Hollvinasamtök Reykjanesvita stórhuga
Hollvinasamtök Reykjanesvita stórhuga

Hollvinasamtök Reykjanesvita voru stofnuð nú á útmánuðum og eru Grindvíkingar aðsópsmiklir í félaginu. Félagið fékk síðastliðið haust styrk úr Uppbyggingarsjóði Suðurnesja að upphæð 1.000.000 kr. til þess að koma endurgera og koma svokölluðu konungsmerki aftur upp á vitann. 

Hallur J. Gunnarsson er í forsvari fyrir félagið og ritaði stutta grein um tildrög félagsins, tilgang og um sögu Reykjanesvita, sem birtist í nýútkomnu Sjómannadagsblaði Sjómanna- og vélstjórafélags Grindavíkur. Við endurbirtum greininni hér að neðan með góðfúslegu leyfi Halls:

 

Hollvinasamtök Reykjanesvita og nágrennis voru stofnuð 16. febrúar 2017. Áður hafði Minja- og sögufélag Grindavíkur lagt drög að því að koma danska konungsmerkinu fyrir á Reykjanesvita, þar sem það hafði áður verið. Danski skjöldurinn var upprunalega settur á elsta vita Íslands, á Valahnjúki á Reykjanesi en sá viti var reistur 1. desember 1878, þegar Kristján IX var konungur Danaveldis.

Fyrsti vitavörður var Arnbjörn Ólafsson og hafði hann kynnt sér vitavarðarstarfið í Danmörku. Á árunum 1907-1908 var reistur nýr viti á Bæjarfelli og var fyrst kveikt á honum 10. mars 1908. Þá var konungur Friðrik VIII. Danska konungsmerkið var þá fært af gamla vitanum yfir á þann nýja. Fangamark Friðriks VIII var þá sett yfir fangamark föður hans Kristjáns IX og nýtt ártal MCMVIII (1908).

Hollvinasamtök Reykjanesvita og nágrennis hans hafa sett sér það fyrsta markmið að láta gera nýja afsteypu af upprunalega konungsmerkinu og koma því á Reykjanesvita. Einnig verður sett upp kynningarskilti með sögu vitanna og fánastöng reist á flaggstangarhólnum.

Hollvinasamtökin eru öllum opin sem hafa áhuga á að leggja málinu lið og huga vel að Reykjanesvita og umhverfi hans. Vísað er á Facebook-síðu Hollvinasamtaka Reykjanesvita og nágrennis.

Saga Reykjanesvita er merkileg og henni þarf að halda á lofti. Alls hafa 10 manns gengt vitavarðarstarfinu en þau eru:

Arnbjörn Ólafsson síðar kaupmaður í Keflavík. Hann fluttist að Reykjanesi þegar byrjað var á byggingu eldri vitans árið 1878 og bjó þar með systur sinni Sesselju Ólafsdóttur. Arnbjörn gegndi starfinu til 1884. Eiginkona hans var Þórunn Bjarnadóttir, systir séra Þorkels á Reynivöllum.

Jón Gunnlaugsson skipasmiður var vitavörður frá 1884 til dánardægurs 23. október 1902.Ekkja hans Sigurveig Jóhannsdóttir fluttist til Reykjavíkur 1903.

Þórður Þórðarson sá um vitavörslu í eitt ár frá 1902-1903.

Jón Helgason var vitavörður frá 1903-1915 og varð síðan bóndi í Grindavík. Kona hans var Agnes Gamalíelsdóttir. Jón hafði áður verið vitavörður á Garðskaga.

Vigfús Sigurðarson starfaði frá 1915 -1925. Vigfús var kunnur af ferð sinni til Grænlands með jarðvísindamanninum Dr. Wegener, en sá leiðangur markaði tímamót í rannsóknum á Grænlandsjökli. Eiginkona Vigfúsar var Guðbjörg Árnadóttir.

Ólafur Pétur Sveinsson var vitavörður frá 1925- 1930.

Jón Ágúst Guðmundsson frá 1930 til dánardægurs 11. ágúst 1938.

Kristín Guðmundsdóttir ekkja Jóns Ágústs tók við embættinu frá 1938-1943.

Einir Jónsson, sonur Jóns Ágústs og Kristínar, var móður sinni til halds og trausts og tók formlega við embættinu af henni 1943 og starfaði til 1947.

Síðasti vitavörðurinn var Sigurjón Ólafsson sem tók við 1947.

 

Fyrir hönd Hollvinasamtaka Reykjanesvita,
Hallur J. Gunnarsson.

 

Nýlegar fréttir

fim. 22. jún. 2017    Jónsmessuganga Bláa Lónsins og Grindavíkurbćjar á laugardaginn
fim. 22. jún. 2017    Atvinna - Rćstingar á leikskólanum Laut
fim. 22. jún. 2017    Atvinna - Íbúđakjarni viđ Túngötu 15-17
fim. 22. jún. 2017    Matseđill nćstu viku í Víđihlíđ - síđasti matseđill fyrir sumarfrí
miđ. 21. jún. 2017    Tvö öflug liđ frá Grindavík í WOW Cyclothon
miđ. 21. jún. 2017    Íslandsmet í ísbađi á Sjóaranum síkáta
miđ. 21. jún. 2017    Vel heppnađ unglingahjólreiđamót á Sjóaranum síkáta
miđ. 21. jún. 2017    Enn bíđa stelpurnar eftir nćstu stigum í Pepsi-deildinni
ţri. 20. jún. 2017    Sköpun og gleđi í Grindavík - skráning stendur yfir
ţri. 20. jún. 2017    Lokađ fyrir heitavatniđ viđ Austurveg á morgun
ţri. 20. jún. 2017    Söguratleikur Sjóarans síkáta stendur fram ađ Jónsmessu
ţri. 20. jún. 2017    Grindavík tekur á móti Blikum í kvöld
ţri. 20. jún. 2017    Blóđbankabíllinn í Grindavík til kl. 17:00
ţri. 20. jún. 2017    Hrund Skúladóttir í Njarđvík
mán. 19. jún. 2017    30 nemendur útskrifađir af Króki
mán. 19. jún. 2017    Grindavík lagđi ÍBV örugglega
fös. 16. jún. 2017    Fimm leikmenn Grindavíkur í U15 ára landsliđi stúlkna
fös. 16. jún. 2017    Sköpun og gleđi í Grindavík 2017
fös. 16. jún. 2017    Grindavík - ÍBV á sunnudaginn
fös. 16. jún. 2017    Blóđbankabíllinn í Grindavík á ţriđjudaginn
fös. 16. jún. 2017    Íslandsmót unglinga í holukeppni á Húsatóftavelli um helgina
fim. 15. jún. 2017    Grindavík gerđi jafntefli viđ Íslandsmeistara FH
fim. 15. jún. 2017    Martin og Hildur heimsćkja sumarćfingar körfuboltans í dag
fim. 15. jún. 2017    Sjómannadagsráđ heiđrađi fimm sjómenn á sjómannadaginn
fim. 15. jún. 2017    Klókir litlir krakkar - námskeiđ fyrir foreldra barna međ kvíđaeinkenni
Grindavík.is fótur