Fundur 1448

 • Bćjarráđ
 • 21. júní 2017

1448. fundur Bæjarráðs Grindavíkur haldinn í bæjarstjórnarsal, þriðjudaginn 20. júní 2017 og hófst hann kl. 17:00.

Fundinn sátu:
Hjálmar Hallgrímsson varaformaður, Ásrún Helga Kristinsdóttir aðalmaður, Marta Sigurðardóttir áheyrnarfulltrúi, Jón Þórisson sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs, Fannar Jónasson bæjarstjóri og Þórir Sigfússon varamaður.

Fundargerð ritaði: Jón Þórisson, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.

Í upphafi fundar óskaði formaður eftir að taka 2 mál á dagskrá með afbrigðum sem 2 síðustu mál á dagskrá:

1706087 Leikskólinn Laut: Beiðni um viðauka 2017 til kaupa á eldavél
og
1706094 Leikskólinn Laut: Beiðni um launalaust leyfi

Samþykkt samhljóða

Dagskrá:

1. 1602027 - íþróttamannvirki: Áfangi 3, hönnun
Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs mætti á fundinn og kynnti hann málið.

Fundargerð verkefnisnefndar íþróttamannvirkja, dags. 7. júní sl. lögð fram.

Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs óskar eftir viðauka til að klára hönnun á mannvirkinu á árinu 2017 en í fjárhagsáætlun 2016 voru 30.000.000 kr. vegna hönnunarinnar en það fé nýttist ekki á því ári. Gert er ráð fyrir að sá hönnunarkostnaður verði 30.000.000 kr.

Bæjarráð samþykkir samhljóða viðauka við fjárhagsáætlun 2017 að fjárhæð 30.000.000 kr sem fjármagnaður verður með lækkun á handbæru fé.

Tillaga
Bæjarráð samþykkir að kálfurinn verði rifinn og að farið verði í jarðvegsframkvæmdir nú í haust þannig að bygging hússins getur hafist strax í ársbyrjun 2018. Sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs er falið að gera verðkönnun og í kjölfarið að koma með viðaukabeiðni til bæjarráðs.
Samþykkt með 2 atkvæðum, Ásrún greiðir atkvæði á móti.

Bókun
Sú tillaga nefndarinnar að taka út ákveðna verkliði úr heildarútboði og hefja jarðvinnu og niðurrif á ,,kálfi" geta undirritaðar ekki stutt.
Eins og sviðsstjóri skipulags - og umhverfissviðs bendir á í fundargerð nefndarinnar þann 7. júní sl. þá er mikilvægt að skilgreina verkliði vel og samræmingu byggingastjóra milli verkliða.
Í þeim þrönga húsakosti sem til staðar er gegnir ,,kálfurinn" stóru hlutverki og mikilvægt er að nýta hann eins lengi og kostur er.
Einnig skal það tekið fram að ekki er búið að samþykkja teikningar af framkvæmdinni né klár kostnaðaráætlun og eru það vinnubrögð sem okkur hugnast ekki og ekki til heilla fyrir Grindavíkurbæ.
Fulltrúar B og S lista

2. 1606003 - Tjaldsvæði: Smáhýsi
Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs mætti á fundinn og kynnti hann málið.

Bæjarráð óskar eftir að forsvarsmenn 240 ehf. komi til fundar við bæjarráð á næsta bæjarráðsfund.

3. 1701097 - Ísland ljóstengt 2017: styrkur 2017
Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs mætti á fundinn og kynnti hann málið.

Bæjarráð samþykkir að tengigjöld fyrirtækja verði 800.000 kr.

4. 1703059 - Melhólsnáma: Vinnsluáætlun
Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs mætti á fundinn og kynnti hann málið.

Bæjarráð samþykkir að bjóða út nýtingu námunnar, umsýslu tippsins og frágangs á svæðinu í samræmi við vinnsluáætlun.

5. 1706059 - Rekstrarleyfi veitingastaðar: Bláa lónið
Bláa lónið sækir um rekstrarleyfi til reksturs veitingastaðar í flokki III.

Bæjarráð samþykkir veitingu leyfisins.

6. 1706060 - Rekstrarleyfi gististaðar: MAR Guesthouse
Sótt er um leyfi til reksturs gististaðar í flokki II.

Bæjarráð samþykkir veitingu leyfisins.

7. 1501154 - Samþykkt um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa
Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs mætti á fundinn og kynnti hann málið.

Bæjarráð vísar málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

8. 1502001 - Skipulagsnefnd: Samþykkt
Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs mætti á fundinn og kynnti hann málið.

Bæjarráð vísar málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

9. 1706028 - Grindavíkurhöfn: Ósk um viðauka
Hafnarstjóri óskar eftir viðauka við fjárhagsáætlun 2017 að fjárhæð 7.500.000 kr. vegna kaupa á löndunarkrana.

Bæjarráð samþykkir viðauka við fjárhagsáætlun 2017 að fjárhæð 7.500.000 kr. sem fjármagnaður verði með lækkun á handbæru fé.

10. 1706080 - Grunnskóli Grindavíkur: Beiðni um viðauka 2017, leiktæki á skólalóð
Skólastjóri óskar eftir viðauka við fjárhagsáætlun 2017 að fjárhæð 4.500.000 kr. til að setja upp leiktæki á skólalóðinni á Ásabraut.

Beiðni um viðauka er hafnað með 2 atkvæðum gegn atkvæði Ásrúnar.

Bókun
Í ljósi þess að mikið var skorið niður til Grunnskólans í fjárhagsáætlun ársins 2017 þá er ákvörðun fulltrúa Lista Grindvíkinga og Sjálfstæðismanna merkileg. Ákvörðun að láta leiktækið vera í geymslu þannig að nokkur hundruð nemenda fái ekki notið þess á næsta skólaári er skýrt dæmi þess hver forgangsröðun meirihlutans er.
Fulltrúar B og S lista.

Bókun
Meirihluti bæjarráðs bendir á að stjórnandi skólans verði að fara eftir fjárhagsáætlunum. Hann óskaði eftir fjármagni til viðhalds og uppsetningar á eldri leiktækjum á skólalóð samkvæmt fjárhagsáætlun 2017. Hins vegar er búið að fjárfesta í nýju leiktæki að fjárhæð tæpar 4,4 milljónir króna. Nú er óskað eftir viðauka upp á 4,5 milljónir króna vegna kostnaðar við uppsetningar á leiktækinu. Að þessu gefnu er ekki hægt að samþykkja beiðnina heldur skoða málið í fjárhagsáætlunum næsta haust.
Fulltrúar D- og G-lista

Tillaga
Lagt er til að vísa erindinu til fjárhagsáætlunarvinnu vegna fjárhagsáætlunar 2018.
Samþykkt samhljóða

11. 1706081 - Grunnskóli Grindavíkur: Beiðni um viðauka 2017, námsgagnakaup
Skólastjóri óskar eftir viðauka við fjárhagsáætlun 2017 að fjárhæð 3.500.000 kr. til kaupa á námsgögnum fyrir nemendur skólaárið 2017-2018.

Beiðni um viðauka er hafnað með 2 atkvæðum gegn atkvæði Ásrúnar.

Bókun
Á bæjarstjórnarfundi í lok nóvember sl. var bent á að hægt hefði verið að mynda samstarfsvettvang þegar Foreldrafélag Grunnskóla Grindavíkur gerði það að tillögu sinni að bærinn tæki þátt í námsefniskostnaði nemenda. Beiðni félagsins hefði mátt útfæra eða skoða betur og sýna þar með ákveðinn samstarfsvilja. Rök skólastjóra eru haldbær og skýr þar sem m.a. er vitnað í grunnskólalögin, Velferðavaktina og Samband íslenskra sveitarfélaga. Nágrannasveitarfélögin hafa stigið það skref að kosta til námsgagna m.a. svo efnahagur komi ekki niður á námi og lífi barna.
Fulltrúar B og S lista


Tillaga
Lagt er til að vísa erindinu til fjárhagsáætlunarvinnu vegna fjárhagsáætlunar 2018.
Samþykkt samhljóða

12. 1706082 - Grunnskóli Grindavíkur: Greiðsla á TV-einingum
Skólastjóri óskar eftir heimild til að halda áfram greiðslu á TV-einingum til leiðbeinenda með BEd próf á sömu forsendum og undanfarin skólaár.

Bæjarráð samþykkir erindið.

13. 1706015 - Læsisstefna leikskóla Grindavíkurbæjar
Bókun fræðslunefndar lagðar fram.

Bæjarráð felur skólaskrifstofu að vinna málið áfram og leggja tillögur fyrir bæjarráð.

14. 1706063 - Breyting á lögreglusamþykkt: ályktun um gistingar á sérmerktum svæðum
Stjórn Reykjanes Geopark leggur til að sveitarfélögin á Suðurnesjum breyti lögreglusamþykktum.

Bæjarráð vísar málinu til Umhverfis- og ferðamálanefndar.

15. 1706066 - Íbúðalánasjóður: Möguleg kaup á eignum sjóðsins
Lagt fram bréf frá Íbúðalánasjóði þar sem boðið er til viðræðna um möguleg kaup Grindavíkurbæjar á fasteignum, í eigu sjóðsins, í Grindavík.

Bæjarráð hafnar erindinu.

16. 1706078 - Framkvæmdasjóður aldraðra: Umsóknir úr sjóðnum
Lögð fram tilkynning frá Framkvæmdasjóði aldraðra um að umsóknarfrestur til að sækja um hjá Framkvæmdasjóði aldraðra er til 14. júlí 2017.

17. 1706087 - Leikskólinn Laut: Beiðni um viðauka 2017 til kaupa á eldavél
Skólastjóri leikskólans Lautar óskar eftir viðauka við fjárhagsáætlun 2017 að fjárhæð 348.192 kr. til kaupa á eldavél.

Bæjarráð samþykkir viðauka að fjárhæð 349.000 kr. við fjárhagsáætlun 2017 sem fjármagnaður verði með lækkun á handbæru fé.

18. 1706094 - Leikskólinn Laut: Beiðni um launalaust leyfi
Guðrún Hanna Reynisdóttir óskar eftir launalausu ársleyfi frá og með sumarfríi, til að ljúka við nám í þroskaþjálfafræðum við Háskóla Íslands.

Samþykkt samhljóða.

19. 1702015 - Fundargerðir: Reykjanes Geopark 2017
Fundargerð 36. fundar, dags. 26. maí 2017, lögð fram.

20. 1701066 - Fundargerðir: Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum 2017
Fundargerð 716. fundar, dags. 14. júní 2017, lögð fram.


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 21:05.

 

Deildu ţessari frétt

AĐRAR FUNDARGERĐIR

Umhverfis- og ferđamálanefnd / 10. október 2018

Fundur 31

Hafnarstjórn / 8. október 2018

Fundur 461

Frístunda- og menningarnefnd / 3. október 2018

Fundur 76

Frístunda- og menningarnefnd / 5. september 2018

Fundur 75

Bćjarráđ / 16. október 2018

Fundur 1496

Bćjarráđ / 9. október 2018

Fundur 1495

Ungmennaráđ / 8. október 2018

Fundur 33

Ungmennaráđ / 11. september 2018

Fundur 32

Ungmennaráđ / 13. nóvember 2017

Fundur 31

Ungmennaráđ / 11. október 2017

Fundur 30

Ungmennaráđ / 18. september 2017

Fundur 29

Frćđslunefnd / 4. október 2018

Fundur 80

Bćjarráđ / 10. september 2018

Fundur 1491

Bćjarráđ / 6. september 2018

Fundur 1490

Bćjarráđ / 2. október 2018

Fundur 1494

Bćjarstjórn / 25. september 2018

Fundur 488

Frćđslunefnd / 20. september 2018

Fundur 79

Bćjarráđ / 18. september 2018

Fundur 1493

Skipulagsnefnd / 17. september 2018

Fundur 44

Umhverfis- og ferđamálanefnd / 12. september 2018

Fundur 30

Bćjarráđ / 11. september 2018

Fundur 1492

Hafnarstjórn / 10. september 2018

Fundur 460

Frćđslunefnd / 6. september 2018

Fundur 78

Bćjarráđ / 4. september 2018

Fundur 1489

Bćjarstjórn / 28. ágúst 2018

Fundur 487

Skipulagsnefnd / 23. ágúst 2018

Fundur 43

Frćđslunefnd / 13. ágúst 2018

Fundur 77

Frćđslunefnd / 11. júní 2018

Fundur 76

Bćjarráđ / 21. ágúst 2018

Fundur 1488

Bćjarráđ / 14. ágúst 2018

Fundur 1487

Nýjustu fréttir 10

Kroppast úr knattspyrnuliđi Grindvíkinga

 • Íţróttafréttir
 • 17. október 2018

Vetrarfrí í tónlistarskólanum

 • Tónlistaskólafréttir
 • 17. október 2018

Leikskólakrakkar í heimsókn í tónlistarskóla

 • Tónlistaskólafréttir
 • 17. október 2018

Aukaađalfundur Knattspyrnudeildar UMFG 25. október

 • Íţróttafréttir
 • 16. október 2018

Starfsmenn Akurskóla komu í heimsókn á bleikum degi

 • Grunnskólafréttir
 • 12. október 2018