10. bekkingar styđja gott málefni
10. bekkingar styđja gott málefni

Í lok júnmánaðar gáfu útskriftarnemendur grunnskólans 140.000 kr í gott málefni. Forsaga þess er að í haust hófu nemendur að skipuleggja leiðir til fjáröflunar á útskriftarferð vorsins. Markmiðið var að nemendur þyrftu að bera sem minnstan kostnað við ferðalagið en um leið að allt umframfjármagn sem safnaðist, skyldi varið í góðan málstað. 

Í upphafi ársins héldu nemendur árgangafund um hvaða leiðir væru færar án þess að fara inn á svið íþrótta- og æskulýðsstarfsins hér í Grindavík. Nemendur lögðu á sig mikla vinnu við hin ýmsu verkefni, s.s. námsmaraþon til undirbúnings fyrir samræmd próf og fyrir almennt nám í 10. bekk, veitingasölu á skákmóti grunnskóla sem haldið var hér í bæ, veitingasölu á leiksýningum fyrir bæjarbúa, hreinsunardögum í Grindavík og nágrenni, auglýsingaöflun og sölu á skólablaði ásamt fleiru.

Eins og áður sagði náðist að safna fyrir stærstum hluta útskriftarferðarinnar og margir náðu að safna umfram kostnað. Það sem eftir stæði skyldi gefið til góðs málefnis. Allt framlag nemenda var sannarlega til fyrirmyndar og eflaust munu margir þeirra hugsa til þess með stolti og þökkum að hafa fengið að láta gott af sér leiða þegar þeir kvöddu skólann sinn.

Þess má geta að nemendur fóru í þriggja daga ferðalag þar sem Vestmannaeyjar voru heimsóttar, farið í „riverrafting", litabolta, á kvikmyndasýningu og margt fleira. Í sannleika sagt var hópurinn Grindavíkurbæ og sínum skóla til mikils sóma.

Umsjónarkennarar hópsins voru sammála um að þarna væri frábær hópur á ferð: „Við umsjónarkennarar erum stoltir af okkar nemendum. Þetta var skemmtilegasta skólaferðalag og besti hópur sem ég hef farið með á 28 ára kennsluferli mínum."  

Nýlegar fréttir

fös. 14. júl. 2017    Sumartími á Grindavik.is
fös. 14. júl. 2017    Klókir litlir krakkar - námskeiđ fyrir foreldra barna međ kvíđaeinkenni
fös. 14. júl. 2017    Ađsóknartölur á tjaldsvćđinu slá öll met
fim. 13. júl. 2017    Knattspyrnudeild UMFG og HS Orka framlengja samstarfssamning sinn
miđ. 12. júl. 2017    Útivist í Reykjanes Geopark - gengiđ um Eldvörp á morgun
miđ. 12. júl. 2017    Admir Kubat til Grindavíkur
ţri. 11. júl. 2017    Framkvćmdir viđ Hraunbraut nćstu vikur
mán. 10. júl. 2017    Grindavík mćtir ÍBV í 4-liđa úrslitum
mán. 10. júl. 2017    Leikhópurinn Lotta sýnir Ljóta andarungann á morgun
mán. 10. júl. 2017    Grindavík á toppinn í Pepsi-deildinni
fös. 7. júl. 2017    Leikjanámskeiđ 3 - skráning og dagskrá
fim. 6. júl. 2017    10. bekkingar styđja gott málefni
fim. 6. júl. 2017    Sumarlokun skrifstofu Verkalýđsfélags Grindavíkur
fim. 6. júl. 2017    Meiđslalistinn hjá Grindavík í lengra lagi
fim. 6. júl. 2017    Fréttir frá Costa Blanca mótinu á Spáni
miđ. 5. júl. 2017    Dagur, Jón Axel og Ólafur í 24 manna ćfingahóp landsliđsins
ţri. 4. júl. 2017    Ný Visit Grindavík vefsíđa í loftiđ
ţri. 4. júl. 2017    Reggie Óđins međ tvenna tónleika á Fish house
ţri. 4. júl. 2017    Umhverfisverđlaun Grindavíkurbćjar afhent annađ hvert ár
ţri. 4. júl. 2017    20 milljónir í viđhald á Grindavíkurvegi í sumar
ţri. 4. júl. 2017    Trato á Bryggjunni á föstudagskvöld
mán. 3. júl. 2017    Dregiđ í söguratleiknum
mán. 3. júl. 2017    Jónsmessuganga í blíđskaparveđri
mán. 3. júl. 2017    Atvinna - Sálfrćđingur viđ skólaţjónustu Grindavíkurbćjar
mán. 3. júl. 2017    Ţriđji sigurinn í röđ hjá stelpunum
Grindavík.is fótur