Lýsingar fyrir gerð deiliskipulags Húsatófta

  • Stjórnsýsla
  • 5. júlí 2017

Sveitarstjórn Grindavíkurbæjar samþykkti á fundi sínum þann 27. júní sl. lýsingu fyrir gerð deiliskipulags Húsatófta eldisstöð skv. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og 2. mgr. 6.gr. laga um umhverfismat áætlana nr. 105/2006.

Grindavíkurbær óskar eftir athugasemdum eða ábendingum við lýsinguna.

Tilgangur vinnu við gerð deiliskipulags fyrir svæðið er fyrst og fremst að skilgreina núverandi starfsemi í Húsatóftum á
skipulagsform og skilgreina í leiðinni mögulegar byggingar sem tengjast stoðþjónustu og tengdri
starfsemi.
Ekki er verið að óska eftir auknu fiskeldi umfram núverandi leyfi.
Svæðið er vestast á landi merktu i6 í aðalskipulagi Grindavíkur 2010-2013. Landið
sem skipulagssvæðið nær til er á 28 ha. lóð úr landi Húsatófta, í daglegu tali nefnt Húsatóftir.
Í aðalskipulagi er svæðið merkt sem svæði fyrir fiskeldi.


Lýsinguna er hægt að nálgast á heimasíðu Grindavíkur hér að neðan eða á bæjarskrifstofu Grindavíkurbæjar Víkurbraut 62 á skrifstofutíma. Ábendingar skulu vera skriflegar og berast skipulagsfulltrúa fyrir kl 16:00 1. ágúst 2017 á Grindavíkurbæ, Víkurbraut 62, 240 Grindavík, eða á netfangið: armann@grindavik.is

Ármann Halldórsson
skipulagsfulltrúi

 Deiliskipulag fyrir fiskeldi á skipulagssvæði i6 á landi Húsatófta í Grindavík

 


Deildu þessari frétt

AÐRAR TILKYNNINGAR

Fréttir / 29. september 2023

Útboð vegna verkfræðihönnunar sundlaugar

Fréttir / 2. ágúst 2023

Starfsfólk óskast í heimaþjónustu

Fréttir / 15. júní 2023

Umferðaröryggistefna í kynningu

Skipulagssvið / 24. nóvember 2022

Deiliskipulag við Þorbjörn - auglýsing

Skipulagssvið / 31. maí 2022

Nýjar reglur um lóðarúthlutanir

Skipulagssvið / 13. maí 2022

Deiliskipulag fyrir Laut – auglýsing

Skipulagssvið / 2. mars 2022

Skyndilokun á köldu vatni

Fréttir / 16. febrúar 2022

Útboð: Útdraganlegir áhorfendabekkir

Fréttir / 2. desember 2021

Auglýsing um aðalskipulagsbreytingar

Höfnin / 8. nóvember 2021

Beðið eftir varahlutum