Enn bíđa stelpurnar eftir nćstu stigum í Pepsi-deildinni

  • Knattspyrna
  • 21. júní 2017

Eftir ágæta byrjun í Pepsi-deild kvenna er biðin eftir næstu stigum orðin ansi löng hjá Grindavíkurkonum, en síðasti sigur liðsins kom gegn KR þann 10. maí. Í gær tóku þær á móti Blikum þar sem lokatölur urðu 0-5, gestunum í vil. Grindavík byrjaði leikinn ágætlega fyrir 40 mínúturnar eða svo og voru óheppnar að jafna ekki 1-1 fyrir hálfleik. Í staðinn settu gestirnir tvö mörk rétt áður en flautað var til hálfleiks og gerðu í raun út um leikinn.

Grindavík hefur verið að glíma við töluverð meiðsli í sumar en í gær voru 5 leikmenn á sjúkralista, og bættist sú sjötta í hópinn þegar Rilany Aguiar Da Silva fór út af meidd. Báðir brasilísku leikmenn Grindavíkur eru því meiddir og munar um minna. Róbert Haraldsson þjálfari sagði eftir leik að ekki væri von á Thaisa De Moraes Rosa Moreno til baka á völlinn fyrr en í ágúst.

Fyrri umferð Íslandsmótsins er nú að baki og Grindavík í 8. sæti. Framundan eru mikilvægir leikir gegn botnliðum Fylkis og Hauka en Grindavík tekur á móti Fylki miðvikudaginn 28. júní og sækir Hauka heim sunnudaginn 2. júlí.

Umfjöllun Fótbolta.net um leikinn ásamt viðtölum


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir

Fréttir / 3. apríl 2024

Höfum gleđina međ!

Fréttir / 2. apríl 2024

Ađstođ viđ fjármál