Atvinna - Sálfrćđingur viđ skólaţjónustu Grindavíkurbćjar

  • Fréttir
  • 3. júlí 2017

Skólaþjónusta Grindavíkurbæjar óskar eftir að ráða sálfræðing tímabundið í 50% starf vegna fæðingarorlofs. Ráðningartími er 15. október 2017 til 1. júlí 2018. 

Helstu verkefni og ábyrgð

Greining og ráðgjöf vegna nemenda í leik- og grunnskóla, forvarnarstarf í leik- og grunnskóla með áherslu á sjálfbærni skólanna á lausn mála sem upp koma. Stuðningur við stjórnendur og starfsfólk leik- og grunnskóla vegna mála einstaklinga og námshópa.

Hæfniskröfur

Sálfræðimenntun og réttindi til að starfa sem sálfræðingur
Þekking á þroska og þroskafrávikum barna
Þekking og reynsla við beitingu helstu greiningarprófa í skólum
Frumkvæði, nákvæmni og sjálfstæði í vinnubrögðum
Hæfni í mannlegum samskiptum og áhugi á teymisvinnu

Skólaþjónustan tilheyrir félagsþjónustu- og fræðslusviði Grindarvíkurbæjar og heyrir undir sviðsstjóra. Þjónustan er innt af hendi í tveimur teymum, annars vegar skólaþjónustuteymi og hins vegar félagsþjónustuteymi og er rík áhersla lögð á þverfaglegt samstarf á milli teymanna. Auk sálfræðings sem nú eru auglýst til umsóknar starfa á sviðinu lögfræðingur, sálfræðingur, sérkennari/leikskólaráðgjafi, félagsráðgjafar og talmeinafræðingur.

Í Grindavík búa um 3.270 einstaklingar og er hlutfall barna um 27% af íbúum. Í sveitarfélaginu eru tveir leikskólar og einn grunnskóli og rekur sveitarfélagið eigin sérfræðiþjónustu fyrir skólana. Þá rekur sveitarfélagið eigin félagsþjónustu og barnavernd en er í samvinnu við önnur sveitarfélög á Suðurnesjum vegna þjónustu við fatlað fólk.

Umsókn ásamt ferilskrá skal berast eigi síðar en 13. ágúst 2017 á bæjarskrifstofur Grindavíkurbæjar að Víkurbraut 62, 240 Grindavík. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi viðkomandi stéttafélags og Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Nánari upplýsingar um störfin veita Nökkvi Már Jónsson, sviðsstjóri (nmj@grindavik.is - 420-1100) og Ingibjörg María Guðmundsdóttir, yfirsálfræðingur (ingamaria@grindavik.is - 420-1100).


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir

Fréttir / 3. apríl 2024

Höfum gleđina međ!

Fréttir / 2. apríl 2024

Ađstođ viđ fjármál