Jón Axel, Óli og Ingunn landsliđsfulltrúar Grindavíkur

  • Körfubolti
  • 17. maí 2017

Búið er að velja þá 12 leikmenn sem munu skipa landslið Íslands á Smáþjóðaleikunum í San Marínó og eiga Grindvíkingar þrjá fulltrúa í liðunum. Ingunn Embla Kristínardóttir var valin í kvennaliðið og þeir Jón Axel Guðmundsson og Ólafur Ólafsson í karlaliðið. Leikarnir fara fram dagana 30. maí til 3. júní 

Liðin í heild:

Landslið kvenna
Berglind Gunnarsdóttir · Snæfell (8)
Birna Valgerður Benónýsdóttir · Keflavík
Emelía Ósk Gunnarsdóttir · Keflavík (2)
Hallveig Jónsdóttir · Valur (5)
Helena Sverrisdóttir · Haukar (61)
Hildur Björg Kjartansdóttir · UTPA, USA / Snæfell (12)
Ingunn Embla Kristínardóttir · Grindavík (9)
Ragna Margrét Brynjarsdóttir · Stjarnan (37)
Sandra Lind Þrastardóttir · Horsholms 79'ers, DK (11)
Sara Rún Hinriksdóttir · Canisius, USA / Keflavík (9)
Sigrún Sjöfn Ámundadóttir · Skallagrímur (44)
Thelma Dís Ágústsdóttir · Keflavík (2)

(Landsleikir innan sviga), Birna Valgerður er nýliði.

Þjálfarar verða Ívar Ásgrímsson og Bjarni Magnússon.

Landslið karla
Emil Karel Einarsson · Þór Þorlákshöfn
Gunnar Ólafsson · St. Francis, USA / Keflavík
Jón Axel Guðmundsson · Davidson, USA / Grindavík
Kári Jónsson · Drexler, USA / Haukar
Kristinn Pálsson · Marist, USA / Njarðvík
Kristófer Acox · KR (12)
Maciek Baginski · Þór Þorlákshöfn
Matthías Orri Sigurðarson · ÍR
Ólafur Ólafsson · Grindavík (11)
Pétur Rúnar Birgisson · Tindastóll
Tryggvi Snær Hlinason · Þór Akureyri (8)
Þórir Guðmundur Þorbjarnarsson · KR

(Landsleikir innan sviga), þrír hafa leikið áður, aðrir nýliðar.

Þjálfarar verða Finnur Freyr Stefánsson og Baldur Þór Ragnarsson.

Eins og sést eru flestir leikmenn karlaliðsins nýliðar en sú ákvörðun var tekin af þjálfurum karlaliðsins að nýta þetta mót til að skoða yngri leikmenn og nota nokkra af þeim sem eru að fara á lokamót U20 landsliða í sumar spreyta sig í bland við aðra unga leikmenn.

Karfan.is greindi frá

 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 10. apríl 2024

NIE ZAPOMINAJMY O OKAZJACH DO RADOSCI

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir

Fréttir / 3. apríl 2024

Höfum gleđina međ!