Tveir fyrrum leikmenn Grindavíkur í fámennum úrvalshópi
Tveir fyrrum leikmenn Grindavíkur í fámennum úrvalshópi

Samkvæmt óformlegri* tölfræðirannsókn sem vefsíðan Fúsíjama TV lagði í þá eru aðeins 4 leikmenn í sögu efstu deilda í körfuknattleik á Íslandi sem hafa náð þeim fágæta áfanga að afreka fjórfalda tvennu í leik. Tveir af þessum leikmönnum eru fyrrum leikmenn Grindavíkur, þau Penni Peppas og Brenton Birmingham. Eru þau jafnframt fyrstu tveir leikmennirnir sem komust í þennan fámenna hóp.

Fjórföld tvenna er þegar leikmaður nær tveggja stafa tölu í fjórum af fimm tölfræðiþáttum, stigum, fráköstum, stoðsendingum, vörðum skotum og stolnum boltum. Það var engin önnur en Penni Peppas sem fyrst allra afrekaði þessa tölfræði, þegar hún skoraði heil 52 stig, tók 16 fráköst, gaf 11 stoðsendingar og stal 10 boltum. Var þetta í algjörum yfirburðasigri á ÍR þann 15. október 1996. Tölfræði leiksins má sjá hér.

Brenton var svo næstur í sigurleik gegn Keflavík þann 16. mars 2000, en þá skoraði hann 17 stig, tók 14 fráköst, gaf 10 stoðsendingar og stal 10 boltum. Tölfræði leiksins.

Heildarlisti þeirra leikmanna sem hafa náð fjórfaldri tvennu í efstu deildum og bikar á Íslandi

Penni fagnar Íslandsmeistaratitlinum vorið 1996

 

*Tölfræðivefur KKÍ er ekki fullkominn og nær einnig aðeins ákveðið langt aftur, svo að það má vel að þessi hópur sé í raun stærri, en þangað til annað kemur í ljós tökum við Grindvíkingar fullt kredit fyrir þessa tvo brautryðjendur!

Nýlegar fréttir

fim. 21. sep. 2017    Heilsu- og forvarnarvika á Suđurnesjum
fim. 21. sep. 2017    Rashad Whack nýr leikmađur Grindavíkur
fim. 21. sep. 2017    Starf organista viđ Grindavíkurkirkju
miđ. 20. sep. 2017    Prjóna- og handavinnukvöld í Gallery Spuna í kvöld
miđ. 20. sep. 2017    Fyrsti fundur Stuđboltana ţetta skólaár
miđ. 20. sep. 2017    Félagsfundur VG í Grindavík annađ kvöld - Ari Trausti mćtir
miđ. 20. sep. 2017    Tjaldsvćđiđ opiđ út nóvember
miđ. 20. sep. 2017    ADHD međ tónleika á Bryggjunni á fimmtudagskvöldiđ
ţri. 19. sep. 2017    Suđurnesjaslagur í Útsvarinu 29. september
ţri. 19. sep. 2017    Fisktćkniskólinn og Marel áfram í samstarfi
ţri. 19. sep. 2017    Lokahóf 3. og 4. flokks í knattspyrnu
ţri. 19. sep. 2017    Lýđheilsuganga í Grindavík - SAGA
ţri. 19. sep. 2017    Geo Hótel leitar ađ hótelstjóra
mán. 18. sep. 2017    Karfan.is leitar ađ blađamönnum og ljósmyndurum í Grindavík
mán. 18. sep. 2017    Hópsnesiđ er kynngimagnađur stađur
mán. 18. sep. 2017    Allskonar form í umhverfinu
mán. 18. sep. 2017    Björn Lúkas rúllađi upp MMA einvígi sínu
mán. 18. sep. 2017    Rennandi blaut markasúpa á Grindavíkurvelli
fös. 15. sep. 2017    Réttađ í Ţórkötlustađarétt laugardaginn á morgun kl. 14:00
fös. 15. sep. 2017    Opnađ fyrir umsóknir um orlofshús VG á Spáni fyrir páskana
fös. 15. sep. 2017    Grindavík lá í Eyjum
fös. 15. sep. 2017    Bubbi Morthens međ tónleika í Grindavíkurkirkju í kvöld
fim. 14. sep. 2017    Lýđsheilsugöngur í Grindavík
fim. 14. sep. 2017    Lokahóf hjá yngri flokkum í fótboltanum
fim. 14. sep. 2017    Atvinna: Matráđur og ađstođarmatráđur í Miđgarđi
Grindavík.is fótur