Fundur 1452

  • Bćjarráđ
  • 2. ágúst 2017

1452. fundur bæjarráðs Grindavíkur haldinn í bæjarstjórnarsal, þriðjudaginn 1. ágúst 2017 og hófst hann kl. 16:00.


Fundinn sátu:
Kristín María Birgisdóttir formaður, Hjálmar Hallgrímsson varaformaður, Marta Sigurðardóttir áheyrnarfulltrúi, Páll Jóhann Pálsson varamaður og Fannar Jónasson bæjarstjóri.

Fundargerð ritaði: Fannar Jónasson, bæjarstjóri.


Dagskrá:

1. 1702062 - Umferðaröryggi á Grindavíkurvegi: Samráðsfundir
Fyrir fundinum lágu tvö erindi frá Vegagerðinni: a. Minnisblað um breytingar til að auka umferðaröryggi. b. Umferðaröryggisúttekt Grindavíkurvegar.

Bæjarráð Grindavíkur þakkar Vegagerðinni greinargóða skýrslu á öryggisúttekt sem unnin var á Grindavíkurvegi í vor. Vegagerðin hefur forgangsraðað tillögunum sem er ætlað að bæta umhverfi vegarins og gera hættuminni þar sem slys vegna útafaksturs eru tíðust. Bæjarráði er ljóst að Vegagerðin hefur reynt eftir fremsta megni að vinna með það takmarkaða fjármagn sem til er í öryggisaðgerðir og viðhald vega og telur bæjarráð að auka þurfi það fjármagn verulega. Bæjaráð ítrekar brýna nauðsyn þess að ráðast í framkvæmdir sem fyrst á veginum til að lagfæra slitlag, vegaxlir og fjölga útskotum. Bæjarstjórn Grindavíkur, bæjarstjóri og samráðshópur munu halda áfram að þrýsta á stjórnvöld og fjárveitingavaldið að koma veginum á samgönguáætlun. Hann er bæði fjölfarinn og hættulegur og mikilvægt að aðgreina akstursstefnur sem fyrst.

2. 1610065 - Hádegismatur eldri borgara: Beiðni um niðurgreiðslur
Borist hafði erindi frá félagi eldri borgara í Grindavík þar sem bæjarstjórn er hvött til þess að leita allra leiða til að halda áfram með mötuneyti í Víðihlíð.

Bæjarstjóri kynnti stöðu mála. Farið hafa fram viðræður við forstjóra HSS og vonir standa til að hægt verði að ná samkomulagi um áframhaldandi leigu á eldhúsinu í Víðihlíð.

3. 1503035 - Húsatóftavöllur: Stuðningur við uppbyggingu golfvallar

Formaður Golfklúbbs Grindavíkur sendi bæjarráði póst þar sem fram kemur að enn sé ólokið gerð undirganga undir Nesveg við golfvöllinn.

Bæjarráð frestar málinu.

4. 1704039 - Bergbúar ehf: Umsókn um leyfi til reksturs gististaðar í flokki II.
Heilbrigðiseftirlit Suðurnesja hefur ekki veitt Bergbúum starfsleyfi og hefur reksturinn verið stöðvaður. Sýslumaður óskar eftir formlegri afstöðu sveitarstjórnar til umsóknarinnar.

Bæjarráð hafnar veitingu leyfisins, þar sem athugasemdir hafa verið gerðar af hálfu eftirlitsaðila, þ.e. byggingarfulltrúa Grindavíkurbæjar, Slökkviliðs Grindavíkur og Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja.

5. 1707048 - Þjóðskrá: Tilkynning um fasteignamat 2018
Tilkynning um fasteignamat 2018 lögð fram. Þar kemur fram að meðaltalshækkun íbúðahúsnæðis í Grindavík er 19,1% frá 2017.

6. 1707004F - Afgreiðslunefnd byggingamála - 18
Fundargerðin er lögð fram.

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:40.

 

 

Deildu ţessari frétt

AĐRAR FUNDARGERĐIR

Umhverfis- og ferđamálanefnd / 14. febrúar 2018

Fundur 26

Bćjarráđ / 13. febrúar 2018

Fundur 1471

Bćjarráđ / 7. febrúar 2018

Fundur 1470

Bćjarstjórn / 31. janúar 2018

Fundur 480

Bćjarráđ / 24. janúar 2018

Fundur 1469

Afgreiđslunefnd byggingamála / 23. janúar 2018

Fundur 37

Afgreiđslunefnd byggingamála / 22. janúar 2018

Fundur 23

Bćjarráđ / 17. janúar 2018

Fundur 1468

Frćđslunefnd / 11. janúar 2018

Fundur 71

Bćjarráđ / 3. janúar 2018

Fundur 1467

Bćjarstjórn / 20. desember 2017

Fundur 479

Bćjarráđ / 13. desember 2017

Fundur 1466

Afgreiđslunefnd byggingamála / 12. desember 2017

Fundur 22

Skipulagsnefnd / 12. desember 2017

Fundur 36

Frístunda- og menningarnefnd / 11. desember 2017

Fundur 68

Frístunda- og menningarnefnd / 11. desember 2017

Fundur 67

Frćđslunefnd / 5. desember 2017

Fundur 70

Bćjarstjórn / 29. nóvember 2017

Fundur 478

Bćjarráđ / 22. nóvember 2017

Fundur 1464

Skipulagsnefnd / 21. nóvember 2017

Fundur 35

Afgreiđslunefnd byggingamála / 16. nóvember 2017

Fundur 21

Bćjarráđ / 15. nóvember 2017

Fundur 1463

Frćđslunefnd / 14. nóvember 2017

Fundur 69

Umhverfis- og ferđamálanefnd / 9. nóvember 2017

Fundur 25

Bćjarráđ / 8. nóvember 2017

Fundur 1462

Bćjarstjórn / 1. nóvember 2017

Fundur 477

Skipulagsnefnd / 27. október 2017

Fundur 34

Bćjarráđ / 25. október 2017

Fundur 1461

Umhverfis- og ferđamálanefnd / 20. október 2017

Fundur 24

Hafnarstjórn / 19. október 2017

Fundur 453