Fundur 63

  • Frístunda- og menningarnefnd
  • 23. júní 2017

63. fundur Frístunda- og menningarnefndar haldinn í bæjarstjórnarsal, miðvikudaginn 3. maí 2017 og hófst hann kl. 17:00.


Fundinn sátu:

Atli Geir Júlíusson aðalmaður, Sigurður Enoksson aðalmaður, Þórunn Alda Gylfadóttir formaður, Ágústa Inga Sigurgeirsdóttir aðalmaður, Anita Björk Sveinsdóttir aðalmaður, Björg Erlingsdóttir sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs, Bjarni Már Svavarsson áheyrnarfulltrúi, Fannar Jónasson bæjarstjóri og Sigríður Gunnarsdóttir varamaður.

Fundargerð ritaði: Björg Erlingsdóttir, Sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs.

Í upphafi fundar óskaði formaður eftir að taka á dagskrá eftirfarandi mál með afbrigðum:

1705010 Íþrótta- og afrekssjóður Grindavíkur; umsókn frá Judodeild UMFG

Samþykkt samhljóða

Dagskrá:

1. 1705003 - Styrkumsókn: Fótboltadeild 3. flokkur kvenna vegna þjónustu við einn þátttakanda í keppnisferð
Nefndin samþykkir að veita styrk að upphæð 50.000 kr.

2. 1705004 - Styrkumsókn: Sunddeild UMFG vegna lokunar á sundlaug í maí 2017
Nefndin leggur áherslu á að lokun sundlaugar sé kynnt notendum með góðum fyrirvara og samráð sé haft við kennara og iðkendur um lokunartíma sundlaugar þegar viðgerðir eru fyrirhugaðar. Nefndin getur ekki tekið afstöðu þar sem upplýsingar skortir, en óskar eftir að sviðsstjóri afli frekari upplýsinga um þær upphæðir sem óskað er eftir vegna aksturs og aðgangs. Sviðsstjóri gerir tillögu að lausn fyrir næsta fund nefndarinnar.

3. 1511094 - Anna Eyjólfsdóttir: Þríeind 339
Verkefnið kynnt. Verkefnið er áhugavert og nefndin tekur vel í verkefnið.

4. 1702099 - Tjaldsvæði: 2017
Opnaði formlega 1. maí og starfsmaður ráðinn. Gestir byrjaðir að nýta sér aðstöðuna og sumarið lofar góðu. Nefndin leggur áherslu á að tjaldsvæðið verði opið á meðan þörf er og veður leyfir.

5. 1704004 - Gestshús: ósk um flutning og eða nýtingu
Nefndin fer framá að útttekt verði gerð á ástandi hússins og áætlanir unnar um þær lagfæringar sem gera þarf. Ósk um fjárveitingu í þetta verkefni vísað til bæjarráðs.

6. 1510110 - Kvikan: breytt nýting eða sala
Starfsemi komin af stað í Kvikunni. Ný sýning á efri hæð hússins í undirbúningi þar sem horft verður til Grindavíkur, atvinnulífs og mannlífs. Sýningin byggir á gömlum ljósmyndum.

7. 1704017 - Vinnuskólinn: skipulag 2017
Staðan kynnt, ráðið hefur verið í stöður flokksstjóra og í lok vikunnar verður auglýst fyrir nemendur í grunnskóla og fyrsta bekk í framhaldsskóla. Bent er á að huga þurfi að umhverfi í kringum Þorbjörn og Þjófagjá og fara með vinnuhópa til að þrífa upp rusl.

8. 1505094 - Vinabærinn Piteå: Samstarfsverkefni
Boðið verður uppá tungumálanámskeið í Piteå eins og fyrri ár. Norræna félagið í Grindavík heldur utanum umsóknir og er námskeiðið fyrir unglinga.

9. 1705006 - Sjóarinn síkáti: hjólreiðakeppni
Gert er ráð fyrir að keppnin verði á fimmtudagskvöldinu fyrir Sjóarann síkáta, 8. júní.

10. 1705007 - Ecotrail: Hlaupa- og hjólaviðburður á vegum Komaso.
Verkefnið kynnt. Nefndin lýsir ánægju sinni með þetta framtak KOMASO

11. 1705008 - Aðalfundur FÍÆT á Suðurnesju og í Grindavík 11.-12. maí 2017
Fundurinn er í næstu viku 11. og 12. maí. Jóhann Árni verður með kynningar og tekur á móti fundargestum í Þrumunni. Dagskrá hefur verið skipulögð fyrir maka fundargesta.

12. 1705010 - Íþrótta- og afrekssjóður Grindavíkur: umsókn frá Judodeild UMFG 2017
Nefndin samþykkir að veita 30.000 kr. í styrk vegna ferðar keppanda judodeildar á norðurlandamót 2017

 

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:00.

 

Deildu ţessari frétt

AĐRAR FUNDARGERĐIR

Hafnarstjórn / 14. maí 2018

Fundur 458

Hafnarstjórn / 12. apríl 2018

Fundur 457

Afgreiđslunefnd byggingamála / 14. júní 2018

Fundur 27

Öldungaráđ / 9. maí 2018

Fundur 3

Bćjarráđ / 29. maí 2018

Fundur 1481

Bćjarstjórn / 16. maí 2018

Fundur 484

Skipulagsnefnd / 14. maí 2018

Fundur 41

Bćjarráđ / 14. maí 2018

Fundur 1480

Frístunda- og menningarnefnd / 7. maí 2018

Fundur 73

Frćđslunefnd / 7. maí 2018

Fundur 75

Frćđslunefnd / 9. apríl 2018

Fundur 74

Bćjarráđ / 8. maí 2018

Fundur 1479

Bćjarráđ / 30. apríl 2018

Fundur 1478

Afgreiđslunefnd byggingamála / 26. apríl 2018

Fundur 26

Bćjarstjórn / 24. apríl 2018

Fundur 483

Bćjarráđ / 17. apríl 2018

Fundur 1477

Skipulagsnefnd / 16. apríl 2018

Fundur 40

Skipulagsnefnd / 16. apríl 2018

Fundur 40

Bćjarráđ / 5. desember 2017

Fundur 1465

Öldungaráđ / 11. apríl 2018

Fundur 2

Umhverfis- og ferđamálanefnd / 12. apríl 2018

Fundur 28

Bćjarráđ / 10. apríl 2018

Fundur 1476

Frístunda- og menningarnefnd / 4. apríl 2018

Fundur 72

Frístunda- og menningarnefnd / 7. mars 2018

Fundur 71

Umhverfis- og ferđamálanefnd / 14. mars 2018

Fundur 27

Bćjarstjórn / 27. mars 2018

Fundur 482

Bćjarráđ / 20. mars 2018

Fundur 1475

Skipulagsnefnd / 19. mars 2018

Fundur 39

Öldungaráđ / 14. mars 2018

Fundur 1

Bćjarráđ / 13. mars 2018

Fundur 1474