Fundur 30

 • Skipulagsnefnd
 • 20.06.2017

30. fundur skipulagsnefndar haldinn í bæjarstjórnarsal, mánudaginn 19. júní 2017 og hófst hann kl. 17:00.

Fundinn sátu:
Sigurður Guðjón Gíslason formaður, Þórir Sigfússon aðalmaður, Marta Sigurðardóttir aðalmaður, Erla Ósk Wissler Pétursdóttir aðalmaður og Ármann Halldórsson sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs.

Fundargerð ritaði: Ármann Halldórsson, sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs.

Dagskrá:

1. 1703060 - Áningastaðir fyrir ferðamenn: kynning
Frestað.

2. 1705099 - Heiðahraun: Ósk um nýja lóð
Fyrirspurn frá Lilju Ósk Sigmarsdóttir. Í erindinu er óskað eftir að stofnuð verði lóð undir einbýlishús vestast í Heiðahrauni. Í aðalskipulagi Grindavíkur 2010-2030 er gert ráð fyrir lóðum á þessum svæði. Erindinu fylgir riss. Skipulagsnefnd óskar eftir nánari gögnum.

3. 1706079 - Heiðarhraun: Ósk um nýja lóð
Fyrirspurn frá Otta Rafn Sigmarssyni. Í erindinu er óskað eftir að stofnuð verði lóð undir einbýlishús vestast í Heiðahrauni. Í aðalskipulagi Grindavíkur 2010-2030 er gert ráð fyrir lóðum á þessum svæði. Skipulagsnefnd óskar eftir nánari gögnum.

4. 1706068 - Vatnsþró við Grindavíkurveg: Fyrirspurn
Erindi frá Steinþóri Júlíussyni. Í erindinu er óskað eftir því að fá vatnsþró við Grindavíkurveg til afnota. Á vatnsþrónni er listaverk eftir Vilborgu Guðjónsdóttir. Skipulagsnefnd bendir á að á svæðinu er Melhólabraut 1 skv. deiliskipulagi. Lóðin er 9.000 fermetrar. Skipulagsnefnd hafnar erindinu.

5. 1702036 - Skotsvæði: deiliskipulag
Erindi frá Skotdeild UMFG. Í erindinu er óskað eftir skotsvæði til æfinga. Skipulagsnefnd hefur áður hafið vinnu við deiliskipulag fyrir skotsvæði án árangurs. Einnig hefur nefndin tekið þó nokkur svæði til skoðunar án árangurs. Í ljósi aukinnar útivistar almennings og hlutverki Grindavíkur innan Reykjanes Geopark telur skipulagsnefnd að ekki sé hægt að koma fyrir skotsvæði með góðum hætti innan svæðis sem Grindavíkurbær er landeigandi að. Erindinu hafnað.

6. 1706070 - Hópsheiði 2: Breyting á skipulagi
Erindi frá Hörpu Rakel Hallgrímsdóttir. Í erindinu er óskað eftir breytingu á deiliskipulagi hesthúsasvæðis vegna Hópsheiði 2. Núverandi skilgreining á lóðinni er hestaleiga. Sviðsstjóra falið að vinna málið áfram með umsækjanda. Málinu frestað.

7. 1705078 - Hafnargata 22: Breyting á deiliskipulagi.
Tekin fyrir óveruleg breyting á deiliskipulagi. Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði samþykkt skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og hún grenndarkynnt fyrir eigendum Seljabótar 1 og 3.

8. 1704025 - Deiliskipulag: Húsatóftir eldisstöð.
Skipulag- og matslýsing er vegna deiliskipulags fyrir fiskeldi á iðnaðarreit i6 í aðalskipulagi Grindavíkur 2010- 2030 í Húsatóftum vestan Grindavíkur tekin fyrir. Tillagan er dagsett í apríl 2017. Tilgangur þessa deiliskipulags er fyrst og fremst að skilgreina núverandi starfsemi í Húsatóftum á skipulagsform og skilgreina í leiðinni mögulegar byggingar sem tengjast stoðþjónustu og tengdri starfsemi. Ekki er fyrirhuguð aukning á fiskeldi umfram núverandi leyfi. Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði samþykkt skv. 1. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og 2. mgr. 6.gr. laga um umhverfismat áætlana nr. 105/2006.

9. 1705055 - Hafnargata 4: breyting á skipulagi
Tekin fyrir óveruleg breyting á aðal- og deiliskipulagi. Tillögurnar miðast við að skilgreiningu Hafnargötu 4 verði breytt þannig að hægt sé að reka gistiheimili. Tillögurnar eru unnar af Eflu verkfræðistofu dagsettar 16.6.2017. Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að tillaga að breytingu á aðalskipulagi verði samþykkt skv. 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og tillaga að deiliskipulagi verði samþykkt skv. 2 mgr. 43 gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og hún grenndarkynnt fyrir eigendum Hafnargötu 2.

10. 1706076 - Orkubraut 2: Umsókn um byggingarleyfi
Erindi frá CRI. Í erindinu er óskað eftir byggingarleyfi fyrir viðbyggingu. Umrædd bygging er innan byggingarreits í deiliskipulagi. Skipulagsnefnd samþykkir byggingaráformin. Byggingarleyfi verður gefið út af byggingarfulltrúa þegar fullnægjandi hönnunargögnum hefur verið skilað inn.

11. 1606003 - Tjaldsvæði: Smáhýsi
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarráð að gerð verði breyting á samþykktri tillögu á bílastæðum vestan þjónustuhús og þau komi í framhaldi af núverandi stæðum á tjaldsvæði. Sviðsstjóra falið að vinna kostnaðaráætlun fyrir bæjarráð.

12. 1706005F -
Lagt fram.

 

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:05.

 

Deildu ţessari frétt

AĐRAR FUNDARGERĐIR

Öldungaráđ / 11. júlí 2018

Fundur 4

Bćjarráđ / 10. júlí 2018

Fundur 1483

Hafnarstjórn / 4. júlí 2018

Fundur 459

Skipulagsnefnd / 2. júlí 2018

Fundur 42

Bćjarráđ / 26. júní 2018

Fundur 1482

Frístunda- og menningarnefnd / 6. júní 2018

Fundur 74

Bćjarstjórn / 20. júní 2018

Fundur 485

Hafnarstjórn / 14. maí 2018

Fundur 458

Hafnarstjórn / 12. apríl 2018

Fundur 457

Afgreiđslunefnd byggingamála / 14. júní 2018

Fundur 27

Öldungaráđ / 9. maí 2018

Fundur 3

Bćjarráđ / 29. maí 2018

Fundur 1481

Bćjarstjórn / 16. maí 2018

Fundur 484

Skipulagsnefnd / 14. maí 2018

Fundur 41

Bćjarráđ / 14. maí 2018

Fundur 1480

Frístunda- og menningarnefnd / 7. maí 2018

Fundur 73

Frćđslunefnd / 7. maí 2018

Fundur 75

Frćđslunefnd / 9. apríl 2018

Fundur 74

Bćjarráđ / 8. maí 2018

Fundur 1479

Bćjarráđ / 30. apríl 2018

Fundur 1478

Afgreiđslunefnd byggingamála / 26. apríl 2018

Fundur 26

Bćjarstjórn / 24. apríl 2018

Fundur 483

Bćjarráđ / 17. apríl 2018

Fundur 1477

Skipulagsnefnd / 16. apríl 2018

Fundur 40

Skipulagsnefnd / 16. apríl 2018

Fundur 40

Bćjarráđ / 5. desember 2017

Fundur 1465

Öldungaráđ / 11. apríl 2018

Fundur 2

Umhverfis- og ferđamálanefnd / 12. apríl 2018

Fundur 28

Bćjarráđ / 10. apríl 2018

Fundur 1476

Frístunda- og menningarnefnd / 4. apríl 2018

Fundur 72

Nýjustu fréttir 10

Malbikađ á Víkurbraut í dag

 • Fréttir
 • 12. júlí 2018

Rilany Da Silva til Atletico Madrid

 • Íţróttafréttir
 • 12. júlí 2018

Matseđill nćstu viku í Víđihlíđ

 • Fréttir
 • 12. júlí 2018

Stuđningsfjölskyldur óskast

 • Fréttir
 • 6. júlí 2018

Matseđill nćstu viku í Víđihlíđ

 • Fréttir
 • 6. júlí 2018

Sigtryggur Arnar til Grindavíkur

 • Íţróttafréttir
 • 5. júlí 2018