Kynningarfundur vinnuskólans og fyrirkomulag vinnu

  • Fréttir
  • 2. júní 2017

Vinnuskóli Grindavíkur 2017 hefst næstkomandi þriðjudag með kynningarfundi sem haldinn verður á sal Grunnskóla Grindavíkur við Ásabraut. Skyldumæting er á fundinn og litið er svo á að ef ungmenni mætir ekki á fundinn eða tilkynnir ekki forföll muni hann ekki þiggja vinnu við Vinnuskólann. Fundurinn verður haldinn þriðjudaginn 6. júní kl. 14:00 fyrir nemendur fædda 2001, 2002 og 2003 (8.-10. bekk). Foreldrar/forráðamenn velkomnir með á fundinn. 

Á fundinum verður farið yfir verkefni sumarsins, skiptingu í hópa, vinnureglur og launakjör. Jafnframt skrifa nemendur undir ráðningasamning. Allar nánari upplýsingar um Vinnuskólann er að finna í Handbók Vinnuskólans (sjá neðan). Vinnurammi Vinnuskóla er með sama hætti og árið 2016.

Fyrirkomulag 2017:
· 8. bekkur: Byrja kl. 08:00. Vinnutími á viku: 16 klst. 
· 9. og 10. bekkur: Byrja kl. 08:00 og fá hálftíma í hádegismat. Föstudagarnir detta út og vinnunni þjappað betur saman hina dagana. Vinnutími á viku: 26 klst. 
· 17 ára: Byrja kl. 08:00 og fá hálftíma í hádegismat. Vinna mánudag til fimmtudags. Stendur til boða að vinna frá kl. 08:00-12:00 á föstudögum (frjáls mæting). Vinnutími á viku: 26 klst. (30)


Codland-vinnuskólinn

Vinnuskólinn og Codland hafa undanfarin fjögur ár starfrækt vinnuskóla fyrir 8. og 9. bekk. Verður hann starfræktur í sumar og blandast inní dagskrá vinnuskólans. Þátttakendur fá greitt í samræmi við launatöflu vinnuskólans og þarf að sækja sérstaklega um hann síðar í sumar, takmarkaður fjöldi kemst inn.

Í Vinnuskólanum verður boðið upp á vinnuverndarnámskeið, hópeflisnámskeið og fleira. Nánar auglýst síðar.

 

 - Umsóknareyðublað fyrir Vinnuskólann

 - Leyfisbréf fyrir Vinnuskólann

 - Handbók Vinnuskólans 2017


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir