Sýn foreldra á skólastarfiđ - Foreldrar hafa áhrif

  • Grunnskólinn
  • 24. maí 2017

Skólaskrifstofa Grindavíkur og Grunnskóli Grindavíkur bjóða foreldrum til kaffihússfundar mánudaginn 29. maí nk. frá kl. 17:00 - 18:30 í Hópsskóla.

Dagskrá:

17:00 Kynning niðurstaðna Skólapúlsins - viðhorfskönnunar foreldra: Skoðaðar breytingar milli ára.
Ingibjörg María Guðmundsdóttir - skólaskrifstofa

17:20 Kynning á stöðu umbótaáætlunarinnar Skóli og samfélag 2015 - 2017: Hverju er lokið og hvað er eftir.
Halldóra K. Magnúsdóttir - skólastjóri

17:35 Kallað verður eftir hugmyndum að umbótum.

18:30 Fundarlok

Tilefni fundarins er að kynna niðurstöður könnunar Skólapúlsins á viðhorfum foreldra til grunnskólans sem lögð var fyrir í febrúar sl. Könnunin sýnir breytingar sem orðið hafa frá síðustu mælingu árið 2015. Einnig verður á fundinum kallað eftir hugmyndum foreldra til að efla samstarfið enn frekar.

Könnunin er hluti af ytra mati sveitarfélagsins á gæðum skólastarfsins og ber sveitarfélaginu að fylgja eftir ytra mati þannig að það leiði til umbóta. Í niðurstöðum koma fram styrk- og veikleikar skólans að mati foreldra. Markmiðið með fundinum er að upplýsa foreldra, hlusta á og eiga samtal við þá um hvaða hugmyndir þeir hafa til að bæta þá þætti sem þeir telja til veikleika skólans og hvernig hægt er að byggja á styrkleikum hans.

Þær hugmyndir sem fram koma á fundinum verða nýttar til frekari umbóta á næstu skólaárum.

Foreldrar eru ein mikilvægasta stoð skólasamfélagsins og eiga að hafa áhrif á skólastarfið. Láttu ekki þitt eftir liggja.

 

 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 10. apríl 2024

NIE ZAPOMINAJMY O OKAZJACH DO RADOSCI

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir

Fréttir / 3. apríl 2024

Höfum gleđina međ!

Fréttir / 2. apríl 2024

Ađstođ viđ fjármál

Fréttir / 27. mars 2024

Loftgćđi og mengun