Fundur 19

19. fundur Afgreiðslunefndar byggingamála haldinn á skrifstofu byggingarfulltrúa, föstudaginn 25. ágúst 2017 og hófst hann kl. 08:30.


Fundinn sátu:

Sigmar Björgvin Árnason byggingarfulltrúi og Íris Gunnarsdóttir starfsmaður tæknisviðs.

Fundargerð ritaði: Sigmar Árnason, Byggingarfulltrúi.


Dagskrá:

1. 1708121 - Efrahóp 24: Umsókn um lóð
Pétur Friðjónsson sækir um f.h. Augljós Ráðgjöf ehf. um lóð til byggingar einbýlishúss.

Samþykkt

2. 1708122 - Efrahóp 25: Umsókn um lóð

Pétur Friðjónsson sækir um f.h. Augljós Ráðgjöf ehf. um lóð til byggingar einbýlishúss.

Samþykkt

3. 1708123 - Efrahóp 3: Umsókn um lóð
Grettir Sigurjónsson sækir um lóð til byggingar einbýlishúss

Samþykkt

4. 1708119 - Norðurhóp 44-46-48: Umsókn um byggingarleyfi
Magnús Guðmundsson sækir um fyrir hönd Grindarinnar ehf. um byggingarleyfi fyrir raðhús skv. teikningum frá Jees arkítektum dagsettum 6.8.2017.

Samþykkt


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 09:30.

 

Grindavík.is fótur