Fundur 1446

  • Bćjarráđ
  • 24. maí 2017

1446. fundur Bæjarráðs Grindavíkur haldinn í bæjarstjórnarsal, þriðjudaginn 23. maí 2017 og hófst hann kl. 17:00.


Fundinn sátu:

Hjálmar Hallgrímsson formaður, Kristín María Birgisdóttir varaformaður, Ásrún Helga Kristinsdóttir aðalmaður, Marta Sigurðardóttir áheyrnarfulltrúi, Jón Þórisson sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs og Fannar Jónasson bæjarstjóri.

Fundargerð ritaði: Jón Þórisson, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.


Dagskrá:

1. 1504033 - Minnisvarði um áhöfn og sögu flugvélar sem fórst í Fagradalsfjalli 3. maí 1943: Heimild til uppsetningar
Jim Lux, bandarískur áhugamaður um sögu flugslyssins, ásamt konu sinni Nancy, Terry Hinde og Sherri Hinde og Þorsteini Marteinssyni mættu á fundinn og kynnti Mr. Lux verkefnið. Fyrirhugað er að reisa minnisvarða við Grindavíkurveg og vígja hann í maí 2018.

2. 1610065 - Hádegismatur eldri borgara: Beiðni um niðurgreiðslur
Til fundarins var mættur Nökkvi Már Jónsson, sviðsstjóri félagsþjónustu- og fræðslusviðs og fór hann yfir stöðu málsins.

3. 1602104 - Daggæsla í heimahúsi: Tillögur um eflingu þjónustu
Til fundarins voru mættir Nökkvi Már Jónsson, sviðsstjóri félagsþjónustu- og fræðslusviðs og Ármann Halldórsson, sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs.

Lagt fram minnisblað og frumkostnaðaráætlanir.

4. 1705057 - Ósk um viðauka: Götusópun

Lögð fram beiðni um viðauka frá sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs, Ármanni Halldórssyni, vegna götusópunar og niðurfallshreinsunar að fjárhæð 5.000.000 kr.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja viðauka að fjárhæð 4.000.000 kr. til götusópunar og niðurfallshreinsunar sem fjármagnaður verði með lækkun á handbæru fé.

5. 1705086 - Rekstraryfirlit janúar - mars 2017: Grindavíkurbær og stofnanir
Jón Þórisson, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs, fór yfir rekstaryfirlit janúar til mars 2017.

6. 1705087 - Minja- og sögufélag Grindavíkur: Viðauki vegna samstarfssamnings

Lögð fram beiðni um viðauka frá sviðsstjóra frístunda- og menningarsviðs, Björgu Erlingsdóttur, vegna samnings við Minja- og sögufélag Grindavíkur að fjárhæð 320.000 kr.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja viðauka að fjárhæð 320.000 kr. sem verði fjármagnaður með lækkun á handbæru fé að fjárhæð 170.000 kr. og hækkun tekna Vinnuskóla að fjárhæð 150.000 kr.

7. 1705091 - Hjólreiðanefnd UMFG: sækir um að halda hjólreiðamót í Grindavík 11. júní 2017
Hjólreiðanefnd Grindavíkur óskar eftir að fá að halda hjólreiðamót í Grindavík í tengslum við Sjóarann síkáta og að nokkrum götum verði lokað meðan mótið stendur yfir.

Bæjarráð gerir athugasemdir við tímasetningar og hugmyndir um lokanir gatna í ljósi þess að um sjómannadag er að ræða og hátíðarmessa og skrúðganga að minnisvarða er á þessum tíma. Einnig gengur ekki að takmarka akstur til og frá tjaldsvæði. Bæjarráð vísar málinu til sviðsstjóra frístunda- og menningarsviðs til frekari vinnslu.

8. 1705053 - Kvíabryggja: Nýr löndunarkrani
Hafnarstjórn hefur falið hafnarstjóra að kanna verð í löndunarkrana en einn af löndunarkrönum hafnarinnar er ónothæfur.

Bæjarráð samþykkir að hafnarstjóri haldi áfram með málið.

9. 1702070 - Beiðni um umsögn: Körfuknattleiksdeild UMFG
Körfuknattleiksdeild sækir um tækifærisleyfi til áfengisveitinga í Gjánni í tengslum við hátíðahöld 10. og 11. júní 2017.

Fyrir liggur að byggingafulltrúi gerir ekki athugasemdir við veitingu leyfisins.

Bæjarráð mælir með veitingu leyfisins.

10. 1705070 - Málræktarsjóður: Aðalfundur
Aðalfundur Málræktarsjóðs verður haldinn þriðjudaginn 13. júní nk.

Bæjarráð samþykkir að bjóða forstöðumanni bókasafns að vera fulltrúi bæjarins á fundinum.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 20:20.

 

Deildu ţessari frétt

AĐRAR FUNDARGERĐIR

Frístunda- og menningarnefnd / 6. júní 2018

Fundur 74

Bćjarstjórn / 20. júní 2018

Fundur 485

Hafnarstjórn / 14. maí 2018

Fundur 458

Hafnarstjórn / 12. apríl 2018

Fundur 457

Afgreiđslunefnd byggingamála / 14. júní 2018

Fundur 27

Öldungaráđ / 9. maí 2018

Fundur 3

Bćjarráđ / 29. maí 2018

Fundur 1481

Bćjarstjórn / 16. maí 2018

Fundur 484

Skipulagsnefnd / 14. maí 2018

Fundur 41

Bćjarráđ / 14. maí 2018

Fundur 1480

Frístunda- og menningarnefnd / 7. maí 2018

Fundur 73

Frćđslunefnd / 7. maí 2018

Fundur 75

Frćđslunefnd / 9. apríl 2018

Fundur 74

Bćjarráđ / 8. maí 2018

Fundur 1479

Bćjarráđ / 30. apríl 2018

Fundur 1478

Afgreiđslunefnd byggingamála / 26. apríl 2018

Fundur 26

Bćjarstjórn / 24. apríl 2018

Fundur 483

Bćjarráđ / 17. apríl 2018

Fundur 1477

Skipulagsnefnd / 16. apríl 2018

Fundur 40

Skipulagsnefnd / 16. apríl 2018

Fundur 40

Bćjarráđ / 5. desember 2017

Fundur 1465

Öldungaráđ / 11. apríl 2018

Fundur 2

Umhverfis- og ferđamálanefnd / 12. apríl 2018

Fundur 28

Bćjarráđ / 10. apríl 2018

Fundur 1476

Frístunda- og menningarnefnd / 4. apríl 2018

Fundur 72

Frístunda- og menningarnefnd / 7. mars 2018

Fundur 71

Umhverfis- og ferđamálanefnd / 14. mars 2018

Fundur 27

Bćjarstjórn / 27. mars 2018

Fundur 482

Bćjarráđ / 20. mars 2018

Fundur 1475

Skipulagsnefnd / 19. mars 2018

Fundur 39