Atvinna - Ađstođarskólastjóri og deildarstjóri yngsta stigs

  • Grunnskólinn
  • 26. maí 2017

Grunnskóli Grindavíkur auglýsir stöðu aðstoðarskólastjóra og deildarstjóra yngsta stigs frá og með 1. ágúst næstkomandi. Leitað er að einstaklingum með mikinn metnað, sem sýnt hafa árangur í störfum sínum og leggja áherslu á vellíðan og árangur nemenda í góðu samstarfi við aðra starfsmenn skólans. 

Meginhlutverk aðstoðarskólastjóra er að:

- Vera í forystu um mótun og framkvæmd faglegrar stefnu skólans innan ramma laga og reglugerða og í samræmi við aðalnámskrá grunnskóla og skólastefnu Grindavíkurbæjar.
- Vera staðgengill skólastjóra, bera ábyrgð á og stjórna daglegri starfsemi skólans í samstarfi við skólastjóra.
- Hafa í samráði við skólastjóra umsjón með starfsmannamálum s.s. ráðningum, vinnutilhögun, starfsþróun og fl.
- Vinna að öflugu samstarfi innan skólasamfélagsins.

Meginhlutverk deildarstjóra er að:

- Vera millistjórnandi með mannaforráð og bera ábyrgð á skólahaldi á skólastigi.
- Fylgjast með nýjungum á sviði kennslu og vera leiðandi í faglegri umræðu.
- Vera í góðum samskiptum við nemendur og foreldra.
- Hafa umsjón með sérúrræðum nemenda í samráði við kennara og aðra stjórnendur.

Hæfniskröfur:

- Frumkvæði , sveigjanleiki og víðsýni í starfi og samskiptum.
- Góðir skipulagshæfileikar.
- Hæfni í mannlegum samskiptum
- Að vera reiðubúinn til að leita nýrra leiða í skólastarfi.
- Áhugi og reynsla til að leiða þróunarstarf.
- Góð tölvukunnátta og færni við skýrslugerð.
- Reynsla af faglegri forystu á sviði kennslu og skólaþróunar.
- Fjölbreytt reynsla af kennslu og vinnu með börnum og unglingum.

Menntunar og hæfniskröfur :

- Kennaramenntun og réttindi til kennslu í grunnskóla.
- Framhaldsmenntun á sviði stjórnunar, uppeldis- og menntunarfræða eða kennslureynsla á grunnskólastigi.


Grunnskóli Grindavíkur er heildstæður, einsetinn grunnskóli, með tæplega 500 nemendur í tveimur starfsstöðvum. Í Grunnskóla Grindavíkur er starfað eftir Uppbyggingarstefnunni og lögð áhersla á að skapa námsumhverfi í samráði við foreldra þar sem allir eru virkir, að öllum líði vel og allir læri að bera virðingu fyrir sjálfum sér, öðrum og umhverfi sínu. Í framtíðarsýn skólans kemur fram að skólinn er lærdómssamfélag þar sem áhersla er á að allir nemendur hljóti góða menntun og fái hvatningu til náms í samræmi við þroska sinn og áhuga í öruggu og uppbyggilegu umhverfi. Nemendur, starfsfólk og foreldrar eru virkir þátttakendur í lærdómssamfélaginu.
Allur aðbúnaður og umhverfi skólans er til fyrirmyndar. Sjá nánar á heimasíðu skólans 

Karlar, jafnt sem konur, eru hvattir til að sækja um starfið.
Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Kennarasambands Íslands.
Nánari upplýsingar um störfin veitir Guðbjörg M. Sveinsdóttir væntanlegur skólastjóri í síma 420-1200. Umsóknir um aðstoðarskólastjórastöðuna ásamt greinargóðri skýrslu um störf umsækjanda og menntun, stjórnunarreynslu og verkefni sem viðkomandi hefur unnið að og varpað geta ljósi á færni viðkomandi, skulu berast Grunnskóla Grindavíkur Ásabraut 2, 240 Grindavík eða sendist á netfangið gudbjorgms@grindavik.is fyrir 11. júní 2017 og umsóknarfresti um deildastjórastarfið framlengist til 11.júní n.k.

 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir