Fundur 474

  • Bćjarstjórn
  • 31. maí 2017

474. fundur Bæjarstjórnar Grindavíkur haldinn í bæjarstjórnarsal, þriðjudaginn 30. maí 2017 og hófst hann kl. 17:00.

Fundinn sátu:

Hjálmar Hallgrímsson 1. varaforseti, Guðmundur L. Pálsson bæjarfulltrúi, Kristín María Birgisdóttir forseti, Páll Jóhann Pálsson aðalmaður, Marta Sigurðardóttir 2. varaforseti, Jóna Rut Jónsdóttir bæjarfulltrúi, Guðmundur Grétar Karlsson varamaður, Jón Þórisson sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs og Fannar Jónasson bæjarstjóri.

Fundargerð ritaði: Jón Þórisson, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.


Dagskrá:

1. 1505084 - Kjör forseta bæjarstjórnar og 1. og 2. varaforseta
Til máls tók: Kristín María.

Með vísan til 1. mgr. 7. greinar Samþykkta um stjórn og fundarsköp bæjarstjórnar leggur forseti til að Hjálmar Hallgrímsson verði kjörinn forseti bæjarstjórnar næsta árið.

Samþykkt samhljóða

Með vísan til 6. mgr. 7. gr. Samþykka um stjórn og fundarsköp Grindavíkurbæjar leggur forseti til að eftirfarandi verði kjörnir 1. og 2. varaforseti bæjarstjórnar.
1. varaforseti: Kristín María Birgisdóttir
2. vararforseti: Ásrún Helga Kristinsdóttir

Samþykkt samhljóða

2. 1505086 - Kjör bæjarráðs: samkvæmt A lið 47.gr. samþykkta um stjórn og fundarsköp Grindavíkurbæjar
Nýkjörinn forseti, Hjálmar Hallgrímsson, tók við fundarstjórn.

Til máls tók: Hjálmar.

Forseti leggur til að eftirfarandi verði kjörnir í bæjarráð næsta árið:
Kristín María Birgisdóttir G-lista, formaður
Hjálmar Hallgrímsson, D-lista, varaformaður
Ásrún Kristinsdóttir B-lista

Áheyrnarfulltrúi S-lista með málfrelsi og tillögurrétt verði Marta Sigurðardóttir og fær hún greitt fyrir sem almennur bæjarráðsmaður.

Varamenn taka sæti í þeirri röð sem þeir eru kosnir þegar aðalmenn og áheyrnarfulltrúar forfallast.

Samþykkt samhljóða.

3. 1505085 - Heimild til bæjarráðs til fullnaðarafgreiðslu mála í sumarleyfi bæjarstjórnar

Til máls tók: Hjálmar.

Með vísan til 3. mgr. 8. gr. samþykkta um stjórn Grindavíkurbæjar og fundarsköp bæjarstjórnar leggur forseti til að fundir bæjarstjórnar verði felldir niður í júní og júlí í sumarleyfi bæjarstjórnar.
Jafnframt með vísan í 1. mgr. 36. gr. sömu samþykktar að bæjarráði verði falin fullnaðarafgreiðsla mála í sumarleyfi bæjarstjórnar, nema þar sem lög kveða á um annað.

Samþykkt samhljóða

4. 1705081 - Aðalskipulag Garðabæjar: Beiðni um umsögn.
Til fundarins var mættur sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs, Ármann Halldórsson, og kynnti hann málið og svaraði fyrirspurnum.

Aðrir sem til máls tóku: Hjálmar, Páll Jóhann og Jóna Rut.

Erindi frá Garðabæ lagt fram. Í erindinu er óskað eftir umsögn um tillögu að aðalskipulagi Garðabæjar 2016-2030. Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við tillöguna.

6 bæjarfulltrúar gera ekki athugasemd við tillöguna. Páll Jóhann situr hjá.

5. 1703046 - Beiðni um umsögn: Nýtingarleyfi í Svartsengi/Eldvörpum.
Til fundarins var mættur sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs, Ármann Halldórsson, og kynnti hann málið og svaraði fyrirspurnum.

Aðrir sem til máls tóku: Hjálmar, Kristín María, Marta og Páll Jóhann.

Lögð fram drög að umsögn til Orkustofnunar vegna umsóknar HS Orku um nýtingarleyfi á jarðhita á Svartsengis- og Eldvarpasvæðinu.

Bæjarstjórn samþykkir umsögnina og felur sviðsstjóra að senda hana til Orkustofnunar.

6. 1703053 - Gunnuhver: deiliskipulag
Til fundarins var mættur sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs, Ármann Halldórsson, og kynnti hann málið og svaraði fyrirspurnum.

Aðrir sem til máls tóku: Hjálmar, Kristín María, Jóna Rut, bæjarstjóri, Páll Jóhann og Marta.

Lögð fram tillaga að deiliskipulagi vegna Gunnuhvers. Tillagan er lögð fram á uppdrætti með greinargerð sem unnin er af Landmótun dagsett 18.5.2017.
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði samþykkt skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og felur nefndin sviðsstjóra að forkynna tillöguna skv. 40 gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða tillögu skipulagsnefndar

7. 1705083 - Umsókn um byggingarleyfi: Staðarsund 2-12

Til fundarins var mættur sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs, Ármann Halldórsson, og kynnti hann málið og svaraði fyrirspurnum.

Aðrir sem til máls tóku: Hjálmar.

Erindi frá J.V. fiskverkun kt. 460116-0130 lagt fram. Í erindinu er óskað eftir byggingarleyfi fyrir viðbyggingu við Staðarsund 2-12. Erindinu fylgir samþykki meðeigenda og teikningar unnar af Tækniþjónustu S.Á.
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að samþykkja byggingaráformin með fyrirvara um skriflegt leyfi eigenda Staðarsunds 14 og 16a og 16b á grundvelli 3. mgr. skipulagslaga nr 123/2010 og að byggingarleyfi verði gefið út af byggingarfulltrúa þegar fullnægjandi hönnunargögn berast.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða tillögu skipulagsnefndar

8. 1704031 - Umsókn um byggingarleyfi: Vesturbraut 10
Til fundarins var mættur sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs, Ármann Halldórsson, og kynnti hann málið og svaraði fyrirspurnum.

Guðmundur Grétar víkur af fundi við umræður og afgreiðslu málsins.

Aðrir sem til máls tóku: Hjálmar og Páll Jóhann.

Erindi frá Guðmundi Grétari Karlssyni lagt fram. Í erindinu er óskað eftir byggingarleyfi fyrir breytingum á Vesturbraut 10. Erindinu fylgja teikningar unnar af Tækniþjónustu Gunnars Indriðasonar dagsettar í mars 2017.
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að samþykkja byggingaráformin og að byggingarleyfi verði gefið út af byggingarfulltrúa þegar fullnægjandi hönnunargögn berast.

Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 6 atkvæðum.

9. 1705054 - Umsókn um framkvæmdaleyfi

Til fundarins var mættur sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs, Ármann Halldórsson, og kynnti hann málið og svaraði fyrirspurnum.

Aðrir sem til máls tóku: Hjálmar og Guðmundur Páls.

Erindi frá Hjólreiðafélagi Reykjavíkur kt. 430194-2089 lagt fram. Í erindinu er óskað eftir lokunum á Norðurljósaveg þann 3. júní nk.
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að samþykkja veitingu framkvæmdaleyfis. Nefndin leggur áherslu á að allt rusl og merkingar sem falla til vegna keppninnar verði fjarlægt.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða tillögu skipulagsnefndar

10. 1612034 - Breyting á deiliskipulagi: Norðurhóp 13, 15 og 17
Til fundarins var mættur sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs, Ármann Halldórsson, og kynnti hann málið og svaraði fyrirspurnum.

Aðrir sem til máls tóku: Hjálmar.

Grenndarkynning hefur farið fram og ein athugasemd barst frá Trésmiðju Heimis. Í athugasemdinni er framkvæmdinni mótmælt vegna sjónmengunar og ósamræmis í raðhúsinu.
Skipulagsnefnd telur að útsýni sé ekki skert með breytingunni. Nefndin telur að ekki sé lýti af mannvirkinu og bendir að lokum á að breytingin á við um allar íbúðir í lengjunni til að stuðla að samræmi.

Tillaga
Sviðsstjóra er falið að svara athugasemdinni í samræmi við bókun skipulagsnefndar og að senda Skipulagsstofnun breytinguna og staðfesta hana með auglýsingu í b-deild stjórnartíðinda skv. 2. mgr. 43 gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Samþykkt samhljóða

11. 1705078 - Hafnargata 22: Breyting á deiliskipulagi.
Til fundarins var mættur sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs, Ármann Halldórsson, og kynnti hann málið og svaraði fyrirspurnum.

Aðrir sem til máls tóku: Hjálmar, Guðmundur Páls. og Páll Jóhann.

Erindi frá Þorbirni hf. kt. 420369-0429 lagt fram. Í erindinu er óskað eftir stækkun lóðar og byggingarreitar við Hafnargötu 22. Erindinu fylgir minnisblað frá Eflu verkfræðistofu.
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að unnin verði breyting á deiliskipulagi í samræmi við minnisblað Eflu verkfræðistofu.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða tillögu skipulagsnefndar

12. 1705055 - Hafnargata 4; breyting á skipulagi
Til fundarins var mættur sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs, Ármann Halldórsson, og kynnti hann málið og svaraði fyrirspurnum.

Aðrir sem til máls tóku: Hjálmar, Guðmundur Páls., Marta, Páll Jóhann og Kristín María.

Erindi frá Særúnu Lind Barnes lagt fram. Í erindinu er óskað eftir breytingu á aðal- og deiliskipulagi til þess að hægt sé að reka gistiheimili við Hafnargötu 4. Svæðið er skilgreint í dag sem samfélagsþjónusta/björgunarsveitahús.
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að unnin verði óveruleg breyting á deiliskipulagi og hún grenndarkynnt fyrir eigendum Hafnargötu 2.

Tillaga
Lagt er til að grenndarkynning nái einnig til Hafnargötu 6.
Tillagan er felld með 4 atkvæðum gegn atkvæði Guðmundar Páls. Hjálmar situr hjá.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða tillögu skipulagsnefndar

13. 1705084 - Hafnargata 8: Breyting á skipulagi
Til fundarins var mættur sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs, Ármann Halldórsson, og kynnti hann málið og svaraði fyrirspurnum.

Aðrir sem til máls tóku: Hjálmar og Guðmundur Páls.

Lögð fram tillaga að óverulegri breytingu á aðal- og deiliskipulagi Hafnarsvæðis Ránagata/Hafnargata vegna Hafnargötu 8. Til stendur að breyta Hafnargötu 8 í gistiheimili. Tillagan er lögð fram á tveimur greinargerðum með uppdráttum frá Eflu verkfræðistofu dagsettar 18.5.2017.
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að breytingin verði samþykkt skv 43. og 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða tillögu skipulagsnefndar

14. 1704037 - Hóp: Endurgreiðsla á ræktun
Til fundarins var mættur sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs, Ármann Halldórsson, og kynnti hann málið og svaraði fyrirspurnum.

Aðrir sem til máls tóku: Hjálmar og Páll Jóhann.

Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs óskar eftir viðauka við fjárhagsáætlun 2017 að fjárhæð 1.143.000 kr. til að greiða fyrir ræktun á hluta úr landi jarðarinnar Hóps í Grindavík.

Bæjarráð samþykkir samkomulagið og leggur til við bæjarstjórn að samþykkja viðauka að fjárhæð 1.143.000 kr. sem fjármagnaður verði með lækkun á handbæru fé.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða tillögu bæjarráðs.

15. 1705057 - Ósk um viðauka: Götusópun
Til fundarins var mættur sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs, Ármann Halldórsson, og kynnti hann málið og svaraði fyrirspurnum.

Aðrir sem til máls tóku: Hjálmar, Páll Jóhann, Kristín María og Guðmundur Páls.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja viðauka að fjárhæð 4.000.000 kr. til götusópunar og niðurfallshreinsunar sem fjármagnaður verði með lækkun á handbæru fé.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða tillögu bæjarráðs

16. 1705017 - Fjárhagsáætlun 2017: Beiðni um viðauka
Til máls tóku: Hjálmar.

Sviðsstjóri félagsþjónustu- og fræðslusviðs óskar eftir viðauka við fjárhagáætlun ársins 2017 til að kaupa ljósritunarvél.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja viðauka við fjárhagsáætlun ársins 2017 að fjárhæð 750.000 kr. sem fjármagnaður verði með lækkun á handbæru fé.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða tillögu bæjarráðs

17. 1705095 - Félagslegt leiguhúsnæði: Breyting á reglum
Til máls tók: Hjálmar.

Bætt er inn í reglurnar ákvæðum er snúa að úthlutun íbúða við Túngötu 15 - 17 (5. gr. a). Forgang eiga þeir sem þurfa á sérstökum stuðningi í skilningi reglugerðar um þjónustu við fatlað fólk á heimili sínu. Jafnframt er sett inn heimild til að úthluta íbúðum í húsnæðinu tímabundið (sex mánuði) þrátt fyrir að viðkomandi þurfi ekki á slíkum stuðningi að halda. Þá eru sett inn ákvæði í 10. gr. a. er tryggja leigusala (Grindavíkurbæ) til að færa leigjendur á milli íbúða ef málefnalegar ástæður liggja til grundvallar.

Bæjarstjórn samþykkir breytingarnar samhljóða

18. 1210095 - Reglur um ferðaþjónustu hjá Grindavíkurbæ
Til máls tóku: Hjálmar.

Félagsmálanefnd Grindavíkur hefur samþykkt drög að reglum um ferðaþjónustu fatlaðs fólks og vísað málinu til umræðu og afgreiðslu í bæjarráði.
Bæjarráð samþykkti reglurnar og vísar þeim til staðfestingar í bæjarstjórn.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða reglurnar.

19. 1202032 - Reglur Grindavíkurbæjar um inntöku barna á leikskóla

Til máls tóku: Hjálmar, Guðmundur Grétar, Marta, Kristín María, Páll Jóhann og Jóna Rut.

Lögð fram tillaga um viðbót við reglur um leikskóla. Við grein III. Reglur um úthlutun leikskóladvalar, 3. tölulið bætist liður vi. Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að vi. liður orðist svo: Börn starfsmanna leikskólakennara eða leiðbeinenda í leikskóla í Grindavíkurbæ.
Einnig er umorðað hvernig beri að skila umsókn/gögnum vegna forgangs. Mikilvægi forgangs fyrir starfsmenn liggur í starfsmannaskorti í Laut.

Tillaga
Að vi liður orðist svo: Börn starfsmanna í leikskólum í Grindavík.
Tillagan er felld með 5 atkvæðu gegn atkvæðum Páls Jóhanns og Guðmundar Grétars.

Tillaga frá fulltrúa G-lista
Að vi liður orðist svo: Börn starfsmanna í leikskólum í Grindavík sem starfa við kennslu og umönnun.
Tillagan er samþykkt með 6 atkvæðum, Páll Jóhann situr hjá.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða tillögu bæjarráðs með þeirri breytingu sem felst í tillögu frá fulltrúa G-lista.

20. 1705087 - Minja- og sögufélag Grindavíkur: Viðauki vegna samstarfssamnings

Til máls tók: Hjálmar.

Lögð fram beiðni um viðauka frá sviðsstjóra frístunda- og menningarsviðs, Björgu Erlingsdóttur, vegna samnings við Minja- og sögufélag Grindavíkur að fjárhæð 320.000 kr.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja viðauka að fjárhæð 320.000 kr. sem verði fjármagnaður með lækkun á handbæru fé að fjárhæð 170.000 kr. og hækkun tekna Vinnuskóla að fjárhæð 150.000 kr.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða tillögu bæjarráðs

21. 1703071 - Samstarfssamningur á milli Grindavíkurbæjar og Grindavíkurkirkju 2017-2019
Til máls tók: Hjálmar.

Lagður fram nýr samningur um æskulýðsstarf milli Grindavíkurbæjar og Grindavíkurkirkju. Gildistími samningsins er 2017-2019.

Bæjarstjórn samþykkir samninginn samhljóða og felur bæjarstjóra að skrifa undir hann.

22. 1703017 - Knattspyrnudeild UMFG: beiðni um framlengingu samnings um verktöku við umsjón mannvirkja 2017
Til máls tóku: Hjálmar, Páll Jóhann, Kristín María og Marta.

Lagður fram til staðfestingar samningur við knattspyrnudeild UMFG vegna umsýslu eigna á knattspyrnuvelli.

Bókun frá fulltrúum B-lista
Fulltrúar Framsóknarflokksins taka undir með sviðstjóra frístunda- og menningarsviðs þar sem hún mælir með því að fallið verði frá samningi við Knattspyrnudeild um daglegan rekstur eigna Grindavíkurbæjar á íþróttasvæðinu og verkefnin falin starfsmönnum íþróttahúss. Tekið verði mið af þeirri verkefnastöðu sem er í íþróttahúsi og aukið við starfshlutfall eftir þeim þörfum sem aukin verkefni kalla á, það muni styrkja starfsemi íþróttahúss og létta/dreifa álagi á starfsmönnum þess á næstu árum.
Framsóknarmenn munu því sitja hjá við þessa afgreiðslu eins og þeir hafa gert í þessu máli fram að þessu.

Bæjarstjórn staðfestir samninginn með 5 atkvæðum, Páll Jóhann og Guðmundur Grétar sitja hjá.

Meirihluti bæjarráðs leggur til við bæjarstjórn að samþykkja viðauka við fjárhagsáætlun 2017 að fjárhæð 2.760.000 kr. á lið 06611-4341 sem verði fjármagnaður með lækkun á handbæru fé.

Bæjarstjórn samþykkir tillögu bæjarráðs með 5 atkvæðum, Páll Jóhann og Guðmundur Grétar sitja hjá.

23. 1705019 - Kalka - Sorpeyðingarstöð Suðurnesja: Tillaga stjórnar SS um að hefja flokkun úrgangs
Til máls tóku: Hjálmar, Marta, Jóna Rut, Guðmundur Grétar, Kristín María, Guðmundur Páls. og Páll Jóhann.

Lögð fram tillaga stjórnar SS um að hefja flokkun úrgangs.

Bæjarráð lýsir ánægju sinni með tillöguna og leggur til við bæjarstjórn að samþykkja hana.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða tillögu bæjarráðs

24. 1704029 - Kalka - Sorpeyðingarstöð Suðurnesja: Kynning á mögulegri sameiningu SS og Sorpu

Til máls tóku: Hjálmar, Marta, Guðmundur Páls., Jóna Rut og bæjarstjóri.

Lögð fram beiðni Kölku um að bæjarstjórn taki formlega afstöðu til mögulegrar sameiningar SS og Sorpu.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að haldinn verði sameiginlegur eigendafundur SS áður en formleg afstaða er tekin til sameiningar.

25. 1705062 - Sustainable Feed: Viljayfirlýsing
Til máls tóku: Hjálmar, Guðmundur Páls., bæjarstjóri, Jóna Rut, Kristín María og Páll Jóhann.

Félag um uppsetningu og rekstur eldisbúgarðs óskar eftir endurnýjun á "Letter of Intent".
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að viljayfirlýsingin verði framlengd um eitt ár.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að óska eftir kynningu frá félaginu og felur bæjarráði að vinna málið áfram.

26. 1705059 - Innri leiga Eignasjóðs: Viðauki við fjárhagsáætlun 2017
Til máls tók: Hjálmar.

Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs óskar eftir viðauka við fjárhagsáætlun 2017 vegna endurreiknings á innri leigu. Viðaukinn felur í sér hækkun gjalda hjá aðalsjóði að fjárhæð 21.055.413 kr. og hækkun gjalda hjá þjónustumiðstöð að fjárhæð 191.255 kr. Fjármögnun er með hækkun tekna eignasjóðs að fjárhæð 21.246.668 kr.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja viðaukann.

