Söngskóli í nćstu viku fyrir söngkeppnina 17. júní

  • Fréttir
  • 9. júní 2017

17. júní verður hin árlega söngkeppni barna haldin hér í Grindavík. Boðið verður uppá söngnámskeið á þriðjudag, miðvikudag og föstudag og er það Söngskóli Emilíu heldur utanum námskeiðið. Kennt verður í tvo klukkutíma í senn og er námskeiðið því alls sex klukkutímar. Námskeiðið er haldið í félagsmiðsstöðinni Þrumunni og Grunnskóla Grindavíkur. 
Söngnámskeiðið er fyrir krakka sem ætla að taka þátt í söngvakeppninni á 17. júní, 14 ára og yngri. Tilvalið tækifæri til að undirbúa sig fyrir söngvakeppnina.

Söngskólinn verður eftirfarandi daga:

Þriðjudaginn 13. júní kl. 13-15,

Miðvikudaginn 14. júní kl. 13-15

Föstudaginn 15. Júní kl. 13-15

Áhugasamir skrá sig hér og athugið að fjöldi þátttakenda er takmarkaður. Námskeiðið er ókeypis.

Leiðbeinandi er Emilía Björg Óskarsdóttir.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 10. apríl 2024

NIE ZAPOMINAJMY O OKAZJACH DO RADOSCI

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir

Fréttir / 3. apríl 2024

Höfum gleđina međ!