Markmannsvandrćđi hjá Grindavík - Telma Ívarsdóttir hleypur í skarđiđ

  • Knattspyrna
  • 28. júní 2017

Báðir markmenn meistaraflokks kvenna eru nú komnar á sjúkralistann. Malin Reuterwall hefur ekki leikið með liðinu síðan í maí vegna höfuðmeiðsla og er farin frá félaginu og sennilega hætt í fótbolta. Emma Higgins hefur nú bæst á listann með brákuð rifbein. Grindavík hefur því fengið hina 18 ára Telmu Ívarsdóttir til liðs við sig frá Breiðabliki. Þar sem Telma er ennþá í 2. flokki ganga skiptin strax í gegn þrátt fyrir að félagaskiptaglugginn sé lokaður til 15. júlí.

Grindavík mun svo bæta öðrum markmanni í hópinn 15. júlí þegar hin brasilíska Vivian Holdzer mun ganga til liðs við félagið. Vivian var á dögunum valin í brasilíska landsliðshópinn í fyrsta sinn, en hún er einnig með portúgalskt vegabréf.

Fótbolti.net greindi frá:

Sviptingar hafa orðið í markmannsmálum Grindavíkur í Pepsi-deild kvenna. Sænski markvörðurinn Malin Reuterwall fékk höfuðhögg á dögunum og er farinn frá félaginu.

Malin var að fá höfuðhögg í þriðja skipti á ferlinum og læknar hafa ráðlagt henni að hætta í fótbolta. Þetta staðfesti Róbert Haraldsson, þjálfari Grindavíkur, við Fótbolta.net í dag.

Emma Mary Higgins hefur staðið vaktina í síðustu leikjum en hún er brákuð á rifbeini og verður óleikfær á næstunni.

Telma Ívarsdóttir er komin til Grindavíkur á láni frá Breiðabliki þar sem hún hefur verið varamarkvörður. Telma er í U19 ára landsliði Íslands en þar sem hún er ennþá á 2. flokksaldri þá geta Grindvíkingar fengið leikheimild fyrir hana þó að félagaskiptaglugginn sé lokaður.

Þegar félagaskiptaglugginn opnar þann 15. júlí fá Grindvíkingar síðan brasilíska markvörðinn Vivian Holdzer en hún er einnig með portúgalskt vegabréf. Verið var að velja hana í brasilíska landsliðið í fyrsta skipti.

Fyrir hjá Grindavík eru brasilísku leikmennirnir Thaisa Moreno og Rilany Aguiar Da Silva. Thaisa hefur verið frá keppni undanfarnar vikur en hún verður klár í ágúst eftir EM hléið.

Grindavík mætir Fylki í mikilvægum leik í fallbaráttunni í kvöld en Telma verður í markinu þar. Telma verður líka í markinu í öðrum mikilvægum leik gegn Haukum á sunnudag.

 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir