10. bekkingar styđja gott málefni
10. bekkingar styđja gott málefni

Í lok júnmánaðar gáfu útskriftarnemendur grunnskólans 140.000 kr í gott málefni. Forsaga þess er að í haust hófu nemendur að skipuleggja leiðir til fjáröflunar á útskriftarferð vorsins. Markmiðið var að nemendur þyrftu að bera sem minnstan kostnað við ferðalagið en um leið að allt umframfjármagn sem safnaðist, skyldi varið í góðan málstað. 

Í upphafi ársins héldu nemendur árgangafund um hvaða leiðir væru færar án þess að fara inn á svið íþrótta- og æskulýðsstarfsins hér í Grindavík. Nemendur lögðu á sig mikla vinnu við hin ýmsu verkefni, s.s. námsmaraþon til undirbúnings fyrir samræmd próf og fyrir almennt nám í 10. bekk, veitingasölu á skákmóti grunnskóla sem haldið var hér í bæ, veitingasölu á leiksýningum fyrir bæjarbúa, hreinsunardögum í Grindavík og nágrenni, auglýsingaöflun og sölu á skólablaði ásamt fleiru.

Eins og áður sagði náðist að safna fyrir stærstum hluta útskriftarferðarinnar og margir náðu að safna umfram kostnað. Það sem eftir stæði skyldi gefið til góðs málefnis. Allt framlag nemenda var sannarlega til fyrirmyndar og eflaust munu margir þeirra hugsa til þess með stolti og þökkum að hafa fengið að láta gott af sér leiða þegar þeir kvöddu skólann sinn.

Þess má geta að nemendur fóru í þriggja daga ferðalag þar sem Vestmannaeyjar voru heimsóttar, farið í „riverrafting", litabolta, á kvikmyndasýningu og margt fleira. Í sannleika sagt var hópurinn Grindavíkurbæ og sínum skóla til mikils sóma.

Umsjónarkennarar hópsins voru sammála um að þarna væri frábær hópur á ferð: „Við umsjónarkennarar erum stoltir af okkar nemendum. Þetta var skemmtilegasta skólaferðalag og besti hópur sem ég hef farið með á 28 ára kennsluferli mínum."  

Nýlegar fréttir

fim. 21. sep. 2017    Heilsu- og forvarnarvika á Suđurnesjum
fim. 21. sep. 2017    Czy twoje dziecko jest zapisane w systemie Nora?
fim. 21. sep. 2017    Rashad Whack nýr leikmađur Grindavíkur
fim. 21. sep. 2017    Starf organista viđ Grindavíkurkirkju
miđ. 20. sep. 2017    Prjóna- og handavinnukvöld í Gallery Spuna í kvöld
miđ. 20. sep. 2017    Fyrsti fundur Stuđboltana ţetta skólaár
miđ. 20. sep. 2017    Félagsfundur VG í Grindavík annađ kvöld - Ari Trausti mćtir
miđ. 20. sep. 2017    Tjaldsvćđiđ opiđ út nóvember
miđ. 20. sep. 2017    ADHD međ tónleika á Bryggjunni á fimmtudagskvöldiđ
ţri. 19. sep. 2017    Suđurnesjaslagur í Útsvarinu 29. september
ţri. 19. sep. 2017    Fisktćkniskólinn og Marel áfram í samstarfi
ţri. 19. sep. 2017    Lokahóf 3. og 4. flokks í knattspyrnu
ţri. 19. sep. 2017    Lýđheilsuganga í Grindavík - SAGA
ţri. 19. sep. 2017    Geo Hótel leitar ađ hótelstjóra
mán. 18. sep. 2017    Karfan.is leitar ađ blađamönnum og ljósmyndurum í Grindavík
mán. 18. sep. 2017    Hópsnesiđ er kynngimagnađur stađur
mán. 18. sep. 2017    Allskonar form í umhverfinu
mán. 18. sep. 2017    Björn Lúkas rúllađi upp MMA einvígi sínu
mán. 18. sep. 2017    Rennandi blaut markasúpa á Grindavíkurvelli
fös. 15. sep. 2017    Réttađ í Ţórkötlustađarétt laugardaginn á morgun kl. 14:00
fös. 15. sep. 2017    Opnađ fyrir umsóknir um orlofshús VG á Spáni fyrir páskana
fös. 15. sep. 2017    Grindavík lá í Eyjum
fös. 15. sep. 2017    Bubbi Morthens međ tónleika í Grindavíkurkirkju í kvöld
fim. 14. sep. 2017    Lýđsheilsugöngur í Grindavík
fim. 14. sep. 2017    Lokahóf hjá yngri flokkum í fótboltanum
Grindavík.is fótur