Atvinna - Starfsmaður í heimaþjónustudeild

  • Stjórnsýsla
  • 23. maí 2017

Starfsmaður óskast til starfa í hlutastarf (35%) á heimilið við Túngötu 15 - 17 í Grindavík sem heyrir undir heimaþjónustudeild Grindavíkurbæjar. Starfið byggir m.a. á hugmyndafræðinni um sjálfstætt líf og felur það m.a. í sér þjálfun, umönnun og aðstoð íbúa við athafnir daglegs lífs, ásamt því að sinna kvöld- og helgarþjónustu m.a. í þágu eldra fólks. Um er að ræða vaktavinnu og heyrir starfsmaður undir forstöðumann heimilisins.

Helsu verkefni og ábyrgð:
• Einstaklingsmiðaður og persónulegur stuðningur við þjónustunotendur í þeirra daglega lífi.
• Samvinna við starfsfólk og þátttaka í faglegu starfi.
• Almenn heimilisstörf.
• Kvöld- og helgarþjónusta.

Hæfniskröfur:
• Reynsla af störfum með fötluðu fólki æskileg
• Þekking á hugmyndafræðinni um sjálfstætt líf og samfélagsþátttöku
• Góð samskiptahæfni
• Góðir skipulagshæfileikar
• Jákvæðni og sjálfstæði í vinnubrögðum
• Þolinmæði
• Hvetjandi í starfi
• Sveigjanleiki

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við viðkomandi stéttarfélag (Starfsmannafélag Suðurnesja/Verkalýðsfélag Grindavíkur). Karlar, jafnt sem konur, eru hvattir til að sækja um starfið.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Hlín Sigurþórsdóttir í síma 426-9909 eða á netfanginu hlin.s@grindavik.is

Umsóknum með upplýsingum um starfsferil skal skilað rafrænt á netfangið hlin.s@grindavik.is.
Umsóknarfrestur er til og með 10. júní næstkomandi.
Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.


Deildu þessari frétt

AÐRAR TILKYNNINGAR

Fréttir / 29. september 2023

Útboð vegna verkfræðihönnunar sundlaugar

Fréttir / 2. ágúst 2023

Starfsfólk óskast í heimaþjónustu

Fréttir / 15. júní 2023

Umferðaröryggistefna í kynningu

Skipulagssvið / 24. nóvember 2022

Deiliskipulag við Þorbjörn - auglýsing

Skipulagssvið / 31. maí 2022

Nýjar reglur um lóðarúthlutanir

Skipulagssvið / 13. maí 2022

Deiliskipulag fyrir Laut – auglýsing

Skipulagssvið / 2. mars 2022

Skyndilokun á köldu vatni

Fréttir / 16. febrúar 2022

Útboð: Útdraganlegir áhorfendabekkir

Fréttir / 2. desember 2021

Auglýsing um aðalskipulagsbreytingar

Höfnin / 8. nóvember 2021

Beðið eftir varahlutum