10. bekkingar styđja gott málefni
10. bekkingar styđja gott málefni

Í lok júnmánaðar gáfu útskriftarnemendur grunnskólans 140.000 kr í gott málefni. Forsaga þess er að í haust hófu nemendur að skipuleggja leiðir til fjáröflunar á útskriftarferð vorsins. Markmiðið var að nemendur þyrftu að bera sem minnstan kostnað við ferðalagið en um leið að allt umframfjármagn sem safnaðist, skyldi varið í góðan málstað. 

Í upphafi ársins héldu nemendur árgangafund um hvaða leiðir væru færar án þess að fara inn á svið íþrótta- og æskulýðsstarfsins hér í Grindavík. Nemendur lögðu á sig mikla vinnu við hin ýmsu verkefni, s.s. námsmaraþon til undirbúnings fyrir samræmd próf og fyrir almennt nám í 10. bekk, veitingasölu á skákmóti grunnskóla sem haldið var hér í bæ, veitingasölu á leiksýningum fyrir bæjarbúa, hreinsunardögum í Grindavík og nágrenni, auglýsingaöflun og sölu á skólablaði ásamt fleiru.

Eins og áður sagði náðist að safna fyrir stærstum hluta útskriftarferðarinnar og margir náðu að safna umfram kostnað. Það sem eftir stæði skyldi gefið til góðs málefnis. Allt framlag nemenda var sannarlega til fyrirmyndar og eflaust munu margir þeirra hugsa til þess með stolti og þökkum að hafa fengið að láta gott af sér leiða þegar þeir kvöddu skólann sinn.

Þess má geta að nemendur fóru í þriggja daga ferðalag þar sem Vestmannaeyjar voru heimsóttar, farið í „riverrafting", litabolta, á kvikmyndasýningu og margt fleira. Í sannleika sagt var hópurinn Grindavíkurbæ og sínum skóla til mikils sóma.

Umsjónarkennarar hópsins voru sammála um að þarna væri frábær hópur á ferð: „Við umsjónarkennarar erum stoltir af okkar nemendum. Þetta var skemmtilegasta skólaferðalag og besti hópur sem ég hef farið með á 28 ára kennsluferli mínum."  

Nýlegar fréttir

fös. 24. nóv. 2017    Allra heilagra messa á sunnudaginn
fös. 24. nóv. 2017    Rússneskir skólastjórar í heimsókn
fös. 24. nóv. 2017    Kynning á Startup Tourism
fim. 23. nóv. 2017    Lautarbörn á faraldsfćti og góđir gestir á degi íslenskrar tungu
fim. 23. nóv. 2017    Jólaađstođ félagasamtaka í Grindavík - Christmas support - Świąteczne wsparcie
fim. 23. nóv. 2017    Bókasafniđ lokađ frá hádegi á morgun
fim. 23. nóv. 2017    Fasteignagjöld í Grindavík áfram ein ţau hagstćđustu á landinu
miđ. 22. nóv. 2017    Grindavíkurbćr auglýsir eftir ađilum til ađ sinna daggćslu barna í heimahúsi
miđ. 22. nóv. 2017    Jólagjöf starfsmanna Grindavíkurbćjar 2017 - er ţitt fyrirtćki međ?
miđ. 22. nóv. 2017    Uppskeruhátíđ ferđaţjónustunnar á Reykjanesi
ţri. 21. nóv. 2017    Mikiđ stuđ og glćsilegir vinningar á jólabingó Kvenfélagsins
ţri. 21. nóv. 2017    Viktor Örn nćldi í 2. sćtiđ í Rímnaflćđi
ţri. 21. nóv. 2017    Jóhann Helgi og Orri Freyr í Grindavík
ţri. 21. nóv. 2017    Heimir ţjálfar GG
ţri. 21. nóv. 2017    Sigríđur Etna gefur út barnabók - útgáfuhóf í dag
mán. 20. nóv. 2017    Björn Lúkas tók silfriđ á heimsmeistaramóti áhugamanna í MMA
mán. 20. nóv. 2017    Matseđill nćstu viku í Víđihlíđ
mán. 20. nóv. 2017    Grindvíkingar standa sig almennt vel ţegar öryggi barna í bíl er kannađ
mán. 20. nóv. 2017    Samningar viđ stćrstu bakhjarla körfuknattleiksdeildarinnar endurnýjađir
mán. 20. nóv. 2017    Grindavíkurkonur völtuđu yfir Ármann
mán. 20. nóv. 2017    Tvö slćm töp hjá strákunum um helgina
mán. 20. nóv. 2017    Vel heppnađir nemendatónleikar í tónlistarskólanum s.l. ţriđjudag
sun. 19. nóv. 2017    Skáld í skólum á miđstigi
fös. 17. nóv. 2017    Nágrannaslagur í Ljónagryfjunni í kvöld kl. 20:00
fös. 17. nóv. 2017    Jólabingó Kvenfélagsins á sunnudaginn
Grindavík.is fótur