HS Orka styrkir hestamannafélagiđ Brimfaxa

  • Fréttir
  • 2. júní 2017

HS Orka mun styðja hestamannafélagið Brimfaxa í Grindavík næstu þrjú ár, en skrifað var undir samning þess efnis síðastliðin föstudag. Það voru þeir Ásgeir Margeirsson, forstjóri HS Orku, og Hilmar K. Larsen, formaður Brimfaxa, sem skrifuðu undir og handsöluðu samninginn. Ásgeir brá sér sjálfur á bak með félögum í Brimfaxa við undirskriftina.

„Við erum ákaflega stolt af því að styðja við bakið á Brimfaxa sem er um þessar mundir að taka í  notkun nýja og stórglæsilega reiðhöll í Grindavík. Hestamennska er mannbætandi og góð aðstaða er  mikilvæg í þessu skemmtilega áhugamáli" ssagði Ásgeir Margeirsson, forstjóri HS Orku.

„Það er okkur mikilvægt að finna fyrir velvilja HS Orku í okkar garð. Styrkur þessi mun hjálpa okkur í rekstri á nýrri reiðhöll okkar og uppbyggingu á æskulýðsstarfi. Þess má geta að hestamannafélagið ætlar í samstarfi við Grindavíkurbæ að bjóða uppá hestamennsku sem valfag í grunnskólanum hjá eldri nemendum" ssagði Hilmar K. Larsen formaður Brimfaxa.

HS Orka er þriðja stærsta orkufyrirtæki landsins og það eina sem er í einkaeigu. Fyrirtækið framleiðir og selur rafmagn um allt land. Fullnýting og umhyggja fyrir umhverfinu hefur ætíð verið rauði þráðurinn í starfseminni og hefur meðal annars leitt af sér stofnun Auðlindagarðs á Reykjanesi, þar sem fyrirtæki hafa sprottið upp og nýtt hina ýmsu auðlindastrauma sem verða til við framleiðslu á rafmagni og heitu vatni.

Nokkrar myndir frá undirskriftarathöfninni:


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir

Fréttir / 3. apríl 2024

Höfum gleđina međ!

Fréttir / 2. apríl 2024

Ađstođ viđ fjármál

Fréttir / 27. mars 2024

Loftgćđi og mengun