Tveir fyrrum leikmenn Grindavíkur í fámennum úrvalshópi

  • Körfubolti
  • 29. ágúst 2017
Tveir fyrrum leikmenn Grindavíkur í fámennum úrvalshópi

Samkvæmt óformlegri* tölfræðirannsókn sem vefsíðan Fúsíjama TV lagði í þá eru aðeins 4 leikmenn í sögu efstu deilda í körfuknattleik á Íslandi sem hafa náð þeim fágæta áfanga að afreka fjórfalda tvennu í leik. Tveir af þessum leikmönnum eru fyrrum leikmenn Grindavíkur, þau Penni Peppas og Brenton Birmingham. Eru þau jafnframt fyrstu tveir leikmennirnir sem komust í þennan fámenna hóp.

Fjórföld tvenna er þegar leikmaður nær tveggja stafa tölu í fjórum af fimm tölfræðiþáttum, stigum, fráköstum, stoðsendingum, vörðum skotum og stolnum boltum. Það var engin önnur en Penni Peppas sem fyrst allra afrekaði þessa tölfræði, þegar hún skoraði heil 52 stig, tók 16 fráköst, gaf 11 stoðsendingar og stal 10 boltum. Var þetta í algjörum yfirburðasigri á ÍR þann 15. október 1996. Tölfræði leiksins má sjá hér.

Brenton var svo næstur í sigurleik gegn Keflavík þann 16. mars 2000, en þá skoraði hann 17 stig, tók 14 fráköst, gaf 10 stoðsendingar og stal 10 boltum. Tölfræði leiksins.

Heildarlisti þeirra leikmanna sem hafa náð fjórfaldri tvennu í efstu deildum og bikar á Íslandi

Penni fagnar Íslandsmeistaratitlinum vorið 1996

 

*Tölfræðivefur KKÍ er ekki fullkominn og nær einnig aðeins ákveðið langt aftur, svo að það má vel að þessi hópur sé í raun stærri, en þangað til annað kemur í ljós tökum við Grindvíkingar fullt kredit fyrir þessa tvo brautryðjendur!

Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir frá Tónlistarskólanum / 23. febrúar 2018

Dagur tónlistarskólanna 2018 á morgun, laugardag

Fréttir / 23. febrúar 2018

Atvinna - Fagstjóri í hreyfisal Lautar

Fréttir / 23. febrúar 2018

Kútmagakvöld Lions föstudaginn 9. mars.

Fréttir / 21. febrúar 2018

Sumarstörf hjá Grindavíkurbć sumariđ 2018

Grunnskólinn / 19. febrúar 2018

Öskudagsfjör í Hópsskóla

Grunnskólinn / 19. febrúar 2018

Útgáfuveisla í 2. bekk

Grunnskólinn / 16. febrúar 2018

Dagur stćrđfrćđinnar í Grunnskóla Grindavíkur

Laut / 15. febrúar 2018

112 dagurinn á Laut

UMFG / 15. febrúar 2018

Juanma áfram í Grindavík

Grunnskólinn / 14. febrúar 2018

Líflegur öskudagur í Grunnskóla Grindavíkur

Fréttir / 14. febrúar 2018

Ný vefsíđa Grindavíkurbćjar í loftiđ

Fréttir / 14. febrúar 2018

Matseđill nćstu viku í Víđihlíđ