Dagskrá 17. júní í Grindavík

  • Fréttir
  • 13. júní 2017

Að vanda halda Grindvíkingar 17. júní hátíðlegan og verður hátíðarsviðið við íþróttahúsið líkt og undanfarin ár. Hátíðardagskrá er hefðbundin með hátíðarræðu og ávarpi Fjallkonunnar, karamellum verður dreift yfir svæðið og leiktæki af ýmsum gerðum bíða gesta.

Sjómanna- og vélstjórafélag Grindavíkur bjóða upp á leiktækin í samvinnu við Grindavíkurbæ og er ókeypis í öll leiktækin og nú er ÖRUGGLEGA ókeypis í tækin. Misbrestur varð á um sjómannadagshelgina en nú erum við búin að gulltryggja að ókeypis er í öll tæki, hoppukastala, lasertag og vatnabolta. Við biðjumst velvirðingar á að svona fór um helgina og látum þetta ekki koma fyrir aftur!

Tónlistarkeppni barna yngri en 14 ára verður haldin og verður söngkeppnin sem haldin hefur verið undanfarin ár partur af keppninni. Við vonum að sem flestir sjái sér fært að njóta dagskrár 17. júní, stoppi við hjá Slysavarnarsveitinni Þórkötlu og fylgist með tónlistarfólki framtíðarinnar stíga á svið.

Kl.08:00 Fánar dregnir að húni.
Kl.10:00 Hátíðarguðsþjónusta í Grindavíkurkirkju. 17. júní Hátíðarmessa
Boðið upp á kaffiveitingar eftir messu.

Kl.13:30 Karamelluregn á Landsbankatúninu.
Kl.13:45 Fánareið hestamannafélagsins Brimfaxa. Skrúðganga frá Landsbankatúninu að íþróttahúsinu.

Kl.14:00-16:00 Hátíðardagskrá við íþróttahúsið

Kl. 15:00  Tónlistarkeppni 14 ára og yngri.
• Hoppukastalar og Lasertag á hátíðarsvæðinu
• Arctic Horses leyfa börnum að fara á hestbak við íþróttahúsið frá kl. 14:30-16:30.
• Slysavarnarsveitin Þórkatla með sölu á ýmsu góðgæti, blöðrum og fánum.

 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir