Fundur 64

64. fundur Frístunda- og menningarnefndar haldinn í bæjarstjórnarsal, miðvikudaginn 21. júní 2017 og hófst hann kl. 17:00.


Fundinn sátu:

Atli Geir Júlíusson aðalmaður, Sigurður Enoksson aðalmaður, Þórunn Alda Gylfadóttir formaður og Björg Erlingsdóttir sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs.

Fundargerð ritaði: Björg Erlingsdóttir, Sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs.

 

Dagskrá:

1. 1511094 - Anna Eyjólfsdóttir: Þríeind 339
Sviðsstjóra falið að vinna áætlun útfrá þátttöku í þessu verkefni og gera ráð fyrir þátttöku skóla á svæði. Nefndin leggur til að Grindavíkurbær sé þátttakandi í verkefninu og sendir erindið til bæjarráðs.

2. 1705013 - Íþrótta- og afrekssjóður Grindavíkur: Umsókn frá Körfuknattleiksdeild UMFG 2017
Nefndin samþykkir umsóknina

3. 1705068 - Íþrótta- og afrekssjóður Grindavíkur: umsókn frá Körfuknattleiksdeild vegna þátttöku Ólafar Rúnar Óladóttur á NM og EM sumarið 2017
Nefndin samþykkir umsóknina

4. 1705067 - Íþrótta- og afrekssjóður Grindavíkur: umsókn frá Körfuknattleiksdeild vegna þátttöku Vigdísar Maríu Þórhallsdóttur
Nefndin samþykkir umsóknina

5. 1704017 - Vinnuskólinn: skipulag 2017
Nefndin leggur til að skipulag og fyrirkomulag vinnuskóla verði endurskoðað í haust og vinnuskóli færður undir verkssvið skipulags- og umhverfissvið. Rætt um erindi þar sem óskað er eftir vinnu fyrir erlenda ríkisborgara í vinnuskóla. Nefndin áréttar að erlendir ríkisborgarar þurfa að uppfylla lög og skyldur sem gilda og geta þá sótt um vinnu í vinnuskóla.

6. 1701045 - Sjóarinn síkáti 2017: verkefnisáætlun 2017
Rýnifundur haldinn í hádeginu 21. júní og farið yfir það sem vel gekk og þarf að laga. Lagt er til að opinn fundur verður haldinn í haust með íbúum þar sem framtíð hátíðarinnar er rædd, fyrirkomulag og viðburðir. Hátíðin gekk vel og gestafjöldi svipaður og síðasta ár.

7. 1706061 - Hátíðarhöld: 17. júní
Hátíðarhöldin voru haldin í góðu veðri á hátíðarsvæðinu við íþróttahúsið. Bæta þarf gæslu vegna lokunar gatna og sviðsstjóra falið að fara í þá vinnu. Nefndin leggur til að íþróttamannvirki (Sundlaug) séu opin 17. júní

8. 1610059 - Grindavíkurbær: Heilsueflandi samfélag
Vinnuhópi, sviðsstjóra, leikskólastjóra Króks og frístundafulltrúa falið að gera fjárhagsáætlun og verkefnaáætlun fyrir verkefnið Heilsueflandi samfélag og hafa tilbúið fyrir fjárhagsáætlunarvinnu í haust.

9. 1706084 - Frístundanámskeið: Gleðilegt sumar í Grindavík 2017
Námskeiðið kynnt og bæklingur verður kominn á heimasíðu sveitarfélagsins í vikunni 26. júní-30. júní

 

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:15.

Grindavík.is fótur