Bæjarstjórn samþykkir viðaukann samhljóða

27. 1611009 - Ársuppgjör 2016: Grindavíkurbær og stofnanir
Til máls tóku: Hjálmar, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs, Páll Jóhann, Guðmundur Páls. og Marta.

Ársreikningur Grindavíkurbæjar og stofnana hans fyrir árið 2016 er tekin til síðari umræðu. Vísað er til yfirferðar endurskoðenda og sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs við fyrri umræðu þann 25. apríl síðastliðinn. Engar breytingar hafa orðið á ársreikningnum frá fyrri umræðu.
Endurskoðendur Grindavíkurbæjar hafa áritað ársreikninginn með fyrirvaralausri áritun.

Bæjarstjórn staðfestir ársreikninginn samhljóða með undirritun sinni og felur sviðsstjóra að senda til innanríkisráðuneytisins.

28. 1704044 - Fundargerðir: Heilbrigðiseftirlit Suðurnesja 2017
Til máls tóku: Hjálmar, Guðmundur Grétar, Páll Jóhann og Jóna Rut.

Fundargerð 262. fundar, dags. 11. maí 2017, lögð fram.

29. 1702014 - Fundargerðir: Samband íslenskra sveitarfélaga 2017
Til máls tóku: Hjálmar, Guðmundur Grétar, Kristín María og Marta.

Fundargerð 850. fundar, dags. 19. maí 2017, lögð fram.

30. 1701066 - Fundargerðir: Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum 2017

Til máls tóku: Hjálmar, Guðmundur Páls. og Marta.

Fundargerð 715. fundar, dags. 10. maí 2017, lögð fram.

31. 1701058 - Fundargerðir: Sorpeyðingarstöð Suðurnesja 2017
Til máls tóku: Hjálmar, Guðmundur Páls., Jóna Rut, Kristín María og Páll Jóhann.

Fundargerð 481. fundar, dags. 11. maí 2017, lögð fram.

32. 1701058 - Fundargerðir: Sorpeyðingarstöð Suðurnesja 2017
Til máls tóku: Hjálmar, Marta, Jóna Rut og Guðmundur Páls., Kristín María, Páll Jóhann og Guðmundur Grétar.

Fundargerð 480. fundar, dags. 24. apríl 2017, lögð fram.

33. 1510040 - Fundargerðir: Þekkingarsetur Suðurnesja
Til máls tóku: Hjálmar, Jóna Rut, Kristín María, Marta, Guðmundur Páls. og Páll Jóhann.

Fundargerð 5. ársfundar, dags. 3. maí 2017 og 22. stjórnarfundar, dags. 3. maí 2017 lagðar fram.

34. 1704009F - Bæjarráð Grindavíkur - 1443
Til máls tóku: Hjálmar, Marta, Kristín María, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs, Páll Jóhann, bæjarstjóri og Guðmundur Páls.

Fundargerðin er lögð fram.

35. 1705004F - Bæjarráð Grindavíkur - 1444
Til máls tóku: Hjálmar, Guðmundur Páls., Kristín María, bæjarstjóri, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs, Páll Jóhann, Marta og Jóna Rut.

Fundargerðin er lögð fram.

36. 1705009F - Bæjarráð Grindavíkur - 1445
Til máls tóku: Hjálmar, Kristín María, Páll Jóhann, Marta, Jóna Rut og Guðmundur Páls.

Fundargerðin er lögð fram.

37. 1705013F - Bæjarráð Grindavíkur - 1446
Til máls tóku: Hjálmar, Guðmundur Páls., Kristín María, Jóna Rut, Marta og Páll Jóhann og bæjarstjóri.

Fundargerðin er lögð fram.

38. 1703022F - Afgreiðslunefnd byggingamála - 14
Til máls tóku: Hjálmar, Jóna Rut, Guðmundur Páls., Kristín María, Marta, bæjarstjóri og Páll Jóhann.

Fundargerðin er lögð fram.

39. 1705011F - Afgreiðslunefnd byggingamála - 15
Til máls tóku: Hjálmar, Jóna Rut, Guðmundur Páls., Kristín María, Marta.

Fundargerðin er lögð fram.

40. 1705012F - Afgreiðslunefnd byggingamála - 16
Til máls tóku: Hjálmar, Marta, Páll Jóhann og Guðmundur Páls.

Fundargerðin er lögð fram.

41. 1704005F - Skipulagsnefnd - 28
Til máls tóku: Hjálmar, Jóna Rut og Kristín María.

Fundargerðin er lögð fram.

42. 1705006F - Skipulagsnefnd - 29
Til máls tóku: Hjálmar og Jóna Rut.

Fundargerðin er lögð fram.

43. 1705008F - Hafnarstjórn Grindavíkur - 450
Til máls tóku: Hjálmar, Páll Jóhann, Guðmundur Páls., Kristín María og bæjarstjóri

Fundargerðin er lögð fram.

44. 1703020F - Frístunda- og menningarnefnd - 62
Til máls tóku: Hjálmar, Guðmundur Páls., Kristín María, Marta, Jóna Rut og bæjarstjóri.

Fundargerðin er lögð fram.

45. 1705001F - Frístunda- og menningarnefnd - 63
Til máls tóku: Hjálmar, Marta, Jóna Rut, Kristín María, Páll Jóhann, Guðmundur Grétar, Guðmundur Páls. og bæjarstjóri.

Fundargerðin er lögð fram.

46. 1704002F - Félagsmálanefnd - 78
Til máls tóku: Hjálmar, Guðmundur Grétar, Kristín María og Guðmundur Páls.

Fundargerðin er lögð fram.

47. 1703006F - Fræðslunefnd - 63
Til máls tóku: Hjálmar, Guðmundur Grétar, Marta, Jóna Rut, Kristín María, Guðmundur Páls. og Páll Jóhann.

Fundargerðin er lögð fram.

48. 1705003F - Fræðslunefnd - 64
Til máls tóku: Hjálmar, Guðmundur Grétar, Marta, Jóna Rut, Kristín María, Guðmundur Páls. og Páll Jóhann.

Fundargerðin er lögð fram.

 

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 21:45.

 

 

 

Deildu ţessari frétt

AĐRAR FUNDARGERĐIR

Frćđslunefnd / 20. september 2018

Fundur 79

Bćjarráđ / 18. september 2018

Fundur 1493

Skipulagsnefnd / 17. september 2018

Fundur 44

Umhverfis- og ferđamálanefnd / 12. september 2018

Fundur 30

Bćjarráđ / 11. september 2018

Fundur 1492

Hafnarstjórn / 10. september 2018

Fundur 460

Frćđslunefnd / 6. september 2018

Fundur 78

Bćjarráđ / 4. september 2018

Fundur 1489

Bćjarstjórn / 28. ágúst 2018

Fundur 487

Skipulagsnefnd / 23. ágúst 2018

Fundur 43

Frćđslunefnd / 13. ágúst 2018

Fundur 77

Frćđslunefnd / 11. júní 2018

Fundur 76

Bćjarráđ / 21. ágúst 2018

Fundur 1488

Bćjarráđ / 14. ágúst 2018

Fundur 1487

Bćjarstjórn / 10. ágúst 2018

Fundur 486

Bćjarráđ / 8. ágúst 2018

Fundur 1486

Afgreiđslunefnd byggingamála / 25. júlí 2018

Fundur 28

Umhverfis- og ferđamálanefnd / 25. júlí 2018

Fundur 29

Bćjarráđ / 24. júlí 2018

Fundur 1485

Bćjarráđ / 17. júlí 2018

1484

Öldungaráđ / 11. júlí 2018

Fundur 4

Bćjarráđ / 10. júlí 2018

Fundur 1483

Hafnarstjórn / 4. júlí 2018

Fundur 459

Skipulagsnefnd / 2. júlí 2018

Fundur 42

Bćjarráđ / 26. júní 2018

Fundur 1482

Frístunda- og menningarnefnd / 6. júní 2018

Fundur 74

Bćjarstjórn / 20. júní 2018

Fundur 485

Hafnarstjórn / 14. maí 2018

Fundur 458

Hafnarstjórn / 12. apríl 2018

Fundur 457

Afgreiđslunefnd byggingamála / 14. júní 2018

Fundur 27