Angela Rodriguez ţjálfar stelpurnar í vetur - sex leikmenn skrifuđu undir

  • Körfubolti
  • 25. júlí 2017

Á dögunum tilkynnti Körfuknattleiksdeild UMFG um ráðningu þjálfara meistaraflokks kvenna fyrir komandi vetur en Angela Rodriguez mun bæði þjálfa liðið og leika með því. Angela lék með liðinu eftir áramót á liðnu tímabili en náði aðeins að leika 4 leiki vegna ótrúlegra tafa á veitingu atvinnuleyfis.

Þá skrifuðu 6 leikmenn undir samninga á dögunum þess efnis að spila með liðinu á komandi tímabili en það eru þær Embla Kristínardóttir, Sigrún Elfa Ágústsdóttir, Andra Björk Gunnarsdóttir, Elísabet María Magnúsdóttir, Ólöf Rún Óladóttir og Arna Sif Elíasdóttir. Þær stöllur eru á myndinni hér að ofan, að Örnu undanskilinni, en hún átti ekki heimangengt þegar myndin var tekin.

Angela lék svo fáa leiki með Grindavík á liðnu tímabili að við eigum enga mynd af henni í gula búningnum!


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir