10. bekkingar styđja gott málefni

  • Grunnskólinn
  • 6. júlí 2017
10. bekkingar styđja gott málefni

Í lok júnmánaðar gáfu útskriftarnemendur grunnskólans 140.000 kr í gott málefni. Forsaga þess er að í haust hófu nemendur að skipuleggja leiðir til fjáröflunar á útskriftarferð vorsins. Markmiðið var að nemendur þyrftu að bera sem minnstan kostnað við ferðalagið en um leið að allt umframfjármagn sem safnaðist, skyldi varið í góðan málstað. 

Í upphafi ársins héldu nemendur árgangafund um hvaða leiðir væru færar án þess að fara inn á svið íþrótta- og æskulýðsstarfsins hér í Grindavík. Nemendur lögðu á sig mikla vinnu við hin ýmsu verkefni, s.s. námsmaraþon til undirbúnings fyrir samræmd próf og fyrir almennt nám í 10. bekk, veitingasölu á skákmóti grunnskóla sem haldið var hér í bæ, veitingasölu á leiksýningum fyrir bæjarbúa, hreinsunardögum í Grindavík og nágrenni, auglýsingaöflun og sölu á skólablaði ásamt fleiru.

Eins og áður sagði náðist að safna fyrir stærstum hluta útskriftarferðarinnar og margir náðu að safna umfram kostnað. Það sem eftir stæði skyldi gefið til góðs málefnis. Allt framlag nemenda var sannarlega til fyrirmyndar og eflaust munu margir þeirra hugsa til þess með stolti og þökkum að hafa fengið að láta gott af sér leiða þegar þeir kvöddu skólann sinn.

Þess má geta að nemendur fóru í þriggja daga ferðalag þar sem Vestmannaeyjar voru heimsóttar, farið í „riverrafting", litabolta, á kvikmyndasýningu og margt fleira. Í sannleika sagt var hópurinn Grindavíkurbæ og sínum skóla til mikils sóma.

Umsjónarkennarar hópsins voru sammála um að þarna væri frábær hópur á ferð: „Við umsjónarkennarar erum stoltir af okkar nemendum. Þetta var skemmtilegasta skólaferðalag og besti hópur sem ég hef farið með á 28 ára kennsluferli mínum."  

Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir frá Tónlistarskólanum / 23. febrúar 2018

Dagur tónlistarskólanna 2018 á morgun, laugardag

Fréttir / 23. febrúar 2018

Atvinna - Fagstjóri í hreyfisal Lautar

Fréttir / 23. febrúar 2018

Kútmagakvöld Lions föstudaginn 9. mars.

Fréttir / 21. febrúar 2018

Sumarstörf hjá Grindavíkurbć sumariđ 2018

Grunnskólinn / 19. febrúar 2018

Öskudagsfjör í Hópsskóla

Grunnskólinn / 19. febrúar 2018

Útgáfuveisla í 2. bekk

Grunnskólinn / 16. febrúar 2018

Dagur stćrđfrćđinnar í Grunnskóla Grindavíkur

Laut / 15. febrúar 2018

112 dagurinn á Laut

UMFG / 15. febrúar 2018

Juanma áfram í Grindavík

Grunnskólinn / 14. febrúar 2018

Líflegur öskudagur í Grunnskóla Grindavíkur

Fréttir / 14. febrúar 2018

Ný vefsíđa Grindavíkurbćjar í loftiđ

Fréttir / 14. febrúar 2018

Matseđill nćstu viku í Víđihlíđ