Fundur 1449

  • Bćjarráđ
  • 28. júní 2017

1449. fundur bæjarráðs Grindavíkur haldinn í bæjarstjórnarsal, þriðjudaginn 27. júní 2017 og hófst hann kl. 17:00.


Fundinn sátu:

Kristín María Birgisdóttir formaður, Hjálmar Hallgrímsson varaformaður, Ásrún Helga Kristinsdóttir aðalmaður, Marta Sigurðardóttir áheyrnarfulltrúi og Fannar Jónasson bæjarstjóri.

Fundargerð ritaði: Fannar Jónasson, bæjarstjóri.


Dagskrá:

1. 1606003 - Tjaldsvæði: Smáhýsi
Forsvarsmenn 240 ehf. höfðu fengið boð um að koma til fundarins. Þeir kynntu sín sjónarmið varðandi bílastæði og fleira fyrir bæjarráði.

Bæjarráð samþykkir að bílastæði fyrir smáhýsin verði inni á lóð Austurvegar 26b í samræmi við þær umræður sem fram fóru á fundinum.

Sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs falið að vinna málið áfram og óska eftir frekari gögnum.

2. 1704025 - Deiliskipulag: Húsatóftir eldisstöð.
Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs mætti á fundinn og kynnti hann málið.

Skipulags- og matslýsing vegna deiliskipulags fyrir fiskeldi á iðnaðarreit i6 í aðalskipulagi Grindavíkur 2010- 2030 í Húsatóftum vestan Grindavíkur tekin fyrir. Tillagan er dagsett í apríl 2017. Tilgangur þessa deiliskipulags er fyrst og fremst að skilgreina núverandi starfsemi í Húsatóftum á skipulagsform og skilgreina í leiðinni mögulegar byggingar sem tengjast stoðþjónustu og tengdri starfsemi. Ekki er fyrirhuguð aukning á fiskeldi umfram núverandi leyfi. Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði samþykkt skv. 1. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og 2. mgr. 6.gr. laga um umhverfismat áætlana nr. 105/2006.

Bæjarráð samþykkir samhljóða tillögu skipulagsnefndar.

3. 1705078 - Hafnargata 22: Breyting á deiliskipulagi.
Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs mætti á fundinn og kynnti hann málið.

Tekin fyrir óveruleg breyting á deiliskipulagi. Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði samþykkt skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og hún grenndarkynnt fyrir eigendum Seljabótar 1 og 3.

Bæjarráð samþykkir samhljóða tillögu skipulagsnefndar.

4. 1705055 - Hafnargata 4: breyting á skipulagi
Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs mætti á fundinn og kynnti hann málið.

Tekin fyrir óveruleg breyting á aðal- og deiliskipulagi. Tillögurnar miðast við að skilgreiningu Hafnargötu 4 verði breytt þannig að hægt sé að reka gistiheimili. Tillögurnar eru unnar af Eflu verkfræðistofu dagsettar 16.6.2017. Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að tillaga að breytingu á aðalskipulagi verði samþykkt skv. 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og tillaga að deiliskipulagi verði samþykkt skv. 2 mgr. 43 gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og hún grenndarkynnt fyrir eigendum Hafnargötu 2.

Bæjarráð samþykkir samhljóða tillögu skipulagsnefndar.

5. 1610065 - Hádegismatur eldri borgara: Beiðni um niðurgreiðslur
Lagt fram minnisblað frá sviðsstjóra félagsþjónustu- og fræðslusviðs.

Stefanía S Jónsdóttir deildarstjóri í Miðgarði mætti á fundinn, kynnti málið og svaraði fyrirspurnum.

Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að vinna málið áfram í samræmi við umræður á fundinum.

6. 1602104 - Daggæsla í heimahúsi: Tillögur um eflingu þjónustu
Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs mætti á fundinn og kynnti hann málið. Hann óskar eftir 2.000.000 kr. viðauka til að lagfæra útistofu við Ásabraut.

Bæjarráð samþykkir samhljóða viðauka við fjárhagsáætlun 2017 að fjárhæð 2.000.000 kr. sem fjármagnaður verður með lækkun á handbæru fé.

7. 1706099 - Beiðni um námsvist utan lögheimilissveitarfélags
Sviðsstjóri félagsþjónustu- og fræðslusviðs leggur fram umsókn um námsvist ásamt greinargerð um málið.

Bæjarráð samþykkir að fresta málinu.

8. 1706063 - Breyting á lögreglusamþykkt: ályktun um gistingar á sérmerktum svæðum
Umhverfis- og ferðamálanefnd tekur undir áskorun Reykjanes Geopark og leggur til við bæjarstjórn að unnin verði lögreglusamþykkt fyrir Grindavíkurbæ þar sem tekið verði sérstaklega á gistingum utan tjaldsvæða í landi bæjarins.

Bæjarráð samþykkir að taka lögreglusamþykkt Grindavíkurbæjar til endurskoðunar og felur bæjarstjóra að vinna málið áfram.

9. 1703058 - Grindavíkurvegur: vatnsvernd/öryggismál
Umhverfis- og ferðamálanefnd leggur til við almannavarnarnefnd að tækjabíll slökkviliðs verði ávallt kallaður út þegar umferðaróhöpp verða innan vatnsverndarsvæðis í lögsögu bæjarins, þá sérstaklega á Grindavíkurvegi. Nefndin vísaði málinu til almannavarnarnefndar.

Bæjarráð tekur undir að málið verði rætt í almannavarnanefnd Grindavíkur.

10. 1706005F - Afgreiðslunefnd byggingamála - 17
Fundargerðin er lögð fram.

11. 1705014F - Skipulagsnefnd - 30
Fundargerðin er lögð fram.

12. 1706008F - Umhverfis- og ferðamálanefnd - 22
Fundargerðin er lögð fram.

13. 1705005F - Félagsmálanefnd - 79
Fundargerðin er lögð fram.

14. 1706002F - Félagsmálanefnd - 80
Fundargerðin er lögð fram.

15. 1706004F - Fræðslunefnd - 65
Fundargerðin er lögð fram.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:15.

 

Deildu ţessari frétt

AĐRAR FUNDARGERĐIR

Hafnarstjórn / 14. maí 2018

Fundur 458

Hafnarstjórn / 12. apríl 2018

Fundur 457

Afgreiđslunefnd byggingamála / 14. júní 2018

Fundur 27

Öldungaráđ / 9. maí 2018

Fundur 3

Bćjarráđ / 29. maí 2018

Fundur 1481

Bćjarstjórn / 16. maí 2018

Fundur 484

Skipulagsnefnd / 14. maí 2018

Fundur 41

Bćjarráđ / 14. maí 2018

Fundur 1480

Frístunda- og menningarnefnd / 7. maí 2018

Fundur 73

Frćđslunefnd / 7. maí 2018

Fundur 75

Frćđslunefnd / 9. apríl 2018

Fundur 74

Bćjarráđ / 8. maí 2018

Fundur 1479

Bćjarráđ / 30. apríl 2018

Fundur 1478

Afgreiđslunefnd byggingamála / 26. apríl 2018

Fundur 26

Bćjarstjórn / 24. apríl 2018

Fundur 483

Bćjarráđ / 17. apríl 2018

Fundur 1477

Skipulagsnefnd / 16. apríl 2018

Fundur 40

Skipulagsnefnd / 16. apríl 2018

Fundur 40

Bćjarráđ / 5. desember 2017

Fundur 1465

Öldungaráđ / 11. apríl 2018

Fundur 2

Umhverfis- og ferđamálanefnd / 12. apríl 2018

Fundur 28

Bćjarráđ / 10. apríl 2018

Fundur 1476

Frístunda- og menningarnefnd / 4. apríl 2018

Fundur 72

Frístunda- og menningarnefnd / 7. mars 2018

Fundur 71

Umhverfis- og ferđamálanefnd / 14. mars 2018

Fundur 27

Bćjarstjórn / 27. mars 2018

Fundur 482

Bćjarráđ / 20. mars 2018

Fundur 1475

Skipulagsnefnd / 19. mars 2018

Fundur 39

Öldungaráđ / 14. mars 2018

Fundur 1

Bćjarráđ / 13. mars 2018

Fundur 1474