Fundur 475

 • Bćjarstjórn
 • 30. ágúst 2017

475. fundur Bæjarstjórnar Grindavíkur haldinn í bæjarstjórnarsal, þriðjudaginn 29. ágúst 2017 og hófst hann kl. 17:00.

Fundinn sátu:
Hjálmar Hallgrímsson forseti, Guðmundur L. Pálsson Bæjarfulltrúi, Kristín María Birgisdóttir 1. varaforseti, Páll Jóhann Pálsson aðalmaður, Marta Sigurðardóttir aðalmaður, Jóna Rut Jónsdóttir Bæjarfulltrúi, Ásrún Helga Kristinsdóttir 2. varaforseti, Jón Þórisson sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs og Fannar Jónasson bæjarstjóri.

Fundargerð ritaði: Jón Þórisson, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.

Dagskrá:

1. 1708096 - Gatnagerð: Fiskasund
Til fundarins var mættur sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs, Ármann Halldórsson, og kynnti hann málið og svaraði fyrirspurnum.

Aðrir sem til máls tóku: Hjálmar, Jóna Rut, Guðmundur og Páll Jóhann.

Tekin fyrir útboðsgögn fyrir gatnagerð í Fiskasundi og lagnir í götu við Hólmasund við Eyjabakka.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að fela sviðsstjóra að bjóða út verkið.

2. 1708099 - Gatnagerð: Víkurhóp
Til fundarins var mættur sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs, Ármann Halldórsson, og kynnti hann málið og svaraði fyrirspurnum.

Aðrir sem til máls tóku: Hjálmar, Guðmundur, Ásrún, Páll Jóhann og Marta.

Tekin fyrir útboðsgögn gatnagerðar í Víkurhópi.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að fela sviðsstjóra að bjóða út verkið.

3. 1705078 - Hafnargata 22: Breyting á deiliskipulagi.
Til fundarins var mættur sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs, Ármann Halldórsson, og kynnti hann málið og svaraði fyrirspurnum.

Aðrir sem til máls tóku: Hjálmar.

Tekin fyrir óveruleg breyting á deiliskipulagi eftir grenndarkynningu. Engar athugasemdir bárust á kynningartímanum.
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði samþykkt skv. 2 mgr. 43 gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða tillögu skipulagsnefndar.

4. 1705055 - Hafnargata 4: breyting á skipulagi
Til fundarins var mættur sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs, Ármann Halldórsson, og kynnti hann málið og svaraði fyrirspurnum.

Aðrir sem til máls tóku: Hjálmar.

Tekin fyrir óveruleg breyting á aðal- og deiliskipulagi eftir grenndarkynningu. Engar athugasemdir bárust. Tillögurnar miðast við að skilgreiningu Hafnargötu 4 verði breytt þannig að hægt sé að reka gistiheimili. Tillögurnar eru unnar af Eflu verkfræðistofu dagsettar 16.6.2017.
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að tillaga að breytingu á aðalskipulagi verði samþykkt skv. 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og tillaga að breytingu á deiliskipulagi verði samþykkt skv. 2 mgr. 43 gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða tillögu skipulagsnefndar.

5. 1705084 - Hafnargata 8: Breyting á skipulagi
Til fundarins var mættur sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs, Ármann Halldórsson, og kynnti hann málið og svaraði fyrirspurnum.

Aðrir sem til máls tóku: Hjálmar.

Tekin fyrir óveruleg breyting á aðal- og deiliskipulagi eftir grenndarkynningu. Engar athugasemdir bárust. Tillögurnar miðast við að skilgreiningu Hafnargötu 8 verði breytt þannig að hægt sé að reka gistiheimili. Tillögurnar eru unnar af Eflu verkfræðistofu dagsettar 18.5.2017.
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að tillaga að breytingu á aðalskipulagi verði samþykkt skv. 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og tillaga að breytingu á deiliskipulagi verði samþykkt skv. 2 mgr. 43 gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða tillögu skipulagsnefndar.

6. 1707013 - Víkurbraut 34: Breyting á aðalskipulagi.
Til fundarins var mættur sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs, Ármann Halldórsson, og kynnti hann málið og svaraði fyrirspurnum.

Aðrir sem til máls tóku: Hjálmar og Guðmundur.

Tekin fyrir óveruleg breyting á aðalskipulagi Grindavíkur 2010-2030 ásamt greinargerð með endanlegri áætlun. Gerð er breyting á þéttbýlisuppdrætti dagsett 11.7.2017. Breytingin er felur í sér að landnotkun við Víkurbraut 34 breytist úr samfélagsþjónustu í verslun og þjónustu. Í mannvirkinu er rekið gistiheimili.
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að breytingin verði samþykkt skv. 2. mgr. 36 gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða tillögu skipulagsnefndar.

7. 1703053 - Gunnuhver: deiliskipulag
Til fundarins var mættur sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs, Ármann Halldórsson, og kynnti hann málið og svaraði fyrirspurnum.

Aðrir sem til máls tóku: Hjálmar, Kristín María og Guðmundur.

Tekin fyrir tillaga að deiliskipulagi fyrir Gunnuhver. Tillagan var auglýst með athugasemdafrest frá og með 5. júlí 2017 og eigi síðar en 17. ágúst 2017. Óskað var eftir umsögnum frá Heilbrigðiseftirliti Suðurnesja, Umhverfisstofnun, Minjastofnun og Vegagerðinni. Engar athugasemdir bárust frá almenningi eða hagsmunaaðilum. Beðið er umsagna umsagnaraðila fram að bæjarstjórnarfundi vegna sumarleyfa.

Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að skipulagsfulltrúa verði falin tillagan til fullnaðarafgreiðslu skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með fyrirvara um að þær umsagnir sem berist fyrir bæjarstjórnarfund verði ekki neikvæðar eða gefi ástæðu til þess breyta þurfi tillögunni að mati bæjarstjórnar.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða tillögu skipulagsnefndar.

8. 1708002 - Umsókn um framkvæmdaleyfi: Stapafellsnáma 2162222.

Til fundarins var mættur sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs, Ármann Halldórsson, og kynnti hann málið og svaraði fyrirspurnum.

Aðrir sem til máls tóku: Hjálmar, Guðmundur og Páll Jóhann.

Erindi frá Iceland Construction ehf. kt. 540671-0959. Erindinu fylgir greinargerð unnin af Eflu verkfræðistofu dagsett 2.8.2017 ásamt áliti Skipulagsstofnunar um mat á umhverfisáhrifum.
Sótt er um framkvæmdaleyfi til efnistöku, en Ístak hyggst halda áfram núverandi efnisvinnslu í Stapafellsnámu. Staðsetningu námunnar er á miðjum Reykjanesskaga á milli Reykjanesbæjar og Grindavíkur. Tveir rekstraraðilar eru í Stapafellsnámu, Íslenskir aðalverktakar og Ístak. Til umfjöllunar hér er sá hluti námunnar sem varðar Ístak. Gert er ráð fyrir að tekið verði um 1,7 milljónir m3 af óhreyfðu bögglabergi. Efni hefur verið unnið úr Stapafelli í áratugi eða frá því um 1950, þegar uppbygging byrjaði á varnarliðssvæðinu.
Tilgangur efnistökunnar er að afla jarðefnis til vega- og mannvirkjagerðar. Efnið sem unnið er í námunni er bögglaberg, perlumöl og sandur. Samkvæmt svæðisskipulagi Suðurnesja er efnisþörf mikil til framtíðar þar sem áætluð er mikil uppbygging á atvinnuhúsnæði og stækkun íbúðabyggða á Suðurnesjum.
Svæðið þar sem námuvinnslan fer fram er skilgreint sem námusvæði í aðalskipulagi Grindavíkur og Reykjanesbæjar. Efnistakan er því í samræmi við gildandi aðalskipulagsáætlanir. Í niðurstöðu álits Skipulagsstofnunar segir m.a. Sú viðbót sem hér er til umfjöllunar mun hafa óveruleg áhrif á náttúruminjar en talsvert neikvæð á jarðmyndanir.

Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að framkvæmdaleyfið verði veitt skv. reglugerð um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða tillögu skipulagsnefndar.

9. 1708107 - Hólmasund 2: Umsókn um lóð
Til fundarins var mættur sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs, Ármann Halldórsson, og kynnti hann málið og svaraði fyrirspurnum.

Aðrir sem til máls tóku: Hjálmar, Kristín María, Guðmundur, Páll Jóhann og Marta.

Erindi frá Pure energy ehf. kt. 460116-0150. Í erindinu er óskað eftir lóð við Hólmasund 2. Lóðinni var úthlutað 2014 en ekki hefur verið sótt um byggingarleyfi.
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að erindið verði samþykkt.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða tillögu skipulagsnefndar.

10. 1501154 - Samþykkt um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa
Til fundarins var mættur sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs, Ármann Halldórsson, og kynnti hann málið og svaraði fyrirspurnum.

Aðrir sem til máls tóku: Hjálmar, Guðmundur, Marta, Páll Jóhann og Kristín María.

Á 1448. fundi bæjarráðs var samþykkt að vísa málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Tillaga frá meirihluta
Lagt er til að vísa málinu til skipulagsnefndar til umfjöllunar og málið fái endanlega afgreiðslu á fundi bæjarstjórnar í september.


Fundarhlé tekið kl. 18:05 - 18:25

Bókun
Fulltrúar minnihluta B og S lista lýsa yfir undrun sinni með að málinu sé enn og aftur vísað tilbaka til skipulagsnefndar. Skipulagsnefnd hefur tekið málið fyrir a.m.k. 7 sinnum síðan í mars 2015 og hefur bæjarráð og bæjarstjórn fjallað um málið í það minnsta 3 sinnum á sama tíma, síðast þann 21. júní sl. þar sem bæjarráð samþykkir að vísa málinu til bæjarstjórnar. Að vísa málinu aftur til nefndarinnar án rökstuðnings um hvað betur mætti fara er ekkert annað en leikur til þess að draga afgreiðslu málsins enn lengur.
Fulltrúar B- og S-lista

Tillaga meirihluta er samþykkt með 4 atkvæðum, gegn 3 atkvæðum minnihluta.

11. 1502001 - Skipulagsnefnd: Samþykkt
Til fundarins var mættur sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs, Ármann Halldórsson, og kynnti hann málið og svaraði fyrirspurnum.

Aðrir sem til máls tóku: Hjálmar, Marta og Kristín María.

Á 1448. fundi bæjarráðs var samþykkt að vísa málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Tillaga frá meirihluta
Lagt er til að vísa málinu til skipulagsnefndar til umfjöllunar og málið fái endanlega afgreiðslu á fundi bæjarstjórnar í september.

Bókun
Fulltrúar minnihluta B og S lista lýsa yfir undrun sinni með að málinu sé enn og aftur vísað tilbaka til skipulagsnefndar. Skipulagsnefnd hefur tekið málið fyrir a.m.k. 7 sinnum síðan í mars 2015 og hefur bæjarráð og bæjarstjórn fjallað um málið í það minnsta 3 sinnum á sama tíma, síðast þann 21. júní sl. þar sem bæjarráð samþykkir að vísa málinu til bæjarstjórnar. Að vísa málinu aftur til nefndarinnar án rökstuðnings um hvað betur mætti fara er ekkert annað en leikur til þess að draga afgreiðslu málsins enn lengur.
Fulltrúar B- og S-lista

Tillaga meirihluta er samþykkt með 4 atkvæðum, gegn 3 atkvæðum minnihluta.

12. 1708132 - Framtíðarsýn um aukna húsnæðisþörf leik- og grunnskóla: Bæjarfulltrúar Framsóknarflokksins óska eftir umræðu
Til máls tóku: Hjálmar, Ásrún, Kristín María, Marta, Guðmundur, Páll Jóhann og Jóna Rut.

Tillaga
Lagt er til að bæjarstjórn feli bæjarstjóra ásamt þeim sviðsstjórum sem málinu tengjast að setja upp tímasetta aðgerðaáætlun, hvernig brugðist verði við aukinni húsnæðisþörf leik- og grunnskóla til næstu fimm ára. Sú áætlun verði lögð fram á næsta fundi bæjarstjórnar.
Fulltrúar B-lista

Fundarhlé tekið kl. 19:40 - 20:00

Breytingartillaga
Lagt er til að bæjarráði verði bætt við fyrri tillögu og þá hljóðar tillagan svona:

Lagt er til að bæjarstjórn feli bæjarráði, ásamt bæjarstjóra og þeim sviðsstjórum sem málinu tengjast, að setja upp tímasetta aðgerðaáætlun, hvernig brugðist verði við aukinni húsnæðisþörf leik- og grunnskóla til næstu fimm ára. Sú áætlun verði lögð fram á næsta fundi bæjarstjórnar.
Fulltrúar meirihluta

Breytingartillagan er samþykkt samhljóða

Fundarhlé er tekið kl. 20:15 - 20:30

Bókun
Fulltrúar B lista gera athugasemd við að tillaga þeirra sem liggur fyrir sé ekki borin upp í heild sinni eftir að breytingatillaga meirihlutans við tillögu Framsóknar var samþykkt.
Fulltrúar B-lista

Bókun
Meirihlutinn bendir á það að þetta fyrirkomulag afgreiðslu tillagna hefur verið viðhaft áður.
Meirihluti D- og G-lista

13. 1708118 - Samgönguáætlun: Áherslur í áætlun 2018-2029
Til máls tóku: Hjálmar, Guðmundur, Kristín María og Páll Jóhann.

14. 1706001F - Bæjarráð Grindavíkur - 1447
Til máls tóku: Hjálmar, Kristín María, Ásrún, Jóna Rut, bæjarstjóri og Guðmundur.

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

15. 1706010F - Bæjarráð Grindavíkur - 1448
Til máls tóku: Hjálmar, Ásrún, Kristín María, Páll Jóhann, Guðmundur, Jóna Rut og Marta.

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

16. 1706013F - Bæjarráð Grindavíkur - 1449
Til máls tóku: Hjálmar, Ásrún, bæjarstjóri, Páll Jóhann, Guðmundur og Jóna Rut.

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

17. 1707001F - Bæjarráð Grindavíkur - 1450
Til máls tóku: Hjálmar, Jóna Rut, Kristín María, Marta, Ásrún og Guðmundur.

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

18. 1707003F - Bæjarráð Grindavíkur - 1451
Til máls tóku: Hjálmar, Marta, Ásrún, Kristín María, Jóna Rut og Páll Jóhann.

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

19. 1707005F - Bæjarráð Grindavíkur - 1452
Til máls tóku: Hjálmar, Jóna Rut, Páll Jóhann og Marta.

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

20. 1708002F - Bæjarráð Grindavíkur - 1453
Til máls tóku: Hjálmar, Guðmundur, Páll Jóhann, Ásrún, Marta, Jóna Rut og Kristín María.

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

21. 1708005F - Bæjarráð Grindavíkur - 1454
Til máls tóku: Hjálmar, Marta, Guðmundur, Ásrún og Jóna Rut.

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

22. 1706012F - Skipulagsnefnd - 31
Til máls tóku: Hjálmar, Guðmundur, Kristín María, Jóna Rut, Marta, Páll Jóhann og Ásrún.

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

23. 1708008F - Afgreiðslunefnd byggingamála - 19
Til máls tóku: Hjálmar, Guðmundur, Páll Jóhann, Jóna Rut, Marta og Kristín María.

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

24. 1708001F - Umhverfis- og ferðamálanefnd - 23
Til máls tóku: Hjálmar, Jóna Rut, Páll Jóhann, Guðmundur, Marta, Ásrún og Kristín María

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

25. 1708004F - Félagsmálanefnd - 81
Til máls tóku: Hjálmar, Ásrún, Marta, Kristín María, Guðmundur, Jóna Rut og Páll Jóhann.

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 22:00.

 

Deildu ţessari frétt

AĐRAR FUNDARGERĐIR

Bćjarráđ / 4. desember 2018

Fundur 1501

Bćjarstjórn / 30. nóvember 2018

Fundur 490

Afgreiđslunefnd byggingamála / 25. september 2018

Fundur 31

Afgreiđslunefnd byggingamála / 17. ágúst 2018

Fundur 29

Afgreiđslunefnd byggingamála / 22. nóvember 2018

Fundur 32

Umhverfis- og ferđamálanefnd / 21. nóvember 2018

Fundur 32

Skipulagsnefnd / 19. nóvember 2018

Fundur 47

Bćjarráđ / 20. nóvember 2018

Fundur 1500

Frístunda- og menningarnefnd / 19. nóvember 2018

Fundur 77

Bćjarráđ / 13. nóvember 2018

Fundur 1499

Bćjarráđ / 7. nóvember 2018

Fundur nr. 1498

Bćjarstjórn / 30. október 2018

Fundur 489

Bćjarráđ / 23. október 2018

Fundur 1497

Skipulagsnefnd / 22. október 2018

Fundur 46

Afgreiđslunefnd byggingamála / 18. október 2018

Fundur 31

Skipulagsnefnd / 1. október 2018

Fundur 45

Umhverfis- og ferđamálanefnd / 10. október 2018

Fundur 31

Hafnarstjórn / 8. október 2018

Fundur 461

Frístunda- og menningarnefnd / 3. október 2018

Fundur 76

Frístunda- og menningarnefnd / 5. september 2018

Fundur 75

Bćjarráđ / 16. október 2018

Fundur 1496

Bćjarráđ / 9. október 2018

Fundur 1495

Ungmennaráđ / 8. október 2018

Fundur 33

Ungmennaráđ / 11. september 2018

Fundur 32

Ungmennaráđ / 13. nóvember 2017

Fundur 31

Ungmennaráđ / 11. október 2017

Fundur 30

Ungmennaráđ / 18. september 2017

Fundur 29

Frćđslunefnd / 4. október 2018

Fundur 80

Bćjarráđ / 10. september 2018

Fundur 1491

Bćjarráđ / 6. september 2018

Fundur 1490

Nýjustu fréttir 10

Nemendur tónlistarskólans héldu glćsilega jólatónleika

 • Tónlistaskólafréttir
 • 10. desember 2018

Nemendur tónlistarskólans komu fram viđ tendrun jólatrés

 • Tónlistaskólafréttir
 • 10. desember 2018

Matseđill nćstu viku í Víđihlíđ

 • Fréttir
 • 7. desember 2018

Snjókarlagerđ í núvitund

 • Grunnskólafréttir
 • 7. desember 2018

Jólatónleikar Tónlistarskólans

 • Tónlistaskólafréttir
 • 7. desember 2018

8. bekkur las fyrir 2. bekk

 • Grunnskólafréttir
 • 6. desember 2018

Vilhjálmur Árnason rćddi orkumál viđ nemendur

 • Grunnskólafréttir
 • 6. desember 2018