Lýđheilsugöngur í Grindavík í september

  • Fréttir
  • 1. september 2017

Lýðheilsugöngur sem Ferðafélag Íslands stendur fyrir eru farnar í tilefni 90 ára afmælis FÍ. Gengið verður alla miðvikudaga í september kl. 18:00 og hefjum við ferðina í Kvikunni, auðlinda og menningarhúsi Grindavíkur og hver ganga stendur yfir í 60-90 mínútur. Gönguferðirnar eru ætlaðar öllum aldurshópum og allir velkomnir með í þennan ævintýra leiðangur.

Fjögur þemu eru höfð að leiðarljósi, vellíðan, náttúra, saga og vinátta. Í gönguferðunum ætlum við að skoða nærumhverfi okkar, sögu þess og sérkenni um leið og við njótum samvista við vini og nýja vini.

Grindavíkurbær, Grunnskólinn, leikskólarnir Krókur og Laut og Reykjanes Geopark koma að göngunum og viljum við hvetja bæjarbúa, unga og aldna til þess að koma með okkur í þennan leiðangur um nærumhverfi okkar hér í Grindavík. Ókeypis er í göngurnar.


6. september kl. 18:00 farið frá Kvikunni
VELLÍÐAN

Gangan er farin í samvinnu við Grunnskóla Grindavíkur og leikskólana Krók og Laut og gengið er undir handleiðslu jógakennaranna Halldóru og Hörpu. Börn, foreldrar, afar og ömmur, frændur og frænkur og aðrir boðnir velkomnir í gönguna. Gengið frá Kvikunni, og nærumhverfi okkar skoðað á leiðinni. Halldóra og Harpa leiða okkur í núvitund og ef veðrið verður ekki með okkur til að njóta friðsældar utandyra færum við okkur inn í Kvikuna.
Lagt af stað frá Kvikunni kl. 18:00

13. september kl. 18:00 farið frá Kvikunni
NÁTTÚRA

Gangan er farin í samvinnu við Grunnskóla Grindavíkur. Ganga fyrir alla aldurshópa þar sem við förum í leiðangur og ætlum að finna jurt sem Tyrkir eru sagðir hafa skilið eftir þegar þeir réðust til atlögu hér í Grindavík árið 1627. Saga jurtarinnar er forvitnileg og áhugavert að velta uppruna hennar og veru hér í Grindavík fyrir sér. Sagan segir að (blóð-)þyrnir hafi vaxið þar sem blóð heiðinna og kristinna blandaðist og að þar hafi síðan vaxið þyrnir. Sagan segir enn fremur að þyrnirinn vaxi aðeins á tveimur stöðum á landinu, í Grindavík og á Djúpavogi, þar sem Tyrkir stigu einnig á land og rændu fólki.

Þórunn Alda Gylfadóttir, kennari við Grunnskólann og formaður frístunda- og menningarnefndar leiðir gönguna og segir okkur frá ýmsu sem á leið okkar verður.

20. september kl. 18:00 farið frá Kvikunni
SAGA

Gangan er farin í samvinnu við Kvikuna, auðlinda- og menningarhús Grindavíkur. Nú ætlum við að skoða söguna útfrá öðrum forsendum en oft hefur verið gert þegar gengið er um elsta hluta Grindavíkur og hér er það Grindavík í sögum, frásögnum, ljóðum og kvikmyndum sem við skoðum og sérstaklega í frásögnum þar sem skáldskapurinn ræður ríkjum. Við skoðum einnig hvaða listamenn hér hafa dvalið við skrif sín og verk skálds sem ólst upp hér í Grindavík.
Arngímur Vídalín, starfsmaður og staðarhaldari í Kvikunni leiðir gönguna og fær til liðs við sig góða gesti.

27. september kl. 18:00 farið frá Kvikunni
VINÁTTA

Gangan er farin í samvinnu við Grunnskóla Grindavíkur, leikskólana Krók og Laut og félagsþjónustu- og fræðslusvið Grindavíkurbæjar. Umhverfi Grindavíkur býður upp á styttri og lengri gönguleiðir í fjölbreyttu landslagi. Við leggjum af stað frá Kvikunni og á leiðinni er stoppað og við styrkjum vináttuböndin milli okkar, milli þeirra sem þegar þekkjast og þeirra samferðarmanna okkar sem við viljum kynnast. Vinátta er okkur öllum mikilvæg og nýjir íbúar Grindavíkur boðnir velkomnir að slást í hópinn með gögnumönnum og kynnast umhverfi og íbúum.

Allir göngugarpar sem taka þátt í Lýðheilsugöngum FÍ geta hreppt glæsilega vinninga og skráning fer fram á http://lydheilsa.fi.is/

 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 10. apríl 2024

NIE ZAPOMINAJMY O OKAZJACH DO RADOSCI

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir

Fréttir / 3. apríl 2024

Höfum gleđina međ!