Úrslit í víđavangshlaupi, stemmning í blíđunni

  • Grunnskólinn
  • 31. maí 2017

Árlegt víðavangshlaup Grunnskóla Grindavíkur fór fram í blíðunni í dag. Að venju var góð stemmning og sigurvilji í þátttakendum. Verðlaun voru veitt fyrir fyrstu þrjú sætin í flokki stúlkna og drengja í 1.-2. bekk, 3.-4. bekk, 5.-7. bekk og 8.-10. bekk. Einnig var keppt í flokki fullorðinna en stefnan hefur verið að fá fullorðna til að taka þátt í hlaupinu. Allir þátttakendur fengu verðlaunapening.

Skráðir keppendur voru samtals 193 þar af 76 af yngsta stigi og samtals 63 á miðstigi og elsta stigi. 52 leikskólabörn voru á meðal þátttakenda. Tveir fullorðnir skráðu sig til leiks en margir hlupu samt með sínum börnum. Sá sigrar sem tekur þátt og viðburður sem þessi er ómissandi liður í skólastarfinu. Í ár var ekki hægt að halda hlaupið á sumardaginn fyrsta þar sem starfsfólk grunnskólans var í náms- og kynnisferð í útlöndum á þeim tíma því var gripið til þess ráðs að fresta því fram á vor.  Myndir frá hlaupinu má sjá á fb síðu skólans:

https://www.facebook.com/pg/grunnskoligrindavik/photos/?tab=album&album_id=791613047673712

1.-2. bekkur stúlkur frá vinstri talið.

3. sæti Eyrún Helga Þorleifsdóttir, 2. sæti Helena Rós Ellertsdóttir, 1.sæti Helga Jara Bjarnadóttir, 

1.-2. bekkur drengir frá vinstri talið.

3. sæti Hreiðar Leó Vilhjálmsson, 2. sæti Fjölnir Sveinsson, 1. sæti Ragnar Guðmundsson.

3.-4.bekkur stúlkur talið frá vinstri

3. sæti Helga Rut Einarsdóttir, 2. sæti Aníta Rut Helgadóttir, 1. sæti Helga Líf Sigurðardóttir.

3.-4. bekkur drengir talið frá vinstri.

3. sæti Hafliði Brian Sigurðsson, 2. sæti Christian Bjarmi Alexandersson, 1. sæti Eysteinn Rúnarsson.

5.-6.bekkur stúlkur talið frá vinstri.

3. sæti Eva María Valdimarsdóttir, 2. sæti Júlía Björk Jóhannesdóttir,  1. sæti Sigríður Emma Fanndal Jónsdóttir.

5.-7. bekkur drengir talið frá vinstri:

3. sæti Tómas Breki Bjarnason, 2. sæti Arnór Tristan Helgason, 1. sæti Ingólfur Hávarðarson.

8.-10. bekkur stúlkur talið frá vinstri:

1. sæti Elísabeth Ýr Ægisdóttir, 2. sæti Melkorka Mist Einarsdóttir, 3. sæti Birta Rós Sigurðardóttir

8.-10. bekkur drengir talið frá vinstri:

2. sæti Fannar Þór Úlfarsson, 1. sæti Jóhann Dagur Bjarnason, 3. sæti Patrekur Ívar Björnsson.

1. og 2. sæti Andri Páll Sigurðsson og Gunnar Jóhannesson í flokki fullorðinna.  

Mateusz ánægður með metalíuna sína enda er það þannig að sá sigrar sem tekur þátt!

 

 

 

 

 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir