Lýsingar fyrir gerđ deiliskipulags Húsatófta

  • Stjórnsýsla
  • 5. júlí 2017

Sveitarstjórn Grindavíkurbæjar samþykkti á fundi sínum þann 27. júní sl. lýsingu fyrir gerð deiliskipulags Húsatófta eldisstöð skv. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og 2. mgr. 6.gr. laga um umhverfismat áætlana nr. 105/2006.

Grindavíkurbær óskar eftir athugasemdum eða ábendingum við lýsinguna.

Tilgangur vinnu við gerð deiliskipulags fyrir svæðið er fyrst og fremst að skilgreina núverandi starfsemi í Húsatóftum á
skipulagsform og skilgreina í leiðinni mögulegar byggingar sem tengjast stoðþjónustu og tengdri
starfsemi.
Ekki er verið að óska eftir auknu fiskeldi umfram núverandi leyfi.
Svæðið er vestast á landi merktu i6 í aðalskipulagi Grindavíkur 2010-2013. Landið
sem skipulagssvæðið nær til er á 28 ha. lóð úr landi Húsatófta, í daglegu tali nefnt Húsatóftir.
Í aðalskipulagi er svæðið merkt sem svæði fyrir fiskeldi.


Lýsinguna er hægt að nálgast á heimasíðu Grindavíkur hér að neðan eða á bæjarskrifstofu Grindavíkurbæjar Víkurbraut 62 á skrifstofutíma. Ábendingar skulu vera skriflegar og berast skipulagsfulltrúa fyrir kl 16:00 1. ágúst 2017 á Grindavíkurbæ, Víkurbraut 62, 240 Grindavík, eða á netfangið: armann@grindavik.is

Ármann Halldórsson
skipulagsfulltrúi

 Deiliskipulag fyrir fiskeldi á skipulagssvæði i6 á landi Húsatófta í Grindavík

 

Deildu ţessari frétt

AĐRAR TILKYNNINGAR

Fréttir / 23. febrúar 2018

Atvinna - Fagstjóri í hreyfisal Lautar

Stjórnsýsla / 24. janúar 2018

Atvinna - Íbúđakjarni viđ Túngötu 15-17

Stjórnsýsla / 22. janúar 2018

Atvinna - Starfsmađur í ţjónustumiđstöđ

Stjórnsýsla / 28. desember 2017

Útbođ - Íţróttamannvirki Grindavíkur

Stjórnsýsla / 6. september 2017

Atvinna - liđveitendur óskast

Stjórnsýsla / 27. júní 2017

Stuđningsfjölskyldur óskast

Fréttir / 20. júní 2014

Laus störf viđ leikskólann Laut

Skipulags- og umhverfisnefnd / 16. júní 2014

Drög ađ hönnun Sjómannagarđs, athugasemdir óskast