili í húsnæðinu. Skipulagsnefnd Grindavíkur samþykkti breytinguna á fundi nefndarinnar þann 21. ágúst 2017 og bæjarstjórn Grindavíkur á fundi sínum þann 29. ágúst 2017.

Gögn má nálgast hér að neðan eða hjá skipulagsfulltrúa á netfangið armann@grindavik.is eða í síma 4201100

Í samræmi við 4. gr. laga nr. 130 frá 2011, um úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála, er vakin athygli á því að þeir sem eiga lögvarinna hagsmuna að gæta sem og umhverfis- og útivistarsamtök með minnst 30. félaga, enda samrýmist tilgangi samtakanna að gæta þeirra hagsmuna sem kæran lýtur að, geta kært breytinguna innan mánaðar frá birtingu auglýsingar til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, Skuggasundi 3, 101 Reykjavík, sjá nánar heimasíðu nefndarinnar uua.is.

Grindavík, 6. september 2017.

F.h. Grindavíkurbæjar,
Ármann Halldórsson
Skipulagsfulltrúi

 

Aðalskipulag Grindavíkurbæjar 2010-2030 - óveruleg breyting (PDF)


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 10. apríl 2024

NIE ZAPOMINAJMY O OKAZJACH DO RADOSCI

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir

Fréttir / 3. apríl 2024

Höfum gleđina međ!

Fréttir / 2. apríl 2024

Ađstođ viđ fjármál

Fréttir / 27. mars 2024

Loftgćđi og mengun