Atvinna - Matráđur í Miđgarđi

  • Fréttir
  • 12. júní 2017

Grindavíkurbær auglýsir 80% stöðu matráðs í Miðgarði, þjónustumiðstöð eldri borgara í Grindavík frá og með 1. ágúst næstkomandi. Hlutverk matráðs er að hafa yfirumsjón með mötuneyti eldri borgara sem reiðir fram heitan mat í hádeginu alla virka daga.

Helstu verkefni og ábyrgð:

Yfirumsjón með eldhúsi
Matseld og frágangur
Skipulag matseðla
Innkaup á matvörum og öðrum aðföngum

Menntun hæfni og reynsla:

Menntun á sviði matreiðslu er æskileg
Reynsla af matreiðslu innan stofnana eða fyrirtæki er æskileg
Skipulagshæfni og sjálfstæð vinnubrögð
Lipurð, jákvæðni og hæfni í samskiptum
Nákvæmni í vinnubrögðum

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við hlutaðeigandi stéttarfélag.

Umsóknarfrestur er til og með 29. júní næstkomandi. Nánari upplýsingar veitir Stefanía Jónsdóttir í síma 426-8014 eða á netfanginu stefania@grindavik.is.

 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